Fara í efni

Endurskoðun örorku-lífeyris-kerfisins: frum-varp birt í samráðs-gátt

Endurskoðun örorku-lífeyris-kerfisins:
frum-varp birt í samráðs-gátt.


Félags- og vinnu-markaðs-ráðherra
vill breyta þjónustu við öryrkja
til að gera þjónustuna betri.

Ráðherra setti skjal með öllum hugmyndum sínum
á sérstaka vefsíðu sem heitir samráðsgátt stjórnvalda.

Félags- og vinnu-markaðs-ráðherra vill
að þessar nýju hugmyndir verði settar í lög á Íslandi.


Hvernig eru hugmyndir settar í lög?


Til að setja lög á Íslandi
þarf ráðherra að láta Alþingi fá skjal
sem er kallað frum-varp.

Frum-varp er skjal með tillögum
að breytingum á lögunum.

Alþingi ræður hvort frum-varp verði að lögum.

Ráðherra vill heyra hvað fólki finnst um frum-varpið
áður en Alþingi fær það.
Þess vegna er frum-varpið núna
í samráðs-gátt stjórnvalda.
Þar getur fólk lesið frum-varpið
og skrifað hvað því finnst um það.


Af hverju vill félags- og vinnu-markaðs-ráðherra
breyta örorku-lífeyris-kerfinu?


Félags- og vinnumarkaðs-ráðherra segir:

  • Öryrkjar eiga að fá betri þjónustu.
  • Fleiri öryrkjar eiga að fá tækifæri til að vinna.
  • Öryrkjar eiga að hafa það betra í lífinu.
  • Kerfið á að vera einfalt.

Sumt fólk fær bara pening frá Tryggingastofnun.
Þau eru með lítil laun fyrir aðra vinnu.
Það er sérstaklega mikilvægt
að hækka greiðslur fyrir allt þetta fólk.

Ráðherra vill að örorku-lífeyris-kerfið sé einfalt fyrir fólk.
Hann vill að þjónustu-fólk tali meira saman.

Fólk á að fá meiri stuðning
á meðan þau eru í endur-hæfingu.


Þessar breytingar á örorku-kefinu
eiga að hjálpa fólki:

  • sem hefur misst mikla heilsu
  • sem hefur misst heilsu í mjög langan tíma

Það er mikilvægt að passa
að fólki fái alla þjónustu sem þau þurfa
og að fólk gleymist ekki.


Guðmundur Ingi Guðbrandsson
er félags- og vinnu-markaðs-ráðherra.
Vinnu-staðurinn hans kallast ráðu-neyti.
Þar vinnur ráðherra og fleira fólk.

Ráðherra sagði:
Þessar hugmyndir um breytingar á örorku-kerfinu
sýna að ráðu-neytið
hugsar um örorku-kerfið á nýjan hátt.
Ráðu-neytið vill að þjónustan sé meiri.

Þessar hugmyndir eru um
að breyta kerfinu mjög mikið.
Þetta eru mestu breytingar frá byrjun.

Ráðherra sagði:
Með þessum breytingum
getur ráðuneytið hjálpað fólki betur en áður.
Ráðuneytið vill að öllu fólki gangi vel
og að fólk geti blómstrað í lífinu.

Þessar breytingar á örorku-kerfinu
þýða að fólk með allskonar getu
til vinnu og til virkni
hefur meiri tækifæri til að vinna.

Örorku-kerfið á líka að passa sérstaklega
fólkið sem á minnst
og fólkið sem hefur fá tækifæri til að vinna.
Það er mikilvægt að tryggja þessu fólki
betra líf.


Aðal breytingar á örorku-kerfinu


Stóru hugmyndirnar í frumvarpinu
eru um breytingar á:

  • lögum um almanna-tryggingar
  • lögum um félagslega aðstoð
  • lögum um vinnu-markaðs-aðgerðir


Samvinna þjónustu-kerfa
og samhæfingar-teymi


Allar þjónustur sem bjóða upp á endurhæfingu

eiga að vinna saman.

Þetta er mikilvægt þegar fólk er í endurhæfingu
á fleiri en einum stað.
Líka þegar fólk fær þjónustu í mörgum kerfum.
Þetta er sérstaklega mikilvægt
fyrir fólk með fjöl-þættan vanda.

