Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Brjóta á

Að brjóta á manneskju þýðir að vera vond við manneskjuna.

Til dæmis með því að brjóta reglur í samskiptum við manneskjuna
eða bregðast trausti hennar.

Sjá þessa orðskýringu: ofbeldi.

Lesa meira
Kynleiðrétting

Kyn-leiðrétting er ferli sem sumt trans fólk fer í gegnum
til að leiðrétta kyn sitt.

Sem dæmi þá upplifir manneskja sig eins og karlmann
en þegar hann fæddist héldu allir að það væri stelpa.

Þá vill fólk oft laga líkama sinn
svo líkaminn passi betur við það hvernig fólkinu líður.

Kyn-leiðrétting getur til dæmis verið
að fólk taki lyf til að breyta röddinni, hárinu og svoleiðis.
Sumt fólk fer í skurðaðgerð til að laga líkama sinn.
Til dæmis að breyta píkunni í typpi, eða taka brjóstin af.

Það er ekki nauðsynlegt að fara í aðgerðir til að vera trans.

Trans fólk er hinsegin fólk.

Lesa meira
Leyfi

Leyfi er þegar við megum gera eitthvað
því annað fólk sagði það
eða því það stendur á blaði
að við megum gera það.

Til dæmis þurfum við leyfi
til að keyra bíl.
Það heitir öku-leyfi.

Og við þurfum leyfi
til að selja mat á veitinga-húsi.
Það heitir veitinga-leyfi.


Leyfi er líka notað fyrir frí úr vinnu eða skóla.
Til dæmis sumar-leyfi úr vinnunni
eða vetrar-leyfi úr skólanum.


Leyfi er líka notað þegar fólk getur ekki komið í vinnuna
vegna þess að þau eru veik
eða að jafna sig eftir veikindi eða sjúkdóm.
Líka þegar fólk er á spítala.

Það er kallað veikinda-leyfi.

Lesa meira
Kyngervi

Í lífinu heyrum við oft að sumt er konu-legt og annað karla-legt.
Þessi skilaboð eru ekki um líkamlegt kyn eða líf-fræði.
Skilaboðin eru það sem samfélagið segir að passi við konur,
og það sem passi við karla.

Til dæmis að sum störf séu bara fyrir konur
og önnur störf séu bara fyrir karla.
Það eru líka áhugamál og föt
sem við heyrum að séu bara fyrir annað kynið
og ekki fyrir hitt.
Til dæmis bara fyrir konur og ekki fyrir karla.

Við getum heyrt svona frá fólki
eða lesið þessi skilaboð á vefsíðu.
Þessi skilaboð geta líka verið í bíómyndum
og í tölvuleikjum.

Þá getur konum og körlum liðið eins og
þau megi bara gera suma hluti
og megi ekki gera aðra hluti.

Við köllum þetta kyn-gervi.
Kyngervi er það sem konur og karlar gera
af því að þau heyra að þannig geri konur
og þannig geri karlar.

Lesa meira