Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Oddviti

Oddviti er orð sem við notum um manneskju sem er í 1. sæti á framboðs-lista hjá stjórnmála-flokki.

Lesa meira
Frístund

Frístund er tími sem er frí frá skyldustörfum.
Til dæmis frí frá skóla eða vinnu.

Í frístund gerum við oft það sem okkur þykir skemmtilegt.

Lesa meira
Hæfing

Þjálfun og önnur aðstoð sem fólk fær
til að það geti tekið þátt í samfélaginu.

Lesa meira
Herbergjasambýli

Herbergja-sambýli er þegar fatlað fólk býr ekki í eigin íbúð. 

Í herbergja-sambýli fær fatlað fólk bara herbergi til umráða.
Í herbergja-sambýli eru mörg herbergi
og margt fólk notar eldhús og aðstöðu saman.

Herbergja-sambýli eru úrelt.
Fatlað fólk á að búa í betra húsnæði.

Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi þjónustuþarfir
stendur að það eigi að bjóða fólki
sem býr núna á herbergja-sambýli
að flytja í íbúðir.

Allt fólk hefur rétt á að búa eins og það vill.

Lesa meira