-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Þörf er eitthvað sem er okkur nauðsynlegt.
Dæmi: „Allt fólk hefur þörf fyrir vatn og mat.“
Tvíkynhneigð manneskja er hrifin af fólki af mörgum kynjum.
Þá er manneskjan ekki bara hrifin af körlum eða konum
heldur bæði.
Það þýðir ekki að manneskjan sé hrifin af öllu fólki,
en manneskjan er bæði hrifin af konum og körlum.
Fólk sem er tvíkynhneigt er hinsegin fólk.
Þegar þú hefur heyrt um eitthvað eða skilur það, er sagt að þú hafir þekkingu á því. Þekking getur verið um fólk og upplýsingar og hvaða aðferðir við notum. Þekking er líka um hluti og tækni.
Við fáum meiri þekkingu með því að lesa og æfa okkur og gera rannsóknir. Og þegar við stundum nám eða vinnu.
Þroskahjálp kallast fullu nafni Landssamtökin Þroskahjálp.
Þroskahjálp er félaga-samtök.
Félaga-samtök er hópur af fólki sem vill vinna saman
og berjast fyrir málum sem þau trúa á.
Til dæmis berjast félaga-samtök fyrir:
- réttindum barna
- náttúruna
- hinsegin fólk
- og allskyns annað
Þroskahjálp berst fyrir fatlað fólk.

Þetta er merki Þroskahjálpar
Þroskahjálp vill að fatlað fólk njóti mann-réttinda eins og annað fólk.
Þroskahjálp vill að fatlað fólk geti farið í skóla.
Og að fatlað fólk geti fengið vinnu, stofnað fjölskyldu og svo framvegis.
Þroskahjálp vill að fatlað fólk njóti virðingar eins og annað fólk.
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er mikilvægur.
Þessi samningur hjálpar Þroskahjálp að berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks.