Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

COVID-19

Kóróna-veiran er veira (vírus) sem getur gert fólk veikt.

Stundum er talað um COVID-19 eða bara COVID.
Þá er líka verið að tala um kóróna-veiruna

Einkenni kóróna-veirunnar eru:

  • Hósti
  • Hiti
  • Beinverkir
  • Að finna minni lykt og minna bragð
Lesa meira
Innflytjandi

Manneskja sem býr í nýju landi.

Lesa meira
Lögfesting

Lög-festing er þegar búin eru til lög um hluti.
Alþingi setur lög.
Lög eru reglurnar sem eru í landinu og allt fólk verður að fylgja.

Til dæmis er búið að lög-festa
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Það þýðir að Alþingi hefur ákveðið
að það sem stendur í Barnasáttmálanum eigi að vera lög á Íslandi,
alveg eins og önnur lög sem Alþingi hefur sett.

Fólk sem berst fyrir réttindum fatlaðs fólks
vill láta lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks.

Lesa meira
Barnabætur

Þegar fólk sér um barn hefur fólkið rétt á að fá pening frá ríkinu.
Þessi peningur er kallaður barnabætur.

Barnabætur eru fyrir foreldra barna og líka fyrir fólk sem sér um barn.
Þegar börnin eru orðin 18 ára hættir ríkið að borga þessar barnabætur.

Lesa meira