Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Höfuðborgarsvæðið

Höfuðborgar-svæðið er orð sem við notum
þegar við tölum um Reykjavík
og alla bæina sem eru í kringum Reykjavík. 

Höfuðborgarsvæðið er:

  • Reykjavík
  • Kópavogur
  • Hafnarfjörður
  • Garðabær
  • Mosfellsbær
  • Seltjarnarnes
  • Kjós
Lesa meira
Nauðung

Þegar manneskja er neydd til að gera eitthvað
sem hún vill ekki, er það kallað nauðung.

Í lögum stendur að það er bannað
að beita nauðung í samskiptum við fatlað fólk
nema það hafi verið gefið sérstakt leyfi
vegna þess að það er neyðar-tilvik.

Neyðar-tilvik er til dæmis ef fólk ætlar að meiða sig
eða aðra.

Lesa meira
Oddviti

Oddviti er orð sem við notum um manneskju sem er í 1. sæti á framboðs-lista hjá stjórnmála-flokki.

Lesa meira
Þörf / þarfir

Þörf er eitthvað sem er okkur nauðsynlegt.

Dæmi: „Allt fólk hefur þörf fyrir vatn og mat.“

Lesa meira