Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Höfuðborgarsvæðið

Höfuðborgar-svæðið er orð sem við notum
þegar við tölum um Reykjavík
og alla bæina sem eru í kringum Reykjavík. 

Höfuðborgarsvæðið er:

  • Reykjavík
  • Kópavogur
  • Hafnarfjörður
  • Garðabær
  • Mosfellsbær
  • Seltjarnarnes
  • Kjós
Lesa meira
Herbergjasambýli

Herbergja-sambýli er þegar fatlað fólk býr ekki í eigin íbúð. 

Í herbergja-sambýli fær fatlað fólk bara herbergi til umráða.
Í herbergja-sambýli eru mörg herbergi
og margt fólk notar eldhús og aðstöðu saman.

Herbergja-sambýli eru úrelt.
Fatlað fólk á að búa í betra húsnæði.

Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi þjónustuþarfir
stendur að það eigi að bjóða fólki
sem býr núna á herbergja-sambýli
að flytja í íbúðir.

Allt fólk hefur rétt á að búa eins og það vill.

Lesa meira
Alþingi
Alþingi er staðurinn þar sem landinu er stjórnað.

Þetta er Alþingishúsið.

 

Á Alþingi sitja 63 þingmenn sem eru kosnir af þjóðinni
í Alþingis-kosningum.
Alþingi fer með löggjafar-vald með forsetanum.
Það þýðir að á Alþingi eru búin til lög, lögum er breytt
og lög eru tekin úr gildi.
Íslenska ríkið á peninga, og á Alþingi er ákveðið
í hvað þessir peningar eru notaðir.
Alþingi vinnur í Alþingis-húsinu við Austurvöll í Reykjavík.

Smelltu hér til að sjá myndband um Alþingi á ungmennavef Alþingis

 

Lesa meira
Einkastaðir

Einka-staðir okkar eru á líkamanum.
Einka-staðir eru rass, typpi, píka, brjóst.
Til dæmis ná sund-fötin okkar yfir einka-staðina.

Við eigum okkar líkama sjálf.
Við eigum einka-staðina og við eigum allt hitt á líkama okkar.
Við eigum hárið, axlir, hné, tær, nef, bak, munninn, tennurnar, tunguna.
Við eigum alla húðina, andlitið, hendur og fætur.
Við eigum líkamann okkar.

Við ráðum hvort einhver snerti okkur.
Við ráðum hvar einhver snertir okkur.
Við ráðum hvort einhver megi byrja að snerta okkur
og við ráðum hvenær einhver á að hætta því.

Allt fólk ræður því sjálft hvort einhver snerti það.
Það þýðir að við megum ekki snerta annað fólk nema það leyfi okkur það fyrst.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

27.03.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um dánaraðstoð, 771. mál
26.03.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007 (fjarheilbrigðisþjónusta), 728. mál
26.03.2024
Umsögn Landssamtakanna Geðhjálpar og Þroskahjálpar um breytingar á réttindagæslulögum (réttindagæslumenn og persónulegir talsmenn)
26.03.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að frumvarpi um inngildandi menntun