Dómsmálaráðuneytið og Þroskahjálp hafa tekið saman upplýsingar um Alþingiskosningarnar 25. september 2021.
Hér fyrir neðan eru helstu spurningarnar sem þú gætir haft.
Á vefsíðunni kosning.is eru allar upplýsingar og hér fyrir neðan er myndband sem segir frá því hvernig eigi að kjósa á kjördag.
Hvar og hvenær á að kjósa?
- Alþingiskosningar eru 25. september 2021.
- Þú kýst eftir því hvar þú ert er skráður á kjörskrá.
- Kjörskrá fer eftir því í hvaða sveitarfélagi lög-heimilið þitt er skráð fimm vikum fyrir kjördag.
- Lög-heimili er lang oftast staðurinn þar sem við búum.
- Ef þú ert óviss hvar þú átt lög-heimili, skaltu spyrja einhvern sem þekkir þig og þú treystir.
- Þú getur líka séð hvar þú ert skráður á kjörskrá á heimasíðu Þjóðskrár
- Til þess að kjósa á kjördag þarftu að mæta á kjörstað.
- Kjörstaðir eru oftast opnir frá klukkan 9 á morgnana til klukkan 10 á kvöldin.
- Stundum eru kjörstaðir opnir á öðrum tímum.
- Sveitarfélagið þitt á að auglýsa tímanlega hvenær kjörstaðir eru opnir.
- Það er hægt að finna þessar upplýsingar á heimasíðu sveitarfélaganna.
- Sveitarfélagið þitt er bærinn sem þú býrð í, eins og til dæmis Reykjavík eða Akureyri.
Hvernig fer atkvæða-greiðslan fram?
- Þú mætir á þinn kjörstað og finnur þína kjördeild.
- Á flestum kjörstöðum er fólk sem getur aðstoðað þig að finna þína kjördeild.
- Þú mátt taka einhvern með þér sem þú þekkir og þú treystir til að aðstoða þig.
- Í hverri kjördeild sitja 3 manneskjur við borð. Þetta er kjörstjórn.
- Þessar 3 manneskjur merkja við þig og gefa þér kjörseðil.
- Þú þarft að sýna skilríki. Til dæmis ökuskírteini eða vegabréf.
- Þú ferð með kjörseðilinn inn í sérstakan kjörklefa.
- Það á að vera hægt að draga tjald fyrir kjörklefann svo að þú getir kosið án þess að einhver sjái til.
- Í kjörklefanum á að vera blýantur.
- Í kjörklefanum á að vera spjald með blindraletri til þess að lesa kjörseðilinn.
- Stjórnmálaflokkar sem eru í framboði eru merktir með bókstaf á kjörseðlinum.
- Þú merkir X í kassann fyrir framan bókstaf þess flokks sem þú ætlar að kjósa.
- Það þarf að gera X með blýanti.
- Frambjóðendum er raðað í ákveðna röð á kjörseðlinum sem er ákveðin af stjórnmálaflokknum.
- Þú getur breytt röðinni hjá þeim flokki sem að þú kýst.
- Þá setur þú númer fyrir framan nafn á kjörseðli.
- Þú setur númer 1 fyrir framan það nafn sem á að vera efst.
- Þú setur númer 2 fyrir framan það nafn sem á að vera næst og svo framvegis.
- Þú getur strikað yfir frambjóðanda sem þú vilt ekki hafa á listanum sem að þú kýst.
- Þú getur líka ákveðið að hafa listann óbreyttan.
- Þegar þú ert búin að kjósa brýtur þú kjörseðilinn saman og ferð út úr kjörklefanum.
- Þú setur kjörseðilinn í kassa fyrir utan kjörklefann.
- Það má enginn sjá hvernig þú kaust.
Atkvæða-greiðsla utan kjörfundar
- Ef þú kemst ekki að kjósa á kjördegi getur þú kosið fyrir kjördag.
- Kjördagur er dagurinn þar sem kosningar fara fram.
- Þetta kallast atkvæða-greiðsla utan kjörfundar.
- Þú þarft að taka með skilríki. Til dæmis vegabréf eða ökuskírteini.
Atkvæða-greiðsla utan kjörfundar á Íslandi
- Ef þú ert á Íslandi þá getur þú kosið hjá sýslumanni.
- Sýslumenn eru með skrifstofur út um allt land. Þú getur skoðað hvar skrifstofurnar eru hér: https://island.is/stofnanir/syslumenn/embaettin
- Það er hægt að kjósa í Smáralind á 1. hæð. Það er opið frá klukkan 10 um morguninn til 10 um kvöld.
