Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Trúarbrögð

Trúarbrögð er þegar fólk trúir á guði, verur eða dýrlinga.

Trúarbrögð eru oft með alls kyns reglur
um hvað fólk má segja og hvað fólk má gera.
Líka hvað fólk má borða eða hvað er bannað að borða.

Sum trúarbrögð eru skipulögð,
eins og íslenska þjóðkirkjan eða kaþólska kirkjan.

Sum trúarbrögð eru ó-formleg og ekki skipulögð,
til dæmis trú frumbyggja.

Í sumum trúar-brögðum trúir fólk á einn guð.
Í öðrum trúar-brögðum trúir fólk á marga guði.

Þegar fólk trúir ekki á neina guði eða verur
er stundum sagt að þetta fólk sé trú-laust.

Lesa meira
Sjálfsákvörðunarréttur

Sjálfs-ákvörðunar-réttur þýðir
að við eigum að fá að ráða sjálf. 

Við eigum að hafa okkar sjálfs-ákvörðunar-rétt
þó að öðru fólki finnist við taka rangar ákvarðanir.

Fatlað fólk má taka slæmar ákvarðanir
alveg eins og ófatlað fólk má gera það.

Fatlað fólk á að fá stuðning til þess
að taka ákvarðanir ef fatlað fólk þarf og vill það.

Lesa meira
Einangraður

Að vera einangruð þýðir að við séum oft ein og hittum fáa.

Lesa meira
Félagsþjónusta

Félags-þjónusta sveitarfélaga á að tryggja
að íbúar hafi fjárhagslegt öryggi og félagslegt öryggi.

Þessi þjónusta á að stuðla að velferð íbúa.
Velferð þýðir að öllum á að líða vel.

Félags-þjónustan er fjöl-breytt þjónusta
fyrir einstaklinga og fjölskyldur.

Þjónustan á að skoða sérstaklega tækifæri fyrir:

  • börn
  • ungt fólk
  • fatlað fólk
  • aldrað fólk


Sveitarfélag á að veita stuðning og ráðgjöf.

Lesa meira