Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Áhugamál

Áhugamál er eitthvað sem þú gerir þér til skemmtunar og ánægju.
Til dæmis að fara í fjall-göngu eða hlusta á teknó-tónlist.
Eða baka rjóma-tertu eða skapa listaverk.

Áhugamál er líka málefni sem þér finnst mikilvægt.

Lesa meira
Markmið

Markmið er það sem þú hefur ákveðið að þú viljir. Markmið er líka ástæða og tilgangur þess sem við erum að gera.

Þegar við setjum okkur markmið erum við að hugsa um af hverju við erum að gera þetta. Stundum er markmið að gera verkefni skemmtilegt. Stundum er markmið að læra eitthvað nýtt.

Til dæmis klárar þú verkefni og lærðir það sem þú vildir. Þá er sagt að þú hafir náð markmiðinu.

Markmið getur verið að læra nýtt tungumál, að gera 10 armbeygjur, útskrifast úr menntaskóla eða hitta vini sína oftar. 

Lesa meira
Gæði

Þegar við segjum að eitthvað sé vel gert
eða ekki vel gert
erum við að tala um gæði.

Lífið er betra þegar gæði eru mikil.

 

Mikil gæði þýðir að eitthvað er mjög vel gert.
Lítil gæði þýðir að eitthvað er ekki vel gert.

Ef við vitum að eitthvað er í litlum gæðum
viljum við kannski ekki velja það
heldur eitthvað betra.

Til dæmis getum við valið okkur uppáhalds kaffihús.

Þetta er cappuccino kaffidrykkur.

 

  • Kannski er kaffið það besta sem við höfum smakkað.
  • Mikil gæði á kaffinu.
  • Eða starfsfólkið svo skemmtilegt og man alltaf pöntunina okkar.

  • Mikil gæði á þjónustunni.
  • Eða það er alltaf þægilegt að panta og finna gott borð.
  • Mikil gæði í aðgengis-málum.

Hér getum við sagt:
Á þessu kaffihúsi eru mikil gæði.

Stundum eru verðlaun fyrir mikil gæði.
Til dæmis verðlaun fyrir þjónustu eða mat
eða fyrir bækur og bíómyndir.
Það getur hjálpað okkur að velja það sem hentar okkur best.

Lesa meira
Stríð

Stríð er orð sem við notum þegar manneskjur
berjast með vopnum.

Í stríði eru tveir eða fleiri hópar að berjast.
Það eru margar manneskjur í hverjum hópi.

Stríð getur verið á milli landa.
Stríð getur verið á milli tveggja hópa í sama landinu.

Þegar lönd fara í stríð er sagt að löndin sendi herinn sinn í stríð.

Lesa meira