-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Allt sem er lifandi er afkomandi einhvers.
Afkomendur geta fæðst eða vaxið.
Barn sem fæðist er afkomandi foreldra sinna.
Foreldar barnsins eru afkomendur sinna foreldra,
sem eru ömmur og afar.
Ömmur og afar eru afkomendur sinna foreldra,
sem eru lang-ömmur og lang-afar.
Lang-ömmur og lang-afar eru líka afkomendur,
og svona heldur það áfram
því allt fólk er afkomandi einhvers.
Og barnið er þá afkomandi alls þessa fólks, lengst aftur í tímann.
Við notum orðið afkvæmi þegar við tölum um dýr og plöntur.
Afkvæmi þýðir það sama og afkomandi.
Kettlingar eru afkvæmi, líka uglu-ungar
og hvala-kálfar.
Þegar lítil planta vex út frá stórri plöntu
er litla plantan afkvæmi.
Við tökum fræ úr jarðarberi og setjum það í mold.
Plantan sem vex upp úr moldinni er afkvæmi þessa jarðarbers.
Ef það vaxa fleiri plöntur frá nýju plöntunni
eru þær allar afkvæmi sama gamla jarðar-bersins.
Og það jarðar-ber er líka afkvæmi
því einu sinni var það pínu-lítið á annarri plöntu.
Tómstundir er tími þegar við þurfum ekki að sinna skyldu-verkum.
Tómstundir er eitthvað sem okkur finnst gaman að gera.
Þá getum við til dæmis stundað íþróttir eða skapað list.
Aðgengi getur þýtt möguleiki til að komast á stað eða farið um án vandræða.
Aðgengi getur líka átt við um hvort við skiljum til dæmis texta eða gögn.
Aðgengi er til dæmis:
lyftur og rampar fyrir fólk sem á erfitt með að labba eða notar hjólastól,
blindra-letur fyrir blinda og sjónskerta,
upplýsingar á auðlesnu máli,
táknmálstúlkun.
Leið-beiningar eru upplýsingar sem hjálpa okkur
að leysa verkefni eða nota eitthvað.
Við getum fengið leiðbeiningar á blaði og í tölvu.
Leiðbeiningar geta verið texti og myndir og teikningar.
Við getum fengið leiðbeiningar í tölvu.
Til dæmis myndband og upplestur og tónlist.
Líka vefsíða sem við smellum á.
Við getum líka fengið leiðbeiningar frá öðru fólki.
Þau geta talað við okkur og útskýrt hvað við eigum að gera.
Stundum gefur annað fólk okkur leiðbeiningar í gegnum síma.
Dæmi um leiðbeiningar:
Þegar við kaupum borð í IKEA
þurfum við sjálf að setja borðið-saman.
Við fáum borðið í stórum kassa
og í kassanum er líka blað með myndum.
Þetta blað sýnir hvernig við getum sett hilluna saman.
Þetta blað er dæmi um leiðbeiningar.