-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Persónulegur talsmaður
Ef þú átt erfitt með að segja hvað þú vilt
og hvað þér finnst
getur þú fengið persónulegan talsmann.
Persónulegur talsmaður þekkir þig
og skilur hvað þú þarft og hvað þú vilt.
Þú hefur áhrif á allar ákvarðanir
og ræður hvort þú samþykkir eða ekki.
Persónulegur talsmaður þinn á að gera allt í samráði við þig.
Kynvitund
Kyn-vitund er hvernig fólk upplifir kyn sitt.
Kyn-vitund snýst ekki um hvernig kynfæri við erum með
eða hvernig við lítum út.
Kyn-vitund snýst um hvernig okkur líður sjálfum.
Við höfum öll kynvitund því við upplifum öll kyn okkar á einhvern hátt:
- stelpa
- strákur
- kynsegin
- eða eitthvað þar á milli
Kynvitund er orð sem við notum oft
þegar við tölum um hinsegin fólk.
Sumardvöl
Staður þar sem þú ferð um sumar þér til ánægju,
til að gera eitthvað skemmtilegt eða breyta til.
Sumardvöl er til dæmis sumarbúðir.