Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Einkastaðir

Einka-staðir okkar eru á líkamanum.
Einka-staðir eru rass, typpi, píka, brjóst.
Til dæmis ná sund-fötin okkar yfir einka-staðina.

Við eigum okkar líkama sjálf.
Við eigum einka-staðina og við eigum allt hitt á líkama okkar.
Við eigum hárið, axlir, hné, tær, nef, bak, munninn, tennurnar, tunguna.
Við eigum alla húðina, andlitið, hendur og fætur.
Við eigum líkamann okkar.

Við ráðum hvort einhver snerti okkur.
Við ráðum hvar einhver snertir okkur.
Við ráðum hvort einhver megi byrja að snerta okkur
og við ráðum hvenær einhver á að hætta því.

Allt fólk ræður því sjálft hvort einhver snerti það.
Það þýðir að við megum ekki snerta annað fólk nema það leyfi okkur það fyrst.

Lesa meira
Þjóðaratkvæðagreiðsla

Þjóðar-atkvæða-greiðsla er þegar fólk í landinu
fær að kjósa um eitthvað málefni.

Atkvæða-greiðsla er eins og aðrar kosningar.
Þá má allt fólk sem er með kosninga-rétt
fara á kjör-stað og og skila inn sínu atkvæði.

Fólk ræður alltaf sjálft hvað það kýs.

Oftast kjósum við um stjórnmála-flokka eða forseta-frambjóðendur.
Þjóðar-atkvæða-greiðslur eru þegar þjóðin þarf saman
að ákveða eitthvað mikilvægt.

Lesa meira
Kynleiðrétting

Kyn-leiðrétting er ferli sem sumt trans fólk fer í gegnum
til að leiðrétta kyn sitt.

Sem dæmi þá upplifir manneskja sig eins og karlmann
en þegar hann fæddist héldu allir að það væri stelpa.

Þá vill fólk oft laga líkama sinn
svo líkaminn passi betur við það hvernig fólkinu líður.

Kyn-leiðrétting getur til dæmis verið
að fólk taki lyf til að breyta röddinni, hárinu og svoleiðis.
Sumt fólk fer í skurðaðgerð til að laga líkama sinn.
Til dæmis að breyta píkunni í typpi, eða taka brjóstin af.

Það er ekki nauðsynlegt að fara í aðgerðir til að vera trans.

Trans fólk er hinsegin fólk.

Lesa meira
Vinningur

Vinningur er eins og verðlaun sem við fáum
fyrir að taka þátt í leik.

Við getum til dæmis fengið vinning
þegar við kaupum happdrættis-miða.
Þá eigum við sérstakt númer á happdrættis-miðanum
og ef okkar númer er dregið
þá fáum við vinning.

Vinningar geta verið alls konar.
Vinningar geta verið bækur og föt.
Líka matur á veitingastað eða miði á skemmtilega bíómynd.

Lesa meira