-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Sveitarfélag er yfirleitt ein borg eða bær.
Það getur líka verið stærra svæði
með mörgum þorpum eða sveitum.
Sveitarfélag hefur sveitarstjórn
sem er valin í sveitar-stjórnar-kosningum.
Dæmi um sveitarfélag er Reykjavíkurborg.
Snæfellsbær og Fjarðarbyggð eru líka sveitarfélög.
Sveitarfélag sér um grunn-þjónustu við íbúana.
Það býður upp á skóla og leikskóla.
Það tekur ruslið okkar.
Það sér um sundlaug og bókasafn
og sér um þjónustu við fatlað fólk.
Fjár-ræði þýðir að við ráðum sjálf fjár-málum okkar.
Þá er stundum sagt að við séum að „fara með peningana okkar“.
Notenda-stýrð persónuleg aðstoð
er þjónusta sem hjálpar fólki að eiga sjálfstætt líf.
Þú stjórnar þjónustunni.
Þjónustan leyfir þér að ráða hvar þú býrð
og með hverjum þú býrð.
Þú stjórnar líka hver aðstoðar þig
og við hvað þú færð aðstoð.
Þegar það eru kosningar á Íslandi
er listi sem sýnir hvaða fólk má kjósa
og hvar þetta fólk fer að kjósa.
Þessi listi er kallaður kjör-skrá.
Þú ert á kjör-skrá þar sem þú átt lög-heimili 5 vikum fyrir kjör-dag.
Til dæmis:
Ef þú átt heima í Hafnarfirði ferð þú að kjósa í Suðvestur-kjördæmi.
Þú getur fundið upplýsingar á netinu
til að sjá hvar þú ert á kjör-skrá.