Tækni er allt í kringum okkur í dag.
Hún gerir líf okkar oftast einfaldara og skemmtilegra.
Fatlað fólk notar alls konar tækni í daglegu lífi.
Sumt fatlað fólk notar hjólastóla.
Það er tækni!
Sumt fatlað fólk notar tölvur til að tala.
Það er líka tækni!
Flest fólk notar tækni á hverjum degi.
Dæmi um það eru:
- Snjallsímar
- Tölvur
- Spjaldtölvur
Tæknin er líka komin í allskyns hluti í kringum okkur.
Til dæmis:
- Úr
- Ryksugu·vélmenni
- Og jafnvel ísskápa!
Tækni er oftast stafræn.
Það þýðir að tæknin notar tölur og útreikninga til að gera það sem hún gerir.
Til dæmis að búa til og geyma:
- Vefsíður
- Forrit
- Og margt fleira
Þess vegna er orðið „stafrænt“ oft notað í staðinn fyrir „tækni“ eða „tæknilegt“.
Til dæmis þegar við tölum um:
- Stafræn samskipti
- Stafræna þjónustu
- Stafrænar lausnir
Tölvur eru stafræn verkfæri.
Tölvur geta einfaldað líf okkar mjög mikið.
Við getum gert nánast hvað sem er með tölvum.
Við getum til dæmis:
- Verslað í matinn
- Spilað leiki
- Talað við vini okkar
- Lesið fréttir
- Og margt fleira
Hvað gerir þú í tölvunni?
Símar eru lítil tæki sem fylgja okkur alla daga.
Kannski manstu eftir því að einu sinni var bara hægt að hringja og senda SMS í símum.
Núna notum við símana okkar í allskonar verkefni.
Við notum síma til dæmis til að:
- Tala við vini okkar
- Skoða samfélagsmiðla
- Taka myndir
- Horfa á myndbönd
- Spila leiki
- Og margt fleira
Spjaldtölvur eru eins og blanda af tölvum og símum.
Við notum spjaldtölvur til að gera margt af því sama og við gerum í tölvu eða síma.
Á spjaldtölvum er skjárinn stærri en á síma.
Þess vegna getur verið þægilegra að nota spjaldtölvu en síma.
Internetið er eins og stór vefur sem tengir saman tölvur og ýmis tæki um allan heim!
Internetið hjálpar okkur að leita að upplýsingum og deila upplýsingum með öðrum.
Internetið er stundum kallað „netið“.
En hvað gerum við á Internetinu?
Það er hægt að skipta því í nokkra flokka:
- Finna upplýsingar
- Samskipti
- Skemmtun
- Læra
- Versla
Á Internetinu getum við fundið allskonar upplýsingar.
Við getum lesið eða horft á fréttir á Internetinu.
Við getum lært nýja hluti eða frætt okkur um eitthvað sem við höfum áhuga á.
Mundu að ekki allt sem þú sérð á Internetinu er satt.
Með Internetinu er auðvelt að eiga í samskiptum við aðra.
Til dæmis vini eða fjölskyldu sem búa langt í burtu.
Með Internetinu er líka hægt að eignast nýja vini sem hafa áhuga á því sama og við.
Við getum átt í samskiptum á Internetinu til dæmis með:
- Tölvupósti
- Spjallforritum
- Myndsímtölum
- Samfélagsmiðlum
Samfélagsmiðlar eru til dæmis:
- Snapchat
Sumum finnst auðveld samskipti vera það besta við Internetið.
Við getum spilað leiki á Internetinu.
Við getum horft á þætti eða fyndin myndbönd á Internetinu.
Við getum hlustað á tónlist á Internetinu.
Á Internetinu er hægt að læra margt.
Til dæmis er hægt að horfa á fræðslu·myndbönd.
Það er auðvelt að finna fræðslu·myndbönd um hvað sem er.
Til dæmis um:
- Eldfjöll
- Prjónaskap
- Matreiðslu
- Íþróttir
Hverju hefur þú áhuga á?
Mjög margir nýta Internetið til þess að versla.
Það er hægt að kaupa næstum því allt í net·verslun!
Til dæmis:
- Bækur
- Föt
- Matvörur
- Og allt sem okkur dettur í hug
Við þurfum að fara varlega þegar við verslum á Internetinu.
Við þurfum að passa að:
- Nota ekki meiri pening en við eigum í bankanum
- Enginn komist að kortanúmerinu okkar
- Enginn komist að leyninúmerinu okkar
Öll sem búa á Íslandi fá þjónustu.
Stundum er það ríkið sem býður okkur þjónustu.
Ríkið býður þjónustu fyrir alla íbúa á Íslandi.
Stundum eru það sveitarfélög sem bjóða okkur þjónustu
Sveitarfélög bjóða þjónustu fyrir alla sem búa í því sveitarfélagi.
