-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Mikilvægur samningur um öll börn og mann-réttindi þeirra.
Samningurinn er gerður af öllum löndum í Sameinuðu þjóðunum.
Barnasáttmálinn útskýrir hvað það er að vera barn
og öll réttindi barna.
Enginn getur tekið þessi réttindi af börnum.
Barnasáttmálinn er líka reglur um hvernig fullorðið fólk
á að hugsa um börn.
Börn hafa rétt á að líða vel og vera örugg í lífi sínu.
Öll löndin sem gerðu samninginn
lofa að tryggja börnum þessi réttindi.
Ísland er búið að lögfesta Barnasáttmálann.
Það þýðir að allt sem er í Barnasáttmálanum
á líka að vera í íslenskum lögum og reglum.
Tómstundir er tími þegar við þurfum ekki að sinna skyldu-verkum.
Tómstundir er eitthvað sem okkur finnst gaman að gera.
Þá getum við til dæmis stundað íþróttir eða skapað list.
Kyn-vitund er hvernig fólk upplifir kyn sitt.
Kyn-vitund snýst ekki um hvernig kynfæri við erum með
eða hvernig við lítum út.
Kyn-vitund snýst um hvernig okkur líður sjálfum.
Við höfum öll kynvitund því við upplifum öll kyn okkar á einhvern hátt:
- stelpa
- strákur
- kynsegin
- eða eitthvað þar á milli
Kynvitund er orð sem við notum oft
þegar við tölum um hinsegin fólk.
Þroskahjálp kallast fullu nafni Landssamtökin Þroskahjálp.
Þroskahjálp er félaga-samtök.
Félaga-samtök er hópur af fólki sem vill vinna saman
og berjast fyrir málum sem þau trúa á.
Til dæmis berjast félaga-samtök fyrir:
- réttindum barna
- náttúruna
- hinsegin fólk
- og allskyns annað
Þroskahjálp berst fyrir fatlað fólk.

Þetta er merki Þroskahjálpar
Þroskahjálp vill að fatlað fólk njóti mann-réttinda eins og annað fólk.
Þroskahjálp vill að fatlað fólk geti farið í skóla.
Og að fatlað fólk geti fengið vinnu, stofnað fjölskyldu og svo framvegis.
Þroskahjálp vill að fatlað fólk njóti virðingar eins og annað fólk.
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er mikilvægur.
Þessi samningur hjálpar Þroskahjálp að berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks.