Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Oddviti

Oddviti er orð sem við notum um manneskju sem er í 1. sæti á framboðs-lista hjá stjórnmála-flokki.

Lesa meira
Knattspyrna

Þegar við spilum fótbolta
getum við líka sagt að við spilum knattspyrnu.

Knöttur þýðir bolti.
Spyrna þýðir að sparka.
Orðið knattspyrna þýðir því boltaspark.

Lesa meira
Her

Í her eru margir hópar af her-mönnum.

Her-maður er manneskja sem er þjálfuð í að berjast í stríði.

Hermaður hefur lært að nota vopn.
Til dæmis byssur og sprengjur.
Og hermaður hefur lært að nota tæki.
Til dæmis flugvél og skriðdreka.

Hermaður er hluti af hópi með öðrum hermönnum.

Oft eru margir hópar
og í hverjum hópi eru margir hermenn.
Saman mynda allir þessir hermenn
það sem við köllum her.

Lesa meira
Brjóta á

Að brjóta á manneskju þýðir að vera vond við manneskjuna.

Til dæmis með því að brjóta reglur í samskiptum við manneskjuna
eða bregðast trausti hennar.

Sjá þessa orðskýringu: ofbeldi.

Lesa meira