Hvað er auðlesið mál?
Auðlesið mál nýtist þeim sem eiga erfitt með að lesa texta.
Til dæmis fólki með þroskahömlun, fólki sem er lesblint eða þeim sem eru að læra íslensku.
Auðlesinn texti er skrifaður á skýru og einföldu máli.
Oft eru myndir notaðar til stuðnings.
Við eigum öll rétt á að fá upplýsingar á máli sem við skiljum.
Að þekkja réttindi sín og það sem lífið hefur upp á að bjóða hjálpar okkur að vera sjálfstæð.
Allir geta nýtt sér auðlesið mál þar sem það snýst um að einfalda textann og stytta. Í auðlesnum texta eru mikilvægustu atriðin dregin fram.