Fara í efni

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála skrifar um alvarlegt mál sem gerðist í Reykjadal

Það þarf að fylgjast með að öll þjónusta fyrir fatlað fólk
sé góð, traust og örugg.
Það þarf að fylgjast með að þjónustan
sé eins og stendur í reglum og lögum.

Þau sem fylgjast með þessu heita
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.


Nú var þessi stofnun að skrifa um það sem gerðist
í sumar-búðum í Reykjadal.

Fötluð stúlka sem var í þessum sumarbúðum í Reykjadal
varð fyrir ofbeldi.
Þetta er hræðilegt fyrir stúlkuna.

Stofnunin vildi vita hvað fólkið sem stjórnar í Reykjadal gerði
þegar þau heyrðu af þessu ofbeldi.

  • Sumar-búðirnar eru þjónusta fyrir fötluð börn.

  • Þessi þjónusta á að vera traust og örugg.

  • Þegar eitthvað kemur fyrir börnin
    þarf fólkið sem stjórnar í Reykjadal
    að gera réttu hlutina.

Til að gera réttu hlutina
þarf fólkið sem stjórnar í Reykjadal
að undirbúa sig.

Til dæmis þurfa þau reglur og skipulag
um hvað þau ætli að gera
ef börnin verða fyrir ofbeldi.


Stofnunin skoðaði sumar-búðirnar í Reykjadal
og skrifaði um það sem hún sá.

Stofnunin skrifaði að fólkið sem stjórnar í Reykjadal
var ekki undirbúið.
Þegar fatlaða stúlkan varð fyrir ofbeldi
þá gerði fólkið í Reykjadal ekki rétt.
Fólkið sem stjórnar í Reykjadal
var ekki með nógu góðar reglur eða skipulag.

Stofnunin skrifaði að þetta væri mjög alvarlegt.

Þroskahjálp er sammála.
Þetta er mjög alvarlegt.

Þroskahjálp vinnur fyrir allt fatlað fólk
og sérstaklega fyrir fötluð börn
og fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir.

Það er hræðilegt þegar þjónusta fyrir fatlað fólk
er ekki góð, og ekki traust og ekki örugg.

Það er mjög mikilvægt að í allri þjónustu fyrir fatlað fólk
séu reglur ef eitthvað kemur fyrir.
Starfs-fólk á að vera undirbúið
og þekkja reglurnar.

Fatlað fólk á að geta treyst þessu.
Fatlað fólk á að vera öruggt.


Í mörg ár hafa sumarbúðirnar í Reykjadal verið mikilvægar
fyrir fötluð börn og ungmenni.

Þess vegna finnst Þroskahjálp gott
að nú hefur fólkið sem stjórnar Reykjadal
skrifað nýjar reglur og undirbúið starfs-fólkið sitt.

Fólkið sem stjórnar Reykjadal
vill gera rétt ef eitthvað kemur fyrir börnin.

Þroskahjálp vonar að nýjar reglur
og góður undirbúningur hjá starfsfólki
þýði að fötluð börn geti fengið góða þjónustu
í sumarbúðum í Reykjadal.


Stofnunin sem skrifaði um Reykjadal
ætlar líka að skoða allar aðrar sumarbúðir fyrir börn.

Stofnunin ætlar að skoða hvort þessar sumarbúðir
hafi rétt leyfi.
Og hvort þessar sumarbúðir séu með reglur
og hvort starfs-fólk sé undirbúið
þegar eitthvað alvarlegt kemur fyrir.

Þroskahjálp finnst þetta frábært.
Það er mjög mikilvægt að fylgjast vel
með öllum stöðum þar sem börn fá þjónustu.

Það þarf að fylgjast sérstaklega vel með
að fötluð börn geti tekið þátt
og verið með alveg eins og öll önnur börn.

Það eru mikilvæg réttindi allra fatlaðra barna.