Að skrifa auðlesinn texta
Auðskilinn texti er mikilvægur því hann eykur sjálfstæði fólks sem nýtir sér hann.
Auðlesinn texti er einn lykillinn í því að auka þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu.
Hann gefur fólki tækifæri til þess að kynna sér málefni og eiga í samræðum við aðra um samfélagið, lífið og tilveruna.
Auðlesinn texti auðveldar fólki að læra um og standa vörð um réttindi sín.
Fatlað fólk á rétt á upplýsingum á auðlesnu máli.
Þegar við erum að skrifa auðlesinn texta er margt sem þarf að hafa í huga.
Hér fyrir neðan er listi sem hægt er að nýta sér til stuðnings ásamt gagnlegum heimasíðum.
Það sem hafa þarf í huga við gerð auðlesins efnis:
- Hver eru aðalatriðin? Fjallaðu um þau.
- Forðastu flókin og löng orð. Ef orð eru löng, skaltu slíta þau í sundur með bandstriki. Best er þó að umorða svo ekki þurfi að nota löng orð.
- Dæmi: mannréttinda-samningur.
- Notaðu Sans-Serif letur, eins og til dæmis Arial eða Helvetica.
- Notaðu stórt letur, ekki minna en 14 punkta.
- Setningar eiga að vera stuttar. Ef setning nær yfir heila línu skaltu brjóta hana upp.
- Notaðu dæmi úr daglegu lífi og notaðu 1. persónu.
- Dæmi: ekki „Þegar fólk þarf að fara til læknis...“ heldur „Þegar þú ferð til læknis...“
- Hugsaðu fyrst og síðan, þegar þú skrifar setningar.
- Dæmi: ekki „Áður en við förum á fótboltaleikinn borðum við pítsu.“ heldur „Fyrst borðum við pítsu. Svo förum við á fótboltaleik.“
- Ef þú þarft að nota sérfræðiorð eða flókin orð sem ekki er hægt að skipta út skaltu útskýra þau. Gott er að hafa orðabanka aftast í skjalinu.
- Ekki nota skammstafanir eins og t.d., o.s.frv.
- Notaðu tölustafi (12) í stað þess að skrifa tölurnar (tólf). Ekki nota stórar tölur eða prósentur, segðu frekar margir eða fáir eftir því sem við á.
- Gott er að hafa myndir sem styðja við textann. Veldu myndirnar vel.
- Hafðu blaðsíðurnar númeraðar.
- Notaðu upptalningu með punktum (e. bullets) í stað þess að hafa upptalninguna inni í setningunni.