-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Intersex einstaklingar fæðast með líkams-einkenni sem eru ekki bara eins og hjá körlum eða konu.
Sumir eru sambland af karli og konu.
Sumir eru hvorki karlar né konu.
Oft sést það um leið og barnið fæðist, en stundum þegar barnið verður kynþroska.
Intersex fólk er hinsegin fólk.
Heimasíða Intersex á Íslandi.
Trúarbrögð er þegar fólk trúir á guði, verur eða dýrlinga.
Trúarbrögð eru oft með alls kyns reglur
um hvað fólk má segja og hvað fólk má gera.
Líka hvað fólk má borða eða hvað er bannað að borða.
Sum trúarbrögð eru skipulögð,
eins og íslenska þjóðkirkjan eða kaþólska kirkjan.
Sum trúarbrögð eru ó-formleg og ekki skipulögð,
til dæmis trú frumbyggja.
Í sumum trúar-brögðum trúir fólk á einn guð.
Í öðrum trúar-brögðum trúir fólk á marga guði.
Þegar fólk trúir ekki á neina guði eða verur
er stundum sagt að þetta fólk sé trú-laust.
Fólk sem er gagnkynhneigt
er hrifið af fólki af öðru kyni en það er sjálft.
Gagnkynhneigðir karlar eru hrifnir af konum.
Gagnkynhneigðar konur eru hrifnar af körlum.
Lög-heimili er staðurinn þar sem þú hefur fasta búsetu,
sem þýðir hvar þú býrð.
Lög-heimili er staðurinn þar sem þú ert með heimilið þitt,
þar sem þú sefur og sinnir tómstundum.
Lög-heimili er ekki þar sem þú ert í stuttan tíma
til dæmis ef þú ert í námi, eða í fríi,
eða þegar þú ert annars staðar
vegna veikinda eða af öðrum ástæðum.