-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Sveitarfélag er yfirleitt ein borg eða bær.
Það getur líka verið stærra svæði
með mörgum þorpum eða sveitum.
Sveitarfélag hefur sveitarstjórn
sem er valin í sveitar-stjórnar-kosningum.
Dæmi um sveitarfélag er Reykjavíkurborg.
Snæfellsbær og Fjarðarbyggð eru líka sveitarfélög.
Sveitarfélag sér um grunn-þjónustu við íbúana.
Það býður upp á skóla og leikskóla.
Það tekur ruslið okkar.
Það sér um sundlaug og bókasafn
og sér um þjónustu við fatlað fólk.
Þegar við sækjum um að fá greiðslur
þurfum við að senda allskonar upplýsingar um okkur.
Til dæmis sendum við upplýsingar
um laun og greiðslur sem við fáum.
Við köllum þessar upplýsingar tekju-áætlun.
Tekju-áætlun okkar er notuð
til að reikna hversu miklar greiðslur við höfum rétt á.
Til dæmis notar Trygginga-stofnun
tekju-áætlun okkar til að reikna út
hvað við fáum mikið í örorku-greiðslur.
Þegar manneskja er neydd til að gera eitthvað
sem hún vill ekki, er það kallað nauðung.
Í lögum stendur að það er bannað
að beita nauðung í samskiptum við fatlað fólk
nema það hafi verið gefið sérstakt leyfi
vegna þess að það er neyðar-tilvik.
Neyðar-tilvik er til dæmis ef fólk ætlar að meiða sig
eða aðra.
Trúarbrögð er þegar fólk trúir á guði, verur eða dýrlinga.
Trúarbrögð eru oft með alls kyns reglur
um hvað fólk má segja og hvað fólk má gera.
Líka hvað fólk má borða eða hvað er bannað að borða.
Sum trúarbrögð eru skipulögð,
eins og íslenska þjóðkirkjan eða kaþólska kirkjan.
Sum trúarbrögð eru ó-formleg og ekki skipulögð,
til dæmis trú frumbyggja.
Í sumum trúar-brögðum trúir fólk á einn guð.
Í öðrum trúar-brögðum trúir fólk á marga guði.
Þegar fólk trúir ekki á neina guði eða verur
er stundum sagt að þetta fólk sé trú-laust.