Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Kynsegin

Sumt fólk upplifir sig hvorki sem stráka og stelpur.
Þau upplifa sig utan kynja-kerfisins.

Sumt kynsegin fólk kýs að nota ekki „hann“ eða „hún“.
Þau vilja hlutlaus orð eins og „hán“ eða „héð“.

Það er persónulegt val alls fólks hvaða orð þau nota um sig.
Við verðum alltaf að virða það.

Ef fólk notar hlutlaus orð þá nota þau hvorugkyn.
Til dæmis segja þau: „Ég er svangt“
en ekki „Ég er svangur“ eða „Ég er svöng“.
Alveg eins og við segjum „Barnið er svangt“.

Fólk sem er kynsegin er hinsegin fólk.

Lesa meira
Sumardvöl

Staður þar sem þú ferð um sumar þér til ánægju,
til að gera eitthvað skemmtilegt eða breyta til.

Sumardvöl er til dæmis sumarbúðir.

Lesa meira
Ríkisstjórn

Á Íslandi kjósum við í Alþingis-kosningum.
Þá erum við að kjósa stjórnmálaflokka.

Eftir kosningarnar ákveða sumir þessir stjórnmála-flokkar
að vinna saman á Alþingi.
Þá búa þeir til hóp sem er kallaður ríkis-stjórn.

Til að búa til ríkis-stjórn þurfa stjórnmála-flokkarnir
að hafa meira en helming þing-manna.
Flokkarnir þurfa þetta til að hafa fleiri atkvæði á Alþingi.

Ef stjórnmála-flokkar eru ekki í ríkisstjórn
er sagt að þeir séu í minnihluta
eða í stjórnar-andstöðu.


Í ríkisstjórn sitja ráðherrar sem stjórna í ákveðnum málefnum.

Til dæmis umhverfis- og auðlinda-ráðherra
sem ber ábyrgð á öllum málum um
umhverfi, loftslags-mál og auðlindir.

Lesa meira
Samfélagsmiðlar

Samfélags-miðlar eru vefsíður eða símaforrit
þar sem þú getur deilt þínu efni og talað við annað fólk.
Líka lesið það sem annað fólk skrifar
og horft á myndbönd og tónlist frá þeim.

Samfélags-miðlar eru til dæmis:

  • Facebook
  • Instagram
  • Snapchat
  • Twitter
  • TikTok

Þar getur þú sett inn myndirnar þínar eða hugleiðingar.

Lesa meira