Fara í efni

COVID lesefni á íslensku

Þroskahjálp bjó lesefnið til í samvinnu við landlækni og heilbrigðis-ráðuneytið.

Það er mikilvægt að við öll getum nálgast réttar og góðar upplýsingar.

 

COVID
Kóróna-veiran

Upplýsingar á auðlesnu máli


4. útgáfa

 
Merki Auðlesið punktur is  

 

 

 

COVID hefur haft mikil áhrif á líf okkar.

Það er mikilvægt að við getum öll fengið upplýsingar
um COVID, líka fatlað fólk.

Þetta lesefni er unnið af Þroskahjálp
í samvinnu við landlækni og heilbrigðis-ráðuneytið.

 

2 af 30

 

Hér tölum við um:

· Hvað er COVID?
· Hvernig smitast COVID?
· Hver eru einkennin?
· Hvað gerum við ef við fáum COVID?
· Hvað er smitgát? Hvernig einangrum við okkur?
· Eru til lyf við COVID?
· Góð ráð um hvernig við getum farið varlega

3 af 30

fara efst á síðuör sem vísar upp

Annað fræðslu-efni um COVID

 

Þroskahjálp hefur skrifað meira um COVID
sem getur verið gott að lesa.

Smelltu hér til að lesa um bólusetningu.

Þetta er PDF skjal sem opnast í nýjum glugga.

4 af 30

 

Hvað er COVID?

 

COVID er veira sem getur gert fólk mjög veikt.

COVID er mjög smitandi.
COVID smitast á milli fólks.
Sum dýr geta líka orðið veik.

5 af 30

 

Hvernig smitast Covid?

COVID veiran er of lítil til að við sjáum hana.
Hún er næstum ósýnileg.

COVID veiran getur svifið í loftinu.
Til dæmis þegar einhver hóstar eða hnerrar.
· Þess vegna notum við grímu.

COVID veiran getur verið á hlutum.
Til dæmis á hurðar-húni eða lyftu-takka.
· Þess vegna notum við hand-spritt.

6 af 30

fara efst á síðuör sem vísar upp

Hvernig smitast COVID?

Við getum smitast af COVID:
· ef við erum nálægt fólki sem er með COVID
· ef við föðmum annað fólk
· ef við sofum í sama rúmi og annað fólk
· ef við erum í sama húsi

Grímur og hand-spritt hjálpa okkur:
· að smitast ekki af öðru fólki
· að við smitum ekki annað fólk

7 af 30

 

Er fylgst með COVID?

Vísinda-fólk rannsakar COVID veiruna
með sérstökum tækjum.

Vísinda-fólk hjálpar við að setja reglur
til að passa að veikt fólk smiti ekki aðra.

Vísinda-fólk hefur búið til lyf. Þessi lyf heita bóluefni.

Vísinda-fólk fylgist með þegar veiran breytir sér.

8 af 30

 

Hvað gerist þegar COVID breytist?

Þegar COVID veiran breytir sér geta komið
margar tegundir af COVID.
Fólk getur orðið öðruvísi veikt.
Fólk getur smitast öðruvísi.
Börn geta smitast meira en fullorðnir.

Þegar COVID breytist geta reglurnar breyst.
Þá koma nýjar reglur.
Eða það má taka gamlar reglur burt.

9 af 30

fara efst á síðuör sem vísar upp

Er COVID með mörg nöfn?

Þegar fólk talar um COVID segir það stundum:
· COVID-19
· kóróna-veiran
· Delta
· Ómíkrón

Þetta eru mörg nöfn fyrir COVID.
Þessi nöfn hjálpa vísinda-fólki að fylgjast með.

10 af 30

 

Einkenni COVID

Hvað þýðir einkenni?
Það er þegar við sjáum eða finnum að við erum veik.

Einkenni COVID eru:
· Hósti
· Hiti
· Beinverkir
· Slappleiki
· Að finna minni lykt og minna bragð

11 af 30

 

Einkenni COVID

Sumt fólk sem veikist af COVID
hættir að finna lykt og bragð.

Þetta eru sérstök einkenni COVID.

Ef við finnum minni lykt eða finnum minna bragð
þurfum við að segja lækni frá.

12 af 30

fara efst á síðuör sem vísar upp

Hvernig veit fólk
að það er með COVID?

COVID-próf segja okkur hvort við séum með veiruna.

Hvenær förum við í COVID-próf?
· Þegar við erum veik.
· Þegar við erum með einkenni COVID.
· Þegar við erum nálægt fólki með COVID.
· Þegar við erum á sama heimili og fólk með COVID

13 af 30

 

Ég held að ég sé með COVID

COVID er mjög smitandi.

Ef þú heldur að þú sért með COVID:
· notaðu grímu
· farðu í hraðpróf
· ekki vera nálægt öðru fólki

Þú þarft alltaf að segja frá.
· Þú getur hringt í heilsu-gæsluna í síma 513 1700
· Þú getur talað við fólk sem þú treystir.

14 af 30

 

Hvað gerir fólk sem er veikt?

Þegar við verðum veik þurfum við
að hugsa vel um líkamann okkar.

Við erum heima og við hvílum okkur.
Við leyfum líkamanum að jafna sig.

Það getur tekið nokkra daga þar til við erum orðin frísk.
Þess vegna er mikilvægt að við förum varlega.

15 af 30

fara efst á síðuör sem vísar upp

Hvað gerir fólk með
smitandi sjúkdóm?

Þegar við erum með smitandi sjúkdóm
þurfum við líka að passa að við smitum ekki aðra.
Þá er best að við séum ekki nálægt öðrum
fyrr en okkur er alveg batnað.

