-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Sveitarfélag er yfirleitt ein borg eða bær.
Það getur líka verið stærra svæði
með mörgum þorpum eða sveitum.
Sveitarfélag hefur sveitarstjórn
sem er valin í sveitar-stjórnar-kosningum.
Dæmi um sveitarfélag er Reykjavíkurborg.
Snæfellsbær og Fjarðarbyggð eru líka sveitarfélög.
Sveitarfélag sér um grunn-þjónustu við íbúana.
Það býður upp á skóla og leikskóla.
Það tekur ruslið okkar.
Það sér um sundlaug og bókasafn
og sér um þjónustu við fatlað fólk.
Sumt fólk upplifir sig hvorki sem stráka og stelpur.
Þau upplifa sig utan kynja-kerfisins.
Sumt kynsegin fólk kýs að nota ekki „hann“ eða „hún“.
Þau vilja hlutlaus orð eins og „hán“ eða „héð“.
Það er persónulegt val alls fólks hvaða orð þau nota um sig.
Við verðum alltaf að virða það.
Ef fólk notar hlutlaus orð þá nota þau hvorugkyn.
Til dæmis segja þau: „Ég er svangt“
en ekki „Ég er svangur“ eða „Ég er svöng“.
Alveg eins og við segjum „Barnið er svangt“.
Fólk sem er kynsegin er hinsegin fólk.
Leið-beiningar eru upplýsingar sem hjálpa okkur
að leysa verkefni eða nota eitthvað.
Við getum fengið leiðbeiningar á blaði og í tölvu.
Leiðbeiningar geta verið texti og myndir og teikningar.
Við getum fengið leiðbeiningar í tölvu.
Til dæmis myndband og upplestur og tónlist.
Líka vefsíða sem við smellum á.
Við getum líka fengið leiðbeiningar frá öðru fólki.
Þau geta talað við okkur og útskýrt hvað við eigum að gera.
Stundum gefur annað fólk okkur leiðbeiningar í gegnum síma.
Dæmi um leiðbeiningar:
Þegar við kaupum borð í IKEA
þurfum við sjálf að setja borðið-saman.
Við fáum borðið í stórum kassa
og í kassanum er líka blað með myndum.
Þetta blað sýnir hvernig við getum sett hilluna saman.
Þetta blað er dæmi um leiðbeiningar.
Þegar við spilum fótbolta
getum við líka sagt að við spilum knattspyrnu.
Knöttur þýðir bolti.
Spyrna þýðir að sparka.
Orðið knattspyrna þýðir því boltaspark.