-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Manneskja sem er hrifin af fólki sem er af sama kyni og hún sjálf.
Hommi er karlmaður sem er hrifinn af karlmönnum.
Lesbía er kona sem er hrifin af konum.
Samkynhneigt fólk er hinsegin fólk.
Kyn-leiðrétting er ferli sem sumt trans fólk fer í gegnum
til að leiðrétta kyn sitt.
Sem dæmi þá upplifir manneskja sig eins og karlmann
en þegar hann fæddist héldu allir að það væri stelpa.
Þá vill fólk oft laga líkama sinn
svo líkaminn passi betur við það hvernig fólkinu líður.
Kyn-leiðrétting getur til dæmis verið
að fólk taki lyf til að breyta röddinni, hárinu og svoleiðis.
Sumt fólk fer í skurðaðgerð til að laga líkama sinn.
Til dæmis að breyta píkunni í typpi, eða taka brjóstin af.
Það er ekki nauðsynlegt að fara í aðgerðir til að vera trans.
Trans fólk er hinsegin fólk.
Ofbeldi er þegar einhver meiðir okkur eða lætur okkur líða illa.
Allt ofbeldi er bannað.
Það má ekki meiða annað fólk og enginn má meiða okkur.
Líkamlegt ofbeldi er þegar einhver meiðir líkamann okkar.
Kynferðislegt ofbeldi er þegar einhver neyðir okkur
til að gera eitthvað kynferðislegt.
Til dæmis kyssir okkur eða snertir án þess að hafa leyfi frá okkur.
Andlegt ofbeldi er þegar einhver lætur okkur líða illa,
lætur okkur vera hrædd eða lætur okkur skammast okkar.
Ef þú heldur að þú verðir fyrir ofbeldi
skaltu tala við einhvern sem þú treystir.
Það eru til samtök sem hjálpa þeim sem verða fyrir ofbeldi.
Til dæmis Stígamót, Bjarkarhlíð og Kvenna-athvarfið.
Ef við erum hrædd eða í hættu skulum við hringja í neyðarlínuna í síma 112.
Mann-réttindi eru réttindi alls fólks í heiminum.
Þetta eru réttindi sem þú átt að hafa alltaf og alls staðar.
Sama hver þú ert og sama hvernig þú ert.
- Sama þó þú þurfir aðstoð
- Sama þó þú getir ekki lesið eða skrifað
- Sama þó þú hafir annan húðlit
Þú átt sömu réttindi og allt annað fólk.
- Sama þó þú elskir manneskju af sama kyni
- Sama þú þú sért fötluð
- Sama þó þú talir annað tungumál en íslensku