-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Skammtíma-dvöl er staður þar sem þú býrð í stuttan tíma
eða heimsækir í stuttan tíma.
Oftast fara börn og ungmenni í skammtíma-dvöl
en stundum fer fullorðið fólk líka.
Valkvæður þýðir að það er frjálst val.
Við getum sagt valkvæður, valkvæð og valkvætt.
Það þýðir allt það sama.
Þegar eitthvað er valkvætt mátt þú ráða
hvort þú gerir það eða ekki.
Til dæmis:
Ef við lesum að þátttaka er valkvæð
þá ráðum við hvort við tökum þátt.
Allt sem er lifandi er afkomandi einhvers.
Afkomendur geta fæðst eða vaxið.
Barn sem fæðist er afkomandi foreldra sinna.
Foreldar barnsins eru afkomendur sinna foreldra,
sem eru ömmur og afar.
Ömmur og afar eru afkomendur sinna foreldra,
sem eru lang-ömmur og lang-afar.
Lang-ömmur og lang-afar eru líka afkomendur,
og svona heldur það áfram
því allt fólk er afkomandi einhvers.
Og barnið er þá afkomandi alls þessa fólks, lengst aftur í tímann.
Við notum orðið afkvæmi þegar við tölum um dýr og plöntur.
Afkvæmi þýðir það sama og afkomandi.
Kettlingar eru afkvæmi, líka uglu-ungar
og hvala-kálfar.
Þegar lítil planta vex út frá stórri plöntu
er litla plantan afkvæmi.
Við tökum fræ úr jarðarberi og setjum það í mold.
Plantan sem vex upp úr moldinni er afkvæmi þessa jarðarbers.
Ef það vaxa fleiri plöntur frá nýju plöntunni
eru þær allar afkvæmi sama gamla jarðar-bersins.
Og það jarðar-ber er líka afkvæmi
því einu sinni var það pínu-lítið á annarri plöntu.
Stuðnings-fjölskylda er þegar fjölskylda eða manneskja
tekur til sín barn eða hittir það reglulega.
Þetta er gert til að aðstoða fötluð börn og ungt fatlað fólk.
Til dæmis til að gera eitthvað skemmtilegt
eða til að foreldrar sem eiga fötluð börn geti hvílt sig.