Það á að búa til hópa sem sjá um sam-hæfingu.
Þessir hópar sjá um mál fólks
sem er með flóknar þjónustu-þarfir.
Þessir hópar eiga að koma með hugmyndir
um hvernig þjónusta getur hjálpað fólkinu.

Það á alltaf að vera skýrt hver ber ábyrgð
á að veita þjónustuna.


Þegar þjónustur vinna vel saman
er betra að sjá hvaða þjónusta hentar fólki best.
Þá er hægt að gera endurhæfingu vel
svo fólk fái rétta þjónustu á réttum tíma.

Þegar þjónustur vinna vel saman
er betra að sjá hvað er verið að gera.
Þá getur fólk fengið aðstoð
ef það þarf að fara frá einni þjónustu
í aðra þjónustu.


Sjúkra- og endur-hæfingar-greiðslur

Hugmynd er að búa til
sjúkra- og endur-hæfingar-greiðslur.

Þessar greiðslur eiga að hjálpa fólki
sem þarf að koma í endur-hæfingu.

Til dæmis fólki:

  • sem hefur misst heilsu í langan tíma
  • sem hefur misst heilsu á alvarlegan hátt

Þessar sjúkra- og endur-hæfingar-greiðslur
eiga að koma í staðinn fyrir endur-hæfingar-lífeyri.

Þessar greiðslur eiga að hjálpa fleira fólki
en gömlu greiðslurnar gerðu.


Sjúkra- og endur-hæfingar-greiðslur eru fyrir fólk sem:

  • fær meðferð
  • tekur þátt í endurhæfingu
  • bíður eftir að komast í meðferð
  • bíður eftir því að teljast fær um
    að byrja meðferð eða endur-hæfingu

Áður en manneskja fær þessar greiðslur
þarf að búa til endurhæfingar-áætlun.
Þessi áætlun á að vera skrifuð
sérstaklega fyrir hverja og eina manneskju.


Sjúkra- og endur-hæfingar-greiðslur
eiga að laga vandamál sem eru í kerfinu í dag.

Þessar greiðslur þýða
að fólk sem er í endur-hæfingu
fær greiðslur allan tímann.

Þessar greiðslur eiga að minnka áhyggjur fólks
á meðan þau eru í endur-hæfingu.
Greiðslurnar eiga að passa að fólki líði betur.
Þær eiga að auka líkur á
að fólk komist aftur í vinnu.


Samþætt sérfræði-mat

Í frum-varpinu er hugmynd um
að við hættum að nota örorku-mat.
Það er aðferð sem við notum í dag
til að sjá hvaða fólk hefur rétt á greiðslum.

Í staðinn á að nota aðra aðferð
sem heitir samþætt sérfræði-mat.

Samþætt sérfræði-mat er aðferð
sem skoðar hversu mikið manneskja getur unnið.
Þá er ekki bara skoðuð færni, fötlun og heilsa
heldur margt annað.


Þetta er gert til að:

  • fá betri hugmynd um manneskjuna
  • sjá betur hversu mikið manneskjan getur unnið

Þá er hægt að sjá hvaða tækifæri
manneskjan hefur til að fá vinnu
og hvernig vinna gæti hentað manneskjunni.


Samþætt sérfræði-mat er notað í mörgum löndum.

Þetta er flokkunar-kerfi um:

  • færni
  • fötlun
  • heilsu

Þetta nýja mat er um vald-eflingu fyrir fólk.
Það á að styðja fólk
til að nýta alla sína getu
og alla sína hæfileika.


Þetta nýja mat skoðar marga þætti
sem tengjast manneskjunni,
ekki bara heilsu og fötlun.

Aðal-atriðið er að sjá færni sem fólk hefur
og hvernig færni fólksins
passar við umhverfi og aðstæður.


Nýr örorku-lífeyrir

Í dag eru þrír flokkar fyrir greiðslur:

  • Tveir flokkar fyrir almanna-tryggingar.
  • Einn flokkur fyrir félags-lega aðstoð.

Hugmyndin er að þessir þrír flokkar
verði sameinaðir í einn flokk
sem kallast Örorku-lífeyrir.

Örorku-lífeyrir er fyrir fólk
sem hefur verið metið
með mjög litla getu
eða enga getu
til að vera virk í vinnu.

