-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Fólk sem er gagnkynhneigt
er hrifið af fólki af öðru kyni en það er sjálft.
Gagnkynhneigðir karlar eru hrifnir af konum.
Gagnkynhneigðar konur eru hrifnar af körlum.
Aðgengi getur þýtt möguleiki til að komast á stað eða farið um án vandræða.
Aðgengi getur líka átt við um hvort við skiljum til dæmis texta eða gögn.
Aðgengi er til dæmis:
lyftur og rampar fyrir fólk sem á erfitt með að labba eða notar hjólastól,
blindra-letur fyrir blinda og sjónskerta,
upplýsingar á auðlesnu máli,
táknmálstúlkun.
Stríð er orð sem við notum þegar manneskjur
berjast með vopnum.
Í stríði eru tveir eða fleiri hópar að berjast.
Það eru margar manneskjur í hverjum hópi.
Stríð getur verið á milli landa.
Stríð getur verið á milli tveggja hópa í sama landinu.
Þegar lönd fara í stríð er sagt að löndin sendi herinn sinn í stríð.
Tómstundir er tími þegar við þurfum ekki að sinna skyldu-verkum.
Tómstundir er eitthvað sem okkur finnst gaman að gera.
Þá getum við til dæmis stundað íþróttir eða skapað list.