Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Lögheimili

Lög-heimili er staðurinn þar sem þú hefur fasta búsetu,
sem þýðir hvar þú býrð.

Lög-heimili er staðurinn þar sem þú ert með heimilið þitt,
þar sem þú sefur og sinnir tómstundum.

Lög-heimili er ekki þar sem þú ert í stuttan tíma
til dæmis ef þú ert í námi, eða í fríi,
eða þegar þú ert annars staðar
vegna veikinda eða af öðrum ástæðum.

Lesa meira
Örugg / öruggur / öruggt

Sem er hægt að treysta, er traust og er til staðar fyrir okkur.

Að vera örugg getur líka þýtt að við erum ekki hrædd og okkur líður vel.

Lesa meira
Þroskahjálp

Þroskahjálp kallast fullu nafni Landssamtökin Þroskahjálp.
Þroskahjálp er félaga-samtök.
Félaga-samtök er hópur af fólki sem vill vinna saman
og berjast fyrir málum sem þau trúa á.

Til dæmis berjast félaga-samtök fyrir:

  • réttindum barna
  • náttúruna
  • hinsegin fólk
  • og allskyns annað

Þroskahjálp berst fyrir fatlað fólk.

Merki Þroskahjálpar

Þetta er merki Þroskahjálpar

 

Þroskahjálp vill að fatlað fólk njóti mann-réttinda eins og annað fólk.
Þroskahjálp vill að fatlað fólk geti farið í skóla.
Og að fatlað fólk geti fengið vinnu, stofnað fjölskyldu og svo framvegis.
Þroskahjálp vill að fatlað fólk njóti virðingar eins og annað fólk.

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er mikilvægur.
Þessi samningur hjálpar Þroskahjálp að berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks.

Lesa meira
Markmið

Markmið er það sem þú hefur ákveðið að þú viljir. Markmið er líka ástæða og tilgangur þess sem við erum að gera.

Þegar við setjum okkur markmið erum við að hugsa um af hverju við erum að gera þetta. Stundum er markmið að gera verkefni skemmtilegt. Stundum er markmið að læra eitthvað nýtt.

Til dæmis klárar þú verkefni og lærðir það sem þú vildir. Þá er sagt að þú hafir náð markmiðinu.

Markmið getur verið að læra nýtt tungumál, að gera 10 armbeygjur, útskrifast úr menntaskóla eða hitta vini sína oftar. 

Lesa meira