-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Stuðnings-fjölskylda er þegar fjölskylda eða manneskja
tekur til sín barn eða hittir það reglulega.
Þetta er gert til að aðstoða fötluð börn og ungt fatlað fólk.
Til dæmis til að gera eitthvað skemmtilegt
eða til að foreldrar sem eiga fötluð börn geti hvílt sig.
Veður er það hvernig breytingar verða í loft-hjúpi á jörðinni.

Lofthjúpur er það sem er allt í kringum jörðina.
Lofthjúpurinn er ástæðan fyrir að við getum búið á jörðinni.
Lofthjúpurinn passar okkur frá geislum sem koma frá sólinni og geimnum.
Lofthjúpurinn lætur vera jafnt hitastig á jörðinni.
Ef það væri enginn lofthjúpur gætum við ekki lifað á jörðinni.
Veður er allt sem gerist inni í þessum lofthjúpi.
Veður eru hlutir eins og vindur, eldingar, rigning, snjór, og haglél.
Veður er líka hiti og kuldi.
Við vitum hvernig veðrið er eftir árstíðum í heiminum.
Árstíðirnar eru vetur, vor, sumar og haust.
Veður hefur áhrif á það hvernig okkur líður.
Veður hefur áhrif á það í hvaða föt við förum.
Veður hefur líka áhrif á hvaða mat við borðum, því það er hægt að borða ólíkan mat eftir árstíðum.
Vísindamenn geta skoðað kort og séð hvernig veðrið verður næstu daga og vikur.
Þessir vísindamenn heita veður-fræðingar.
Hreyfi-hömlun er orð sem er notað um fatlað fólk
sem á erfitt með að komast um
nema þau noti hjálpartæki.
Hjálpartækin eru til dæmis
hjólastóll eða göngugrind.
Hömlun þýðir það sama og hindrun,
eða að það sé erfitt að gera eitthvað.