-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
MND er sjúkdómur sem hefur áhrif á vöðvana í líkamanum okkar.
Í líkamanum okkar sér heilinn um
að senda skilaboð til vöðvanna.
Heilinn sendir skilaboðin í gegnum taugar
sem eru inni í líkamanum okkar.
MND sjúkdómurinn ruglar þessi skilaboð.
Þegar heilinn getur ekki sent réttu skilaboðin til vöðvanna
þá hættir fólk að geta notað vöðvana sína rétt.
Sjúkdómurinn ruglar skilaboðin svo mikið
að fólk með MND verður máttlaust í öllum líkamanum.
Afhverju er MND alvarlegur sjúkdómur?
Það er ekki til lækning við MND.
Fólk með MND sjúkdóminn er fyrst lítið veikt.
En það verður meira og meira veikt.
Fólk með MND sjúkdóminn verður svo veikt að það deyr.
MND teymið
Á Landspítalanum vinnur hópur af fólki
við að hjálpa þeim sem eru með MND sjúkdóminn.
Þessi hópur er kallaður MND teymið.
Hvað gerir MND teymið?
Þau styðja fólk með MND sjúkdóminn og fjölskyldur þeirra.
Þau skipuleggja þjónustu og læknis-aðstoð sem fólk þarf.
Þau gefa góð ráð um svefn, hreyfingu, mat og fleira.
Þau þekkja MND sjúkdóminn og vita hvernig á að hugsa um
fólk sem fær þennan sjúkdóm.
Þau vita mikið um líkamann, til dæmis um vöðva og taugar.
Þau vita að MND sjúkdómurinn er alvarlegur og breytir lífi fólks mikið.
MND teymið vill að fólk með MND sjúkdóminn eigi betra líf.
Þau hjálpa fólki og fjölskyldum þeirra.
Smelltu hér til að skoða heimasíðu MND samtakanna.
Þessi texti var gerður fyrir MND samtökin í júní 2022.
Þegar það eru kosningar á Íslandi
er listi sem sýnir hvaða fólk má kjósa
og hvar þetta fólk fer að kjósa.
Þessi listi er kallaður kjör-skrá.
Þú ert á kjör-skrá þar sem þú átt lög-heimili 5 vikum fyrir kjör-dag.
Til dæmis:
Ef þú átt heima í Hafnarfirði ferð þú að kjósa í Suðvestur-kjördæmi.
Þú getur fundið upplýsingar á netinu
til að sjá hvar þú ert á kjör-skrá.
Barna- og fjölskyldustofa er stofnun hjá ríkinu.
Þau hugsa um velferð barna og það sem er best fyrir börn.
Þau vinna eftir barnaverndar-lögum sem Alþingi setur.
Stundum á fólk í erfiðleikum með að hugsa um börnin sín.
Þá fær fólkið leiðbeiningar og hjálp frá barnavernd.
Stundum þurfa börn að fara af heimili sínu og búa hjá fóstur-fjölskyldu.
Stundum er það í stuttan tíma á meðan foreldarnir fá hjálp og reyna að bæta sig.
Stundum eru börn í langan tíma hjá fóstur-fjölskyldu.
Í öllum bæjum og borgum er barnaverndar-nefnd.
Allt fólk þarf að láta vita ef þau halda að barn sé ekki öruggt
eða einhver sé vondur við barnið.
Smelltu hér til að skoða heimasíðu Barna- og fjölskyldustofu
Sameinuðu þjóðirnar eru samtök
þar sem þjóðir í heiminum hittast til að ræða saman
og komast að samkomulagi um mikilvæg mál sem varða okkur öll.
Næstum öll lönd í heiminum eru í þessum samtökum.
Öll lönd í samtökunum hafa eitt atkvæði.
Það þýðir að öll lönd mega kjósa um það
sem samtökin vilja ákveða saman.
Lönd mega kjósa hvort sem löndin eru lítil eða stór,
fátæk eða rík.
Sameinuðu þjóðirnar vilja frið og öryggi á milli landa.
Þau vilja að vandamál séu leyst í sameiningu.
Þau vilja líka frelsi og jafnrétti fyrir alla.
Sameinuðu þjóðirnar gerðu samning um réttindi fatlaðs fólks.