-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Kyn-leiðrétting er ferli sem sumt trans fólk fer í gegnum
til að leiðrétta kyn sitt.
Sem dæmi þá upplifir manneskja sig eins og karlmann
en þegar hann fæddist héldu allir að það væri stelpa.
Þá vill fólk oft laga líkama sinn
svo líkaminn passi betur við það hvernig fólkinu líður.
Kyn-leiðrétting getur til dæmis verið
að fólk taki lyf til að breyta röddinni, hárinu og svoleiðis.
Sumt fólk fer í skurðaðgerð til að laga líkama sinn.
Til dæmis að breyta píkunni í typpi, eða taka brjóstin af.
Það er ekki nauðsynlegt að fara í aðgerðir til að vera trans.
Trans fólk er hinsegin fólk.
Höfuðborgar-svæðið er orð sem við notum
þegar við tölum um Reykjavík
og alla bæina sem eru í kringum Reykjavík.
Höfuðborgarsvæðið er:
- Reykjavík
- Kópavogur
- Hafnarfjörður
- Garðabær
- Mosfellsbær
- Seltjarnarnes
- Kjós
Að bera virðingu fyrir öðrum þýðir að við erum kurteis við manneskjuna.
Við tölum fallega við fólk sem við berum virðingu fyrir.
Ef við ruglumst og erum ruddaleg eða dónaleg
er hægt að segja að séum ekki að bera virðingu.
Þá er líka hægt að segja að það sé virðingar-leysi.
Þegar við berum virðingu fyrir öðru fólki
tökum við því eins og þau eru.
Þó þau séu ólík okkur
og þó við séum kannski ekki sammála þeim.
Aðgengi getur þýtt möguleiki okkar til að komast á einhvern stað.
Eða að við getum ferðast um án vandræða.
Aðgengi getur líka þýtt hvort við skiljum texta eða gögn.
Aðgengi er til dæmis:
- lyftur og rampar fyrir fólk sem á erfitt með að labba eða notar hjólastól
- punkta-letur fyrir blinda og sjónskerta
- upplýsingar á auðlesnu máli
- táknmálstúlkun
- að geta hlustað á upptöku af fyrirlestri eða kennslustund