Fara í efni

Yfirlýsing Þroskahjálpar um sölu á íbúð sem fatlaður maður átti

Þroskahjálp las fréttir um að sýslu-maður
hefði selt íbúð sem fatlaður maður átti.

Sýslu-maður gerði þetta því fatlaði maðurinn skuldaði pening.


Það eru reglur um þegar fólk skuldar sýslu-manni pening.

Ef fólk borgar ekki skuldina hefur sýslu-maður sérstakt leyfi
til að selja hluti sem fólk á.
Til dæmis getur sýslumaður selt íbúð sem fólkið á
og notað peninginn til að borga skuldina.


Þroskahjálp las fréttir um að fatlaði maðurinn hafi ekki borgað skuldina sína.
Þroskahjálp veit ekki hvort fatlaði maðurinn hafi ekki átt pening
eða hvort hann hafi ekki borgað á réttum tíma.

Þroskahjálp vill vera viss um að fatlaði maðurinn
hafi haft allar réttar upplýsingar
og fengið góða aðstoð.

Það er mjög erfitt fyrir fólk
þegar íbúðin þeirra er seld til að borga skuld.

Það er mjög mikilvægt að fatlað fólk fái réttar upplýsingar
og góða þjónustu áður en svona alvarlegt gerist.


Þess vegna sendi Þroskahjálp bréf til sýslumanns,
réttindagæslu fatlaðs fólks og ráðuneytis.

 

  • Þroskahjálp spurði í bréfinu hvort fatlaði maðurinn
    hafi fengið þjónustu, stuðning og aðstoð.
     
  • Þroskahjálp spurði af hverju íbúð fatlaða mannsins
    var seld svona ódýrt.
    Það var hægt að selja íbúðina fyrir meiri pening.
    Af því íbúðin var seld fyrir minni pening
    fékk fatlaði maðurinn minni pening fyrir íbúðina sína.
     
  • Þroskahjálp spurði hvort fatlaði maðurinn
    hafi fengið allar upplýsingar
    sem hann þurfti að fá.
     
  • Þroskahjálp spurði hvort fólk hafi passað
    að upplýsingarnar væru góðar
    og fatlaði maðurinn skildi þær.
     
  • Þroskahjálp spurði hvort fólk hafi passað upp á
    öll réttindi fatlaða mannsins.

Þroskahjálp berst fyrir réttindum alls fatlaðs fólks.

Þess vegna finnst Þroskahjálp mjög mikilvægt
að fá góð svör við þessum spurningum.