-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Þegar við spilum fótbolta
getum við líka sagt að við spilum knattspyrnu.

Knöttur þýðir bolti.
Spyrna þýðir að sparka.
Orðið knattspyrna þýðir því boltaspark.
Lög-festing er þegar búin eru til lög um hluti.
Alþingi setur lög.
Lög eru reglurnar sem eru í landinu og allt fólk verður að fylgja.
Til dæmis er búið að lög-festa
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Það þýðir að Alþingi hefur ákveðið
að það sem stendur í Barnasáttmálanum eigi að vera lög á Íslandi,
alveg eins og önnur lög sem Alþingi hefur sett.
Fólk sem berst fyrir réttindum fatlaðs fólks
vill láta lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks.
Kyn-vitund er hvernig fólk upplifir kyn sitt.
Kyn-vitund snýst ekki um hvernig kynfæri við erum með
eða hvernig við lítum út.
Kyn-vitund snýst um hvernig okkur líður sjálfum.
Við höfum öll kynvitund því við upplifum öll kyn okkar á einhvern hátt:
- stelpa
- strákur
- kynsegin
- eða eitthvað þar á milli
Kynvitund er orð sem við notum oft
þegar við tölum um hinsegin fólk.
Notenda-stýrð persónuleg aðstoð
er þjónusta sem hjálpar fólki að eiga sjálfstætt líf.
Þú stjórnar þjónustunni.
Þjónustan leyfir þér að ráða hvar þú býrð
og með hverjum þú býrð.
Þú stjórnar líka hver aðstoðar þig
og við hvað þú færð aðstoð.