-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Stuðnings-fjölskylda er þegar fjölskylda eða manneskja
tekur til sín barn eða hittir það reglulega.
Þetta er gert til að aðstoða fötluð börn og ungt fatlað fólk.
Til dæmis til að gera eitthvað skemmtilegt
eða til að foreldrar sem eiga fötluð börn geti hvílt sig.
Trans er notað um fólk sem upplifir sig ekki af því kyni
sem fólkið var sagt vera þegar það fæddist.
Þegar við fæðumst segir fólk:
„Hér er fæddur lítill drengur“
eða „hér er fædd lítil stúlka“.
Trans fólk upplifir að kynið sem þau voru sögð vera er ekki rétt.
Trans kona:
er kona sem var sögð vera strákur þegar hún fæddist.
Trans karl:
er karlmaður sem var sagður vera stúlka þegar hann fæddist.
Trans fólk er hinsegin fólk.
Þetta er fáni trans samfélagsins:

Ráðgjöf er líka kölluð ráð eða ráðlegging.
Það eru leiðbeiningar eða hugmynd um
hvernig við getum leyst eitthvað verkefni.
Góð ráðgjöf getur líka hjálpað okkur að velja bestu leiðina.