Fara í efni

Það eru ekki lengur COVID reglur.

Nú eru ekki lengur COVID reglur. Þetta var ákveðið 25. febrúar 2022.

Fyrst segjum við hvað þetta þýðir.
Svo segjum við frá sér-stökum reglum sem eru á spítalanum.


  • Nú þurfum við ekki að nota grímu.
    En við megum nota grímu. Við ráðum því sjálf.

  • Nú megum við hafa stutt bil á milli okkar.
    En við megum líka hafa langt bil á milli okkar. Við ráðum því sjálf.

  • Nú má vera mjög margt fólk á sama stað.

Við megum til dæmis fara:

  • í skóla og í vinnu
  • á námskeið og að sinna áhuga-málum okkar
  • í sund og líkamsrækt

  • á öll kaffihús og veitingastaði
  • í bíó og leikhús
  • á alla íþróttaleiki og sýningar

  • í búðir, fyrirtæki og stofnanir
  • til læknis og sjúkra-þjálfara

Við þurfum ekki grímu til að gera þessa hluti.
En við megum nota grímu ef við viljum.
Við ráðum því sjálf.


Við höldum áfram að fara varlega.

Við erum heima ef við erum mikið lasin.
Þó við séum ekki með COVID þurfum við að leyfa líkamanum að jafna sig.

Við förum ekki lasin í vinnu, í skóla eða í búð.
Og við hittum ekki annað fólk ef við erum lasin.
Við viljum ekki smita aðra.

Við þrífum og sótt-hreinsum það sem við snertum oft.
Til dæmis hurðar-húna og handrið.
Ef við hóstum eða hnerrum notum við pappír eða olnbogann okkar.

Við þvoum hendurnar vel og vandlega.
Við notum hand-spritt.


Landspítali er með sínar eigin reglur. Þær gilda bara á spítalanum.

Spítalinn setur þessar reglur til að vernda veikt fólk og vernda fólk sem vinnur á spítalanum.

  • Á spítalanum þarf allt fólk að nota grímu.
  • Á spítalanum þarf allt fólk að hafa 1 metra bil á milli sín.
    1 metri er jafn langt og ein kind.

  • Það þarf sérstakt leyfi frá spítalanum til að mega heimsækja sjúkling.
  • Það þarf sérstakt leyfi frá spítalanum til að mega fylgja sjúkling á spítalann.

Ef við erum ekki með leyfi þá megum við ekki koma í heimsókn
og ekki fylgja neinum á spítalann.

Þessar reglur á spítalanum gilda frá 25. febrúar 2022.