Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Ofbeldi

Ofbeldi er þegar einhver meiðir okkur eða lætur okkur líða illa.

Allt ofbeldi er bannað.
Það má ekki meiða annað fólk og enginn má meiða okkur.

Líkamlegt ofbeldi er þegar einhver meiðir líkamann okkar.

Kynferðislegt ofbeldi er þegar einhver neyðir okkur
til að gera eitthvað kynferðislegt.
Til dæmis kyssir okkur eða snertir án þess að hafa leyfi frá okkur.

Andlegt ofbeldi er þegar einhver lætur okkur líða illa,
lætur okkur vera hrædd eða lætur okkur skammast okkar.

Ef þú heldur að þú verðir fyrir ofbeldi
skaltu tala við einhvern sem þú treystir.

Það eru til samtök sem hjálpa þeim sem verða fyrir ofbeldi.
Til dæmis Stígamót, Bjarkarhlíð og Kvenna-athvarfið.

Ef við erum hrædd eða í hættu skulum við hringja í neyðarlínuna í síma 112.

Lesa meira
Sameinuðu þjóðirnar

Sameinuðu þjóðirnar eru samtök
þar sem þjóðir í heiminum hittast til að ræða saman
og komast að samkomulagi um mikilvæg mál sem varða okkur öll.

Næstum öll lönd í heiminum eru í þessum samtökum.

Öll lönd í samtökunum hafa eitt atkvæði.
Það þýðir að öll lönd mega kjósa um það
sem samtökin vilja ákveða saman.
Lönd mega kjósa hvort sem löndin eru lítil eða stór,
fátæk eða rík.

Sameinuðu þjóðirnar vilja frið og öryggi á milli landa.
Þau vilja að vandamál séu leyst í sameiningu.
Þau vilja líka frelsi og jafnrétti fyrir alla.
Sameinuðu þjóðirnar gerðu samning um réttindi fatlaðs fólks.

Lesa meira
Sérfræðingur
Manneskja sem veit mjög mikið um eitthvað og hefur mikla reynslu.
Lesa meira
Knattspyrna

Þegar við spilum fótbolta
getum við líka sagt að við spilum knattspyrnu.

Knöttur þýðir bolti.
Spyrna þýðir að sparka.
Orðið knattspyrna þýðir því boltaspark.

Lesa meira