COVID er mjög smitandi.
Þegar við erum með COVID og erum mikið lasin
er mikilvægt að við séum ekki nálægt öðru fólki.
Það er svo við smitum ekki aðra af COVID.

16 af 30

 

Hvað gerir fólk með COVID?

Við þurfum að passa að fólk með COVID smiti ekki aðra.

Ef við erum með COVID og mikið lasin:
· Við erum heima.
· Við reynum að hitta ekki annað fólk.
· Við reynum að einangra okkur.

Ef við erum með COVID og ekki lasin:
· Við förum í smitgát í 5 daga.
· Við notum alltaf grímu.

17 af 30

fara efst á síðuör sem vísar upp

Er með COVID.
Mikil veikindi og líður illa.
Með COVID-einkenni.

 

Þarf að vera heima.
Reynir að hitta ekki annað fólk.
Best að einangra sig.

Er með COVID.
Ekki veikindi.
Ekki með COVID-einkenni.

 

Fer í smitgát í 5 daga.
Má fara í vinnu og skóla.
Best að vera alltaf með grímu.

 

Hvað gerir fólk með COVID
sem er mikið lasið?

Þegar við erum mikið lasin þurfum við að vera heima.

COVID er mjög smitandi.
Þess vegna er best ef við getum verið ein.
Það er svo við smitum ekki aðra af COVID.
Við köllum þetta að við einangrum okkur.

Sótt-varnar-læknir mælir með að við gerum þetta
ef við erum með COVID og mikið lasin.

19 af 30

 

Hvað má fólk gera
sem einangrar sig?

Þegar við erum með COVID og mikið lasin
getum við einangrað okkur heima hjá okkur
eða í öðru húsi.

Ef fólk sem býr með okkur er líka með COVID
megum við vera saman að einangra okkur.
Við gerum þetta þar til okkur er batnað.

20 af 30

 

Hvað gerum við ekki
þegar við erum mikið lasin?

Þegar við erum mikið lasin þurfum við að vera heima.
Við hvílum okkur og leyfum líkamanum að jafna sig.

Ekki hitta annað fólk.
Ekki hitta vini eða ættingja.
Ekki fara í vinnu eða skóla.
Ekki fara í búð eða á veitingastað.
Ekki fara í bíltúr.
Ekki nota strætó eða leigubíl.
Ekki fara þar sem er margt fólk.

21 af 30

fara efst á síðuör sem vísar upp

Smitgát

Við förum í smitgát þegar við erum með COVID
· og ekki lasin og ekki með einkenni

Okkur líður kannski eins og við séum frísk.
En COVID-próf segir að við séum með COVID.
Þess vegna förum við í smitgát í 5 daga.

Við förum líka í smitgát þegar við vorum
nálægt öðrum sem er með COVID.

22 af 30

 

Hvað gerum við í smitgát?

Við megum fara í vinnu og í skóla og stunda íþróttir.
Við erum alltaf með grímu.

Við þurfum alltaf að fara varlega.
· Við förum ekki þar sem er margt fólk.
· Við förum ekki á spítala eða heil-brigðis-stofnun.
· Við hittum ekki veikt fólk eða mjög gamalt fólk.
· Við hittum ekki pínulítil börn.
· Við förum helst ekki í búð.

23 af 30

 

Verða allir mjög veikir
sem fá COVID?

Sumt fólk verður lítið veikt. Annað fólk verður mikið veikt.

Fólk sem er hraust og frískt verður oft minna veikt.
Þeim líður oft eins og þau séu með kvef eða flensu.

Fólk sem er með aðra sjúkdóma getur orðið
mikið veikt af COVID.

Við þurfum öll að fara varlega.

24 af 30

 

 

COVID hefur haft mikil áhrif á líf okkar.

Ef við erum hrædd er gott að tala
við manneskju sem við treystum.

Við megum öll hringja í hjálparsíma
Rauða Krossins í síma 1717.

Það er ókeypis að hringja.

25 af 30

fara efst á síðuör sem vísar upp

Er til lyf við COVID?

Já, það eru komin bóluefni við COVID.
Bóluefni eru lyf.

Ef við fáum þessi bóluefni:
· eru minni líkur á að við fáum COVID
· eru minni líkur að við verðum mjög veik af COVID

Smelltu hér til að lesa meira um bóluefni.

26 af 30

 

Góð ráð

Þegar við hóstum eða hnerrum:
· Við setjum olnbogann fyrir andlitið.
· Við notum pappír og hendum honum í ruslið.
· Við þvoum hendurnar með sápu.

Hvenær förum við í COVID-próf?
· Þegar við erum veik.
· Þegar við erum með COVID-einkenni.
· Þegar við erum nálægt fólki með COVID.
· Þegar við erum á sama heimili og fólk með COVID.

27 af 30

 

Góð ráð

Við notum grímu.
Við höfum bil á milli okkar og annars fólks.
Við notum hand-spritt.

Við þvoum hendurnar oft og vel með sápu:
· alltaf áður en við snertum andlitið okkar
· alltaf áður en við borðum
· alltaf þegar við komum heim

28 af 30

 

Hvernig á að þvo sér
vel um hendurnar?

Leiðbeiningar um hvernig við þvoum okkur vel um hendurnar

 

 

Við þvoum hendurnar með sápu
í 20 til 30 sekúndur.

Það er sniðugt að syngja
afmælis-sönginn 2 sinnum
á meðan við þvoum hendurnar.

Þá höfum við þvegið hendurnar
nógu lengi.


29 af 30

 

 

 

Merki Þroskahjálpar


Þú mátt alltaf hringja
ef þig vantar upplýsingar eða ráðgjöf

Landssamtökin Þroskahjálp
sími 588 9390


30 af 30

fara efst á síðuör sem vísar upp