-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Ofbeldi er þegar einhver meiðir okkur eða lætur okkur líða illa.
Allt ofbeldi er bannað.
Það má ekki meiða annað fólk og enginn má meiða okkur.
Líkamlegt ofbeldi er þegar einhver meiðir líkamann okkar.
Kynferðislegt ofbeldi er þegar einhver neyðir okkur
til að gera eitthvað kynferðislegt.
Til dæmis kyssir okkur eða snertir án þess að hafa leyfi frá okkur.
Andlegt ofbeldi er þegar einhver lætur okkur líða illa,
lætur okkur vera hrædd eða lætur okkur skammast okkar.
Ef þú heldur að þú verðir fyrir ofbeldi
skaltu tala við einhvern sem þú treystir.
Það eru til samtök sem hjálpa þeim sem verða fyrir ofbeldi.
Til dæmis Stígamót, Bjarkarhlíð og Kvenna-athvarfið.
Ef við erum hrædd eða í hættu skulum við hringja í neyðarlínuna í síma 112.
Sjálf-ræði er þegar við ráðum okkur sjálf.
Á Íslandi verðum við sjálfráða þegar við verðum 18 ára.
Þá ráðum við til dæmis hvort við giftum okkur.
Þegar við erum með sjálfræði
erum við með réttinn til að ráða sjálf
okkar persónulegu málum.
Sumt fólk missir sjálfræði,
til dæmis ef þau eru mjög veik
og vilja ekki aðstoð sem þau þurfa nauðsynlega.
Þá þarf að taka sjálfræði af fólki til að þau fái þessa nauðsynlegu aðstoð.
Það má bara taka sjálfræði af fólki í stuttan tíma.
Í lífinu heyrum við oft að sumt er konu-legt og annað karla-legt.
Þessi skilaboð eru ekki um líkamlegt kyn eða líf-fræði.
Skilaboðin eru það sem samfélagið segir að passi við konur,
og það sem passi við karla.
Til dæmis að sum störf séu bara fyrir konur
og önnur störf séu bara fyrir karla.
Það eru líka áhugamál og föt
sem við heyrum að séu bara fyrir annað kynið
og ekki fyrir hitt.
Til dæmis bara fyrir konur og ekki fyrir karla.
Við getum heyrt svona frá fólki
eða lesið þessi skilaboð á vefsíðu.
Þessi skilaboð geta líka verið í bíómyndum
og í tölvuleikjum.
Þá getur konum og körlum liðið eins og
þau megi bara gera suma hluti
og megi ekki gera aðra hluti.
Við köllum þetta kyn-gervi.
Kyngervi er það sem konur og karlar gera
af því að þau heyra að þannig geri konur
og þannig geri karlar.