Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Örugg / öruggur / öruggt

Sem er hægt að treysta, er traust og er til staðar fyrir okkur.

Að vera örugg getur líka þýtt að við erum ekki hrædd og okkur líður vel.

Lesa meira
Trúarbrögð

Trúarbrögð er þegar fólk trúir á guði, verur eða dýrlinga.

Trúarbrögð eru oft með alls kyns reglur
um hvað fólk má segja og hvað fólk má gera.
Líka hvað fólk má borða eða hvað er bannað að borða.

Sum trúarbrögð eru skipulögð,
eins og íslenska þjóðkirkjan eða kaþólska kirkjan.

Sum trúarbrögð eru ó-formleg og ekki skipulögð,
til dæmis trú frumbyggja.

Í sumum trúar-brögðum trúir fólk á einn guð.
Í öðrum trúar-brögðum trúir fólk á marga guði.

Þegar fólk trúir ekki á neina guði eða verur
er stundum sagt að þetta fólk sé trú-laust.

Lesa meira
Ofbeldi

Ofbeldi er þegar einhver meiðir okkur eða lætur okkur líða illa.

Allt ofbeldi er bannað.
Það má ekki meiða annað fólk og enginn má meiða okkur.

Líkamlegt ofbeldi er þegar einhver meiðir líkamann okkar.

Kynferðislegt ofbeldi er þegar einhver neyðir okkur
til að gera eitthvað kynferðislegt.
Til dæmis kyssir okkur eða snertir án þess að hafa leyfi frá okkur.

Andlegt ofbeldi er þegar einhver lætur okkur líða illa,
lætur okkur vera hrædd eða lætur okkur skammast okkar.

Ef þú heldur að þú verðir fyrir ofbeldi
skaltu tala við einhvern sem þú treystir.

Það eru til samtök sem hjálpa þeim sem verða fyrir ofbeldi.
Til dæmis Stígamót, Bjarkarhlíð og Kvenna-athvarfið.

Ef við erum hrædd eða í hættu skulum við hringja í neyðarlínuna í síma 112.

Lesa meira
Pútín

Andlitsmynd af Pútín

Vladímír Pútín er forseti í Rússlandi. 
Hann er oftast kallaður Pútín, þegar við tölum um hann og þegar við hlustum á fréttir.
Pútín er fæddur árið 1952.
Hann hefur verið bæði forsætis-ráðherra og forseti í Rússlandi í mörg ár.

 

 

 

 

Lesa meira