-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Með rafrænum skilríkjum
færðu aðgang að þjónustu og upplýsingum
sem eru bara fyrir þig og enga aðra.
Þú getur til dæmis notað rafræn skilríki
þegar þú sækir um þjónustu
hjá Reykjavíkurborg,
banka eða lækni.
En hvað eru skilríki?
Á skilríkjunum þínum eru upplýsingar um þig
sem sanna hver þú ert.
Þar er til dæmis mynd af þér,
nafnið þitt og afmælis-dagurinn þinn.
Líka aðrar upplýsingar um þig
sem segja öðru fólki
að þú ert í alvöru þú.
Þú getur fengið skilríki
sem þú notar í símanum þínum.
Við köllum þau rafræn skilríki.
Rafræn skilríki eru eins og lykill
sem opnar fyrir þér aðgang
að alls kyns þjónustu og upplýsingum
sem eru bara fyrir þig
og enga aðra.
Þú getur notað rafrænu skilríkin þín
til að gera svo margt.
Til dæmis getur þú sótt um fjárhags-aðstoð
og aksturs-þjónustu.
Þú getur sótt um þjónustu hjá Trygginga-stofnun ríkisins (TR).
Þú getur líka talað við lækninn þinn
og margt fleira.
Þú færð rafræn skilríki
hjá síma-fyrirtæki eða í banka.
Þú getur líka farið í fyrirtæki sem heitir Auðkenni.
Rafræn skilríki virka í næstum öllum snjall-símum
og líka í takka-símum.
Þegar við segjum að eitthvað sé vel gert
eða ekki vel gert
erum við að tala um gæði.

Lífið er betra þegar gæði eru mikil.
Mikil gæði þýðir að eitthvað er mjög vel gert.
Lítil gæði þýðir að eitthvað er ekki vel gert.
Ef við vitum að eitthvað er í litlum gæðum
viljum við kannski ekki velja það
heldur eitthvað betra.
Til dæmis getum við valið okkur uppáhalds kaffihús.

Þetta er cappuccino kaffidrykkur.
- Kannski er kaffið það besta sem við höfum smakkað. Mikil gæði á kaffinu.
- Eða starfsfólkið svo skemmtilegt og man alltaf pöntunina okkar. Mikil gæði á þjónustunni.
- Eða það er alltaf þægilegt að panta og finna gott borð. Mikil gæði í aðgengis-málum.
Hér getum við sagt:
Á þessu kaffihúsi eru mikil gæði.
Stundum eru verðlaun fyrir mikil gæði.
Til dæmis verðlaun fyrir þjónustu eða mat
eða fyrir bækur og bíómyndir.
Það getur hjálpað okkur að velja það sem hentar okkur best.
Stríð er orð sem við notum þegar manneskjur
berjast með vopnum.
Í stríði eru tveir eða fleiri hópar að berjast.
Það eru margar manneskjur í hverjum hópi.
Stríð getur verið á milli landa.
Stríð getur verið á milli tveggja hópa í sama landinu.
Þegar lönd fara í stríð er sagt að löndin sendi herinn sinn í stríð.

Þetta er Alþingishúsið.
í Alþingis-kosningum.
Það þýðir að á Alþingi eru búin til lög, lögum er breytt
og lög eru tekin úr gildi.
í hvað þessir peningar eru notaðir.
Alþingi vinnur í Alþingis-húsinu við Austurvöll í Reykjavík.
Smelltu hér til að sjá myndband um Alþingi á ungmennavef Alþingis