Um Auðlesið.is
Fjölmennt hefur rekið Miðstöð um auðlesið mál frá því í maí 2024. Áður heyrði miðstöðin undir Þroskahjálp. Miðstöðin gegnir mikilvægu hlutverki í að veita fötluðu fólki aðgang að þeim upplýsingum sem það þarf til þess að lifa sjálfstæðu lífi og njóta réttinda sinna til fulls.
Því hlutverki sinnir miðstöðin meðal annars með því að:
- Þýða texta frá stofnunum, fyrirtækjum og ráðuneytum yfir á auðlesið mál
- Veita ráðgjöf um miðlun upplýsinga á auðlesnu máli
- Taka þátt í samstarfsverkefnum
Í vinnslu er ítarleg handbók með leiðbeiningum um þýðingu og ritun texta á auðlesnu máli.
Miðstöðin heldur einnig úti hlaðvarpi þar sem hlusta má á texta á auðlesnu máli.
Starfsmaður Miðstöðvar um auðlesið mál er Snorri Rafn Hallson, verkefnastjóri.
Miðstöð um auðlesið mál er rekin með styrk frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.