Sveitarfélagið þitt er borgin eða bærinn sem þú býrð í.
Til dæmis Kópavogur.
Þessi þjónusta er til dæmis:
- Skólar
- Heilsugæsla
- Leikskólar
- Og þjónusta fyrir fatlað fólk
Þjónusta fyrir fatlað fólk getur verið allskonar.
Til dæmis:
- Aðstoðarfólk
- Íbúð til að búa í
- Aksturþjónusta til að komast í vinnu eða skóla
Fyrirtæki bjóða okkur líka þjónustu.
Bankar geyma peningana okkar.
Við borgum reikningana okkar hjá bönkunum.
Búðir selja okkur vörur
Sumar búðir senda þær heim til okkar.
Margt fatlað fólk fær örorku·greiðslur frá TR.
Örorku·greiðslur eru peningar til þess að borga fyrir nauðsynlega hluti.
Stafræn þjónusta fer fram á Internetinu.
Þú hefur kannski notað stafræna þjónustu.
Til dæmis þegar:
- Þú sendir upplýsingar til sveitarfélagsins þíns
- Þú fékkst upplýsingar frá lækninum þínum á Heilsuveru
- Þú borgaðir reikninga á netinu
- Þú keyptir föt á netinu
Sumum finnst erfitt að þjónusta sé á Internetinu.
Það getur verið erfitt að læra á nýja tækni.
Stundum er netið líka óaðgengilegt fyrir okkur.
Internetið er ekki endilega búið til fyrir okkar þarfir.
Þess vegna getur verið erfitt fyrir okkur að nota það.
Sameinuðu þjóðirnar eru samtök landa sem vilja gera heiminn að betri stað.
Sameinuðu þjóðirnar bjuggu til samning um réttindi fatlaðs fólks.
Markmiðið með samningnum er:
- Að fatlað fólk um allan heim hafi sömu tækifæri og aðrir til að taka þátt í samfélaginu.
Það skiptir líka miklu máli að fatlað fólk geti notað tækni og Internetið.
Það er aðgengis·mál að geta notað tækni og Internetið eins og allir aðrir.
Aðgengi þýðir að búa til samfélag þar sem það er auðvelt fyrir okkur öll að taka þátt.
Það er til dæmis:
- Punktaletur fyrir fólk sem sér ekki
- Lyftur fyrir fólk sem notar hjólastól
- Upplýsingar á máli sem er auðvelt að skilja
Aðgengi að Internetinu og tækni er líka mjög mikilvægt.
Fólk sem hannar Internetið og tækni á að passa að fatlað fólk geti tekið þátt á Internetinu.
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir það.
Stundum á fólk reyndar erfitt með tæknina.
Sumum finnst hún bara þvælast fyrir.
Sumir eru hræddir við að gera mistök.
Þá er gott að hafa einhvern sem maður treystir með sér.
Sumum finnst erfitt að læra að nota tæknina.
Það þarf að æfa sig í tækninni eins og öllu öðru!
Til þess að verða góð í einhverju þurfum við að æfa okkur.
Til dæmis í að:
- Hjóla
- Mála
- Keyra bíl
- Og nota tæknina
Stundum er talað um stafræna gjá.
Gjá er stórt bil.
Oftast tölum við um gjá í náttúrunni.
Orðið gjá er líka notað til dæmis um tækni.
Þá er mikið bil á milli fólks sem getur notað tækni og fólks sem getur ekki notað tækni.
Fólk sem getur ekki notað tækni fær færri tækifæri en aðrir.
Fólk sem getur ekki notað tækni á erfiðara með að taka þátt í samfélaginu.
Við höfum ekki öll sama aðgengi að tækni.
Sumir búa á stöðum þar sem er lélegt Internet·samband.
Sumir eiga litla peninga til að kaupa tækni.
Sumum finnst erfitt að læra á tækni.
Fólkið sem hannar tæknina gleymir oft að hugsa um fatlað fólk.
Til dæmis með því að:
- Hugsa ekki nógu vel um að Internetið þarf að vera fyrir okkur öll
- Þekkja ekki nógu vel hvernig á að hafa gott aðgengi fyrir öll
- Gleyma að spyrja fatlað fólk um ráð hvernig sé best að hafa gott aðgengi fyrir öll
Það er alvarlegt þegar fötluðu fólki gengur illa að nota tækni.
Þá getur maður orðið útundan í samfélaginu.
Það er margt sem verður erfiðara þegar við getum ekki notað tækni.
Til dæmis
- Að vera í skóla
- Að vinna
- Að tala við vini og fjölskyldu
- Að vita hvað er að gerast í samfélaginu
Höfundur: Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
Teikningar: Elías Rúni
Verkefnið er styrkt af ÖBÍ réttindasamtökum og unnið í samstarfi við Miðstöð um auðlesið mál.