Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Herbergjasambýli

Herbergja-sambýli er þegar fatlað fólk býr ekki í eigin íbúð. 

Í herbergja-sambýli fær fatlað fólk bara herbergi til umráða.
Í herbergja-sambýli eru mörg herbergi
og margt fólk notar eldhús og aðstöðu saman.

Herbergja-sambýli eru úrelt.
Fatlað fólk á að búa í betra húsnæði.

Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi þjónustuþarfir
stendur að það eigi að bjóða fólki
sem býr núna á herbergja-sambýli
að flytja í íbúðir.

Allt fólk hefur rétt á að búa eins og það vill.

Lesa meira
Innflytjandi

Manneskja sem býr í nýju landi.

Lesa meira
Samfélagsmiðlar

Samfélags-miðlar eru vefsíður eða símaforrit
þar sem þú getur deilt þínu efni og talað við annað fólk.
Líka lesið það sem annað fólk skrifar
og horft á myndbönd og tónlist frá þeim.

Samfélags-miðlar eru til dæmis:

  • Facebook
  • Instagram
  • Snapchat
  • Twitter
  • TikTok

Þar getur þú sett inn myndirnar þínar eða hugleiðingar.

Lesa meira
Vinningur

Vinningur er eins og verðlaun sem við fáum
fyrir að taka þátt í leik.

Við getum til dæmis fengið vinning
þegar við kaupum happdrættis-miða.
Þá eigum við sérstakt númer á happdrættis-miðanum
og ef okkar númer er dregið
þá fáum við vinning.

Vinningar geta verið alls konar.
Vinningar geta verið bækur og föt.
Líka matur á veitingastað eða miði á skemmtilega bíómynd.

Lesa meira