Í prósentum er sagt að þau séu með
0 til 25 prósent virkni.

Það á að breyta hvernig greiðslurnar eru reiknaðar.
Þetta á að vera einfalt og skýrt.


Hvað er almennt frítekju-mark?


Þegar fólk fær greiðslur frá ríkinu,
til dæmis örorku-greiðslur,
þarf fyrst að reikna öll laun sem fólk fær.

Til að fólk fái fulla greiðslu-upphæð
má fólk ekki vera með laun
sem eru hærri en ákveðin tala.
Þessi tala er kölluð almennt frítekju-mark.

Ef fólk er með hærri laun en þetta frítekju-mark
lækka greiðslurnar frá Trygginga-stofnun.


Á að breyta þessu almenna frítekju-marki?


Já.
Það á að breyta hversu mikinn pening
fólk má fá í laun
áður en örorku-greiðslur eru reiknaðar.

Almennt frítekju-mark verður 100.000 krónur á mánuði.
Það er hundrað-þúsund krónur.

Þessar breytingar þýða
að fólk sem fær örorku-greiðslur
fær meiri réttindi.

Þessar breytingar þýða líka
að margt fólk fær hærri greiðslur.
Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir fólkið
sem fær minnstan pening í dag.


Hluta-örorku-lífeyrir

Hugmyndin er að búa til nýjar greiðslur
sem heita hluta-örorku-lífeyrir.

Þessar greiðslur eru fyrir fólk:

  • sem hefur ekki rétt á að fá örorku-greiðslur
  • sem getur ekki unnið fulla vinnu

Í prósentum er hluta-örorku-lífeyrir
fyrir fólk sem getur unnið 26 til 50 prósent.

Fólk sem getur ekki unnið fulla vinnu
getur stundum unnið hluta-starf.
Þessar nýju greiðslur þýða
að fólk sem fær laun fyrir hluta-starf
fær líka nýju greiðslurnar.

Þannig fær fólkið hærri tekjur.

Hluta-örorku-lífeyrir styður vel
fólk sem getur ekki unnið fulla vinnu
en getur til dæmis unnið hluta-starf.
Þannig fær fólkið tækifæri
á að vera virkt í vinnu
og fá hærri tekjur.


Sérstakt frítekju-mark
fyrir fólk
sem fær hluta-örorku-lífeyri.


Hugmynd ráðherra er að hjálpa fólki
sem fær hluta-örorku-lífeyri
til að verða virk í vinnu.

Fólk sem fær hluta-örorku-lífeyri
fær sérstakt frítekju-mark vegna atvinnu-tekna.
Ráðherra vill hjálpa þessu fólki
með því að búa til nýtt frítekju-mark.

Hugmyndin er að þessi tala verði
250.000 krónur á mánuði.
Það er tvö-hundruð-og-fimmtíu þúsund krónur.

Fólk verður áfram með almennt frítekju-mark.
Það er 100.000 krónur á mánuði.
Það er hundrað-þúsund-krónur.

Fólk má bæta nýja frítekju-markinu
við almenna frítekju-markið
og leggja tölurnar saman.

Nýja frítekju-markið
plús almennt frítekju-markið
þýðir að fólk má vera með
350.000 krónur á mánuði.
Það er þrjú-hundruð-og-fimmtíu þúsund krónur.

Fólk má vera með þessa tölu á mánuði
án þess að talan lækki greiðslur frá Trygginga-stofnun.

Frítekju-mark skiptir miklu máli.
Í dag er kerfið þannig
að um leið og fólk fær greidd laun
geta greiðslur til fólksins lækkað.
Þessi nýju frítekju-mörk
gefur fólki sem fær hluta-örorku-lífeyri
ný og betri tækifæri.

Fólkið getur fengið tekjur
sem lækka ekki strax greiðslur til þeirra.
Þá getur fólk fengið hærri tekjur.
Það skiptir fólk miklu máli.


Guðmundur Ingi Guðbrandsson
félags- og vinnu-markaðs-ráðherra segir:

Fólk sem hefur fengið örorku-mat
er oft hrætt við að sækja um vinnu
af því að fólk er hrætt við
að launin þeirra munu lækka greiðslur.

