-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Vald-efling er þegar manneskja fær stjórn yfir lífi sínu og aðstæðum.
Mannréttindi okkar er að við getum tekið eigin ákvarðanir.
Til dæmis um nám, vinnu og einkalíf.
Líka um þjónustu sem við nýtum okkur.
Valdefling eykur sjálfstæði okkar og hjálpar okkur að læra um réttindi okkar.
Þannig er valdefling mikilvæg fyrir sterka sjálfs-virðingu og sjálfs-mynd.
Þegar við tölum um lög
erum við oftast að tala um reglur sem eru settar á Alþingi
og forseti Íslands hefur staðfest.
Til að setja lög þarf fólkið sem er á Alþingi
að leggja fram skjal sem er kallað frum-varp.
Það eru reglur um frum-varp:
Frum-varp er skjal með tillögur að breytingum
á öllum lögunum.
Þetta frumvarp þarf fólkið á Alþingi
að lesa á sérstöku þingi.
Frumvarp getur verið um að breyta einu orði í lögunum.
Frumvarp getur verið um að breyta heilum kafla í lögunum.
Líka að bæta við nýjum kafla.
Stundum er frumvarp um að setja ný lög.
Markmið er það sem þú hefur ákveðið að þú viljir. Markmið er líka ástæða og tilgangur þess sem við erum að gera.
Þegar við setjum okkur markmið erum við að hugsa um af hverju við erum að gera þetta. Stundum er markmið að gera verkefni skemmtilegt. Stundum er markmið að læra eitthvað nýtt.
Til dæmis klárar þú verkefni og lærðir það sem þú vildir. Þá er sagt að þú hafir náð markmiðinu.
Markmið getur verið að læra nýtt tungumál, að gera 10 armbeygjur, útskrifast úr menntaskóla eða hitta vini sína oftar.
Kyn-vitund er hvernig fólk upplifir kyn sitt.
Kyn-vitund snýst ekki um hvernig kynfæri við erum með
eða hvernig við lítum út.
Kyn-vitund snýst um hvernig okkur líður sjálfum.
Við höfum öll kynvitund því við upplifum öll kyn okkar á einhvern hátt:
- stelpa
- strákur
- kynsegin
- eða eitthvað þar á milli
Kynvitund er orð sem við notum oft
þegar við tölum um hinsegin fólk.