Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Sjálfræði

Sjálf-ræði er þegar við ráðum okkur sjálf.

Á Íslandi verðum við sjálfráða þegar við verðum 18 ára.
Þá ráðum við til dæmis hvort við giftum okkur.

Þegar við erum með sjálfræði
erum við með réttinn til að ráða sjálf
okkar persónulegu málum.


Sumt fólk missir sjálfræði,
til dæmis ef þau eru mjög veik
og vilja ekki aðstoð sem þau þurfa nauðsynlega.

Þá þarf að taka sjálfræði af fólki til að þau fái þessa nauðsynlegu aðstoð.

Það má bara taka sjálfræði af fólki í stuttan tíma.

Lesa meira
Pútín

Andlitsmynd af Pútín

Vladímír Pútín er forseti í Rússlandi. 
Hann er oftast kallaður Pútín, þegar við tölum um hann og þegar við hlustum á fréttir.
Pútín er fæddur árið 1952.
Hann hefur verið bæði forsætis-ráðherra og forseti í Rússlandi í mörg ár.

 

 

 

 

Lesa meira
Sjálfstæði

Að ráða sér sjálf eða sjálfur og geta gert það sem þú vilt.

Lesa meira
Virðing

Að bera virðingu fyrir öðrum þýðir að við erum kurteis við manneskjuna.
Við tölum fallega við fólk sem við berum virðingu fyrir.

Ef við ruglumst og erum ruddaleg eða dónaleg
er hægt að segja að séum ekki að bera virðingu.
Þá er líka hægt að segja að það sé virðingar-leysi.

Þegar við berum virðingu fyrir öðru fólki
tökum við því eins og þau eru.
Þó þau séu ólík okkur
og þó við séum kannski ekki sammála þeim.

Lesa meira