-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Notenda-samráð þýðir að sá sem fær þjónustuna, notandinn, tekur virkan þátt í að ákveða hvernig þjónustan á að vera.
Notandi ákveður hvernig þjónustan og stuðningurinn hans á að vera í samráði við forstöðumann og starfsmenn sem aðstoða hann.
Notendasamráð er mjög mikilvægt í þjónustu og er nátengt hugmyndum um lýðræði, mannréttindi, þátttöku og valdeflingu. Hægt er að hafa samráð við einstakling, en líka við hóp fólks, til dæmis fólk sem býr á sama stað.
Mikilvægur samningur um öll börn og mann-réttindi þeirra.
Samningurinn er gerður af öllum löndum í Sameinuðu þjóðunum.
Barnasáttmálinn útskýrir hvað það er að vera barn
og öll réttindi barna.
Enginn getur tekið þessi réttindi af börnum.
Barnasáttmálinn er líka reglur um hvernig fullorðið fólk
á að hugsa um börn.
Börn hafa rétt á að líða vel og vera örugg í lífi sínu.
Öll löndin sem gerðu samninginn
lofa að tryggja börnum þessi réttindi.
Ísland er búið að lögfesta Barnasáttmálann.
Það þýðir að allt sem er í Barnasáttmálanum
á líka að vera í íslenskum lögum og reglum.
Þjálfun er þegar okkur er kennt eitthvað nýtt.
Þjálfun er líka þegar við æfum okkur
til að verða betri í einhverju.
Þjálfun er líka svo kunnum áfram það sem við kunnum.