Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Kyngervi

Í lífinu heyrum við oft að sumt er konu-legt og annað karla-legt.
Þessi skilaboð eru ekki um líkamlegt kyn eða líf-fræði.
Skilaboðin eru það sem samfélagið segir að passi við konur,
og það sem passi við karla.

Til dæmis að sum störf séu bara fyrir konur
og önnur störf séu bara fyrir karla.
Það eru líka áhugamál og föt
sem við heyrum að séu bara fyrir annað kynið
og ekki fyrir hitt.
Til dæmis bara fyrir konur og ekki fyrir karla.

Við getum heyrt svona frá fólki
eða lesið þessi skilaboð á vefsíðu.
Þessi skilaboð geta líka verið í bíómyndum
og í tölvuleikjum.

Þá getur konum og körlum liðið eins og
þau megi bara gera suma hluti
og megi ekki gera aðra hluti.

Við köllum þetta kyn-gervi.
Kyngervi er það sem konur og karlar gera
af því að þau heyra að þannig geri konur
og þannig geri karlar.

Lesa meira
Valdeflandi

Vald-efling þýðir að gefa meiri völd.

Vald-efling þýðir að færa valdið til fólks sem hefur lítil völd.
Vald-efling styrkir fólk.

Það er oft talað um vald-eflingu fatlaðs fólks.
Þá fær fatlað fólk til dæmis að stjórna meira í eigin lífi.

Lesa meira
Virðing

Að bera virðingu fyrir öðrum þýðir að við erum kurteis við manneskjuna.
Við tölum fallega við fólk sem við berum virðingu fyrir.

Ef við ruglumst og erum ruddaleg eða dónaleg
er hægt að segja að séum ekki að bera virðingu.
Þá er líka hægt að segja að það sé virðingar-leysi.

Þegar við berum virðingu fyrir öðru fólki
tökum við því eins og þau eru.
Þó þau séu ólík okkur
og þó við séum kannski ekki sammála þeim.

Lesa meira
Herbergjasambýli

Herbergja-sambýli er þegar fatlað fólk býr ekki í eigin íbúð. 

Í herbergja-sambýli fær fatlað fólk bara herbergi til umráða.
Í herbergja-sambýli eru mörg herbergi
og margt fólk notar eldhús og aðstöðu saman.

Herbergja-sambýli eru úrelt.
Fatlað fólk á að búa í betra húsnæði.

Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi þjónustuþarfir
stendur að það eigi að bjóða fólki
sem býr núna á herbergja-sambýli
að flytja í íbúðir.

Allt fólk hefur rétt á að búa eins og það vill.

Lesa meira