- Það er hægt að kjósa í Kringlunni, á bíóganginum á 3. hæð. Það er opið frá klukkan 10 um morguninn til 10 um kvöld.
- Þú þarft að sýna skilríki. Til dæmis ökuskírteini eða vegabréf.
Atkvæða-greiðsla utan kjörfundar í útlöndum
- Þú getur kosið á skrifstofu sendiráðs eða á skrifstofu ræðismanns.
- Í sumum löndum eru íslensk sendiráð.
- Þar er íslenskur sendiherra sem aðstoðar Íslendinga sem búa í landinu.
- Í öðrum löndum eru ekki sendiráð.
- Þá er sérstakur ræðismaður sem er ekki íslenskur.
- Hann á að aðstoða Íslendinga sem búa í landinu.
- Lista yfir íslensk sendiráð og ræðismenn má finna hér: https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/
- Utanríkis-ráðuneytið skipuleggur atkvæða-greiðsluna.
- Utanríkis-ráðuneytið á að auglýsa hvar og hvenær atkvæða-greiðslan fer fram.
- Þú átt að hafa samband við sendiráð eða skrifstofu ræðismanns til að vita hvar þú átt að kjósa.
- Til þess að kjósa þarftu að mæta á kjörstað.
- Starfsmaður hjá sendiráði eða ræðismanni tekur á móti þér og merkir við þig.
- Þú þarft að sýna skilríki. Til dæmis ökuskírteini eða vegabréf.
- Í sumum löndum getur verið að þú komist ekki á kjörstað vegna COVID 19.
Að fá aðstoð við að kjósa
- Þú átt rétt á að fá aðstoð ef þú getur ekki merkt sjálfur við á kjörseðlinum.
- Þetta á bara við um þá sem eru sjónlausir eða geta ekki skrifað sjálfir.
- Þú getur beðið einhvern í kjörstjórn um aðstoð.
- Á kjördag er kjörstjórn 3 manneskjur sem sitja við borð í kjördeild.
- Ef þú kýst utan kjörfundar þá er starfsmaður sýslumanns oftast kjörstjóri.
- Þessir aðilar geta aðstoðað þig að kjósa.
- Kjörstjórn eða kjörstjóri má ekki bjóða þér aðstoð að fyrra bragði. Þú þarft að biðja um aðstoð.
- Sá sem aðstoðar þig er bundinn þagnarheiti. Það þýðir að hann má ekki segja frá hvernig þú kaust.
- Þú mátt biðja einhvern sem að þú þekkir og þú treystir að aðstoða þig við að kjósa.
- Ef þú getur ekki tjáð þig sjálfur þarftu að koma með vottorð frá réttindagæslumanni.
- Vottorðið staðfestir að manneskjan sem þú valdir má aðstoða þig.
- Hér er listi yfir réttindagæslumenn fyrir fatlað fólk.
- Þeir sem eru í kjörstjórn mega aðstoða aðra við að kjósa á kjördag.
- Ef þú biður einhvern sem þú þekkir að aðstoða þig þá má hann ekki aðstoða aðra en þig.
- Sá sem aðstoðar þig er bundinn þagnarheiti. Það þýðir að hann má ekki segja frá hvernig þú kaust.
- Sá sem aðstoðar þig við að kjósa má ekki segja frá því hvað þið talið um inn í kjörklefanum.
- Ef sá sem aðstoðar þig er einhver sem þú þekkir þá þarf hann að skrifa undir sérstakt eyðublað.
- Þar lofar hann því að segja ekki frá hvernig þú kýst.
- Eyðublöðin má finna hér:
- Ef þú uppfyllir ekki skilyrðin til að fá aðstoð við að kjósa getur kjörstjórn neitað þér um aðstoð.
- Ef þér er neitað um aðstoð þá á kjörstjórn að skrifa í kjörbók hvers vegna þér var neitað.
- Það er ekki hægt að breyta ákvörðun kjörstjórnar.
Kjördæmi og kjörstaðir
- Íslandi er skipt upp í 6 kjördæmi.
- Reykjavík norður
- Reykjavík suður
- Suðvesturkjördæmi
- Suðurkjördæmi
- Norðausturkjördæmi
- Norðvesturkjördæmi
- Þú ert skráður í kjördæmi eftir því hvar lög-heimilið þitt er skráð.
- Lög-heimili er oftast sami staður og þar sem við búum.
- Ef þú ert óviss hvar þú átt lög-heimili, skaltu spyrja einhvern sem þekkir þig og þú treystir.
- Þú getur líka séð hvar þú ert skráður á kjörskrá á heimasíðu Þjóðskrár