Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Ofbeldi

Ofbeldi er þegar einhver meiðir okkur eða lætur okkur líða illa.

Allt ofbeldi er bannað.
Það má ekki meiða annað fólk og enginn má meiða okkur.

Líkamlegt ofbeldi er þegar einhver meiðir líkamann okkar.

Kynferðislegt ofbeldi er þegar einhver neyðir okkur
til að gera eitthvað kynferðislegt.
Til dæmis kyssir okkur eða snertir án þess að hafa leyfi frá okkur.

Andlegt ofbeldi er þegar einhver lætur okkur líða illa,
lætur okkur vera hrædd eða lætur okkur skammast okkar.

Ef þú heldur að þú verðir fyrir ofbeldi
skaltu tala við einhvern sem þú treystir.

Það eru til samtök sem hjálpa þeim sem verða fyrir ofbeldi.
Til dæmis Stígamót, Bjarkarhlíð og Kvenna-athvarfið.

Ef við erum hrædd eða í hættu skulum við hringja í neyðarlínuna í síma 112.

Lesa meira
Endurhæfing

Þjálfun og önnur aðstoð sem við fáum
eftir veikindi, slys eða eitthvað áfall í lífinu.

Endurhæfing á að hjálpa okkur
að taka þátt í samfélaginu.

Lesa meira
MeToo

#MeToo er baráttu-hreyfing kvenna um allan heim.

Þar standa konur (og líka trans konur) saman og segja frá ofbeldi og áreiti sem þær hafa orðið fyrir.

Þessi baráttu-hreyfing er óformleg, þetta er ekki félag eða skipulögð starfsemi.

Hún byrjaði þegar konur fóru að segja frá ofbeldinu og áreitinu sem þær höfðu orðið fyrir.

Me too þýðir ég líka og fékk baráttan það nafn vegna þess hve margar konur hafa lent í ofbeldi og áreitni.

Baráttan átti sér stað á netinu að miklu leyti og þess vegna er svona # merki fyrir framan me too. Þetta er hashtag eins og það heitir á ensku, eða myllumerki á íslensku. Það er til þess að allir geti merkt sögurnar sínar fyrir aðra til að lesa.

Á Íslandi byrjaði #metoo hreyfingin þegar konur í stjórnmálum sögðu frá ofbeldinu og áreitinu sem þær höfðu upplifað. Sumar gerðu það nafnlaust, það þýðir að enginn vissi hver átti söguna.

#Metoo hreyfingin hefur haft mikil áhrif á samfélög í heiminum.

Smelltu hér ef þú vilt lesa meira um ofbeldi gagnvart fötluðu fólki, ef þú hefur orðið fyrir ofbeldi og þarft að fá aðstoð.

Lesa meira
Barnavernd

Barna- og fjölskyldustofa er stofnun hjá ríkinu.
Þau hugsa um velferð barna og það sem er best fyrir börn.
Þau vinna eftir barnaverndar-lögum sem Alþingi setur. 

Stundum á fólk í erfiðleikum með að hugsa um börnin sín.
Þá fær fólkið leiðbeiningar og hjálp frá barnavernd.

Stundum þurfa börn að fara af heimili sínu og búa hjá fóstur-fjölskyldu.
Stundum er það í stuttan tíma á meðan foreldarnir fá hjálp og reyna að bæta sig.
Stundum eru börn í langan tíma hjá fóstur-fjölskyldu.

Í öllum bæjum og borgum er barnaverndar-nefnd.
Allt fólk þarf að láta vita ef þau halda að barn sé ekki öruggt
eða einhver sé vondur við barnið.

Smelltu hér til að skoða heimasíðu Barna- og fjölskyldustofu

Lesa meira