Upplýsingar um hvernig laun geta lækkað greiðslur
eru flóknar og ekki nógu góðar.
Það er erfitt fyrir fólk að skilja hvernig allt virkar.

Nýja hugmyndin er að laga þetta kerfi
og gera það einfaldara
svo fólk skilji betur hvernig kerfið virkar
og svo fólk sé ekki hrætt við að sækja um vinnu.

Hugmyndin er að laun hafi minni áhrif á greiðslur.

Kerfið á að:

  • hvetja fólk til að vinna
  • styðja fólk til að fá vinnu

Virkni-styrkur


Hugmynd er að búa til sérstakan virkni-styrk.
Virkni-styrkur á sérstaklega að hjálpa fólki
sem hefur fá tækifæri til að vinna.

Virkni-styrkur á að hjálpa fólki
sem hefur rétt á hluta-örorku-lífeyri
á meðan þau leita að vinnu.
Þessi styrkur er mikilvægur
og hvetur fólk til að vera virkt í vinnu.

Fólk getur fengið virkni-styrk
í allt að tvö ár:

  • á meðan fólkið er að leita að vinnu
  • ef fólk fær aðstoð frá Vinnumála-stofnun
    við að leita að vinnu

Þegar fólk fær vinnu hættir styrkurinn.

Ef fólk er ekki búið að fá vinnu
eftir að hafa leitað í tvö ár
getur fólk óskað eftir nýju samþættu sérfræði-mati.

Virkni-styrkur á að aðstoða fólk
sem hefur rétt á hluta-örorku-lífeyri
svo þau fái tækifæri á að vera virk í vinnu.

Ef það gengur ekki vel að finna hluta-starf
á þessi virkni-styrkur að hjálpa fólkinu.
Þetta á að gera einfaldara fyrir fólk
að prófa að fara að vinna.


Það er búið að taka fyrstu skrefin
að þessum breytingum


Á Íslandi kjósum við í Alþingis-kosningum.
Þá erum við að kjósa stjórnmála-flokka.

Eftir kosningarnar ákveða sumir þessara stjórnmála-flokka
að vinna saman á Alþingi.
Þá búa þeir til hóp sem er kallaður ríkis-stjórn.

Áður en ríkis-stjórnin byrjar að vinna
gera þau samning um hvað þau ætla að gera.

Þessi samningur er kallaður stjórnar-sáttmáli.

Í stjórnar-sáttmálanum í dag
stendur að það eigi að skoða upp á nýtt
mál fólks sem fær örorku-lífeyri.

Þetta er gert til að bæta líf og lífs-gæði
fólks sem getur ekki unnið fulla vinnu.

Í stjórnar-sáttmálnum stendur
að það eigi að gera örorku-lífeyris-kerfið einfaldara.
Það á að láta laun hafa minni áhrif á greiðslur
svo laun lækki ekki greiðslurnar frá ríkinu.

Það á að vera góður árangur
af örorku-lífeyris-kerfinu.
Fólk á að skilja hvernig kerfið virkar
og hvernig þjónustan virkar.
Þjónustan í kerfinu á að taka mið til alls fólks
og allra þarfa fólks.


Nú er búið að samþykkja tvö frum-vörp á Alþingi.
Í frum-vörpunum voru hugmyndir
sem eru nú komnar í lög.

  • Árið 2023 var frítekju-mark
    hækkað næstum tvöfalt.
    Þetta frítekju-mark er fyrir fólk
    sem fær greiðslur fyrir örorku og endur-hæfingu.

  • Árið 2023 var leyft að manneskja
    fái endur-hæfingar-lífeyri í allt að fimm ár.

Í frum-varpinu sem við tölum um hér
eru næstu skref sem við getum tekið
til að skoða örorku-lífeyris-kerfið.

Fólk getur sent inn umsögn um þessi skref
til 29. febrúar.

Með þessu frum-varpi er líka verið að gera
allskonar breytingar á vinnu-markaði.

Til dæmis er búið að auka stuðning
við ungt fólk í viðkvæmri stöðu
til að reyna að tryggja
að þau hætti ekki að vera virk í vinnu.


Þessar hugmyndir að frum-varpi
voru unnar í félags- og vinnu-markaðs-ráðuneytinu.
Hugmyndirnar eru útkoman
af samstarfi ráðuneytisins við marga aðila.