-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Félags-þjónusta sveitarfélaga á að tryggja
að íbúar hafi fjárhagslegt öryggi og félagslegt öryggi.
Þessi þjónusta á að stuðla að velferð íbúa.
Velferð þýðir að öllum á að líða vel.
Félags-þjónustan er fjöl-breytt þjónusta
fyrir einstaklinga og fjölskyldur.
Þjónustan á að skoða sérstaklega tækifæri fyrir:
- börn
- ungt fólk
- fatlað fólk
- aldrað fólk
Sveitarfélag á að veita stuðning og ráðgjöf.
Frístund er tími sem er frí frá skyldustörfum.
Til dæmis frí frá skóla eða vinnu.
Í frístund gerum við oft það sem okkur þykir skemmtilegt.
Sanngirnis-bætur eru peningar sem fólk fær borgað frá ríkinu
því það var komið illa fram við þau eða brotið á þeim.
Til dæmis ef fötluð börn bjuggu á stofnun eða vistheimili
og einhver meiddi þau eða var vondur við þau.
Sanngirni þýðir eitthvað sem er réttlátt eða rétt.
Bætur þýðir peningur sem fólk fær til að bæta upp fyrir það vonda sem fólk hefur upplifað.
Ef þér líður eins og einhver hafi brotið á þér
skaltu tala við Réttindagæslu fatlaðs fólks.
Einka-rými er pláss sem er bara okkar.
Pláss sem við höfum fyrir okkur persónulega.
Einka-rými er til dæmis herbergið okkar eða heimilið okkar.