á auðlesnu máli:
á auðlesnu máli
Þroskahjálp bjó lesefnið til
í samvinnu við landlækni
og heilbrigðis-ráðuneytið.
Það er mikilvægt að við öll
getum nálgast réttar
og góðar upplýsingar.
COVID hafði mikil áhrif á Íslandi.
Fólk varð mjög veikt af COVID og smitaði aðra.
Þess vegna voru settar COVID reglur.
Febrúar 2022
Þá voru fá COVID smit.
Þá var ákveðið að hætta með COVID reglur.
Júní 2022
Fólk er aftur farið að veikjast af COVID
og smita aðra.
Landspítalinn hefur sett nýjar COVID reglur
sem gilda bara á spítalanum.
var ákveðið að hætta
með COVID reglur.
á Landspítala
í júní 2022.
Þú getur smellt hér fyrir neðan
til að lesa um COVID
á öðrum vefsíðum.
Þegar þú smellir opnast vefsíðurnar
í nýjum glugga.
Þú getur hringt í þessi númer
ef þú vilt upplýsingar um COVID.
Líka ef þú vilt tala við einhvern
um veikindi þín.
Heilsu-gæslan í síma 513 1700
Lækna-vaktin í síma 1700
Hjálparsími Rauða Krossins
í síma 1717