Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Réttindagæsla fyrir fatlað fólk

Réttindagæsla fyrir fatlað fólk er stundum kölluð réttindagæslan.

Á þessari skrifstofu vinnur fólk
sem kallast réttindagæslu-menn.
Réttindagæslu-maður á að
hjálpa fötluðu fólki að fá réttindi sín
og gefa fötluðu fólki góð ráð og hjálpa þeim.

Fatlað fólk getur leitað til réttindagæslu-manns
með allt sem varðar réttindi sín.
Líka fjár-mál og persónuleg mál.

Réttindagæslu-maður á að veita fötluðu fólki stuðning og aðstoð.

Réttindagæslu-maður á líka að fylgjast með því
að fatlað fólk sem býr til dæmis á stofnun
hafi það gott.

Vefsíða réttindagæslunnar er:
https://island.is/s/rettindagaesla-fatlads-folks

Lesa meira
Aðgengi

Aðgengi getur þýtt möguleiki okkar til að komast á einhvern stað.
Eða að við getum ferðast um án vandræða.

Aðgengi getur líka þýtt hvort við skiljum texta eða gögn.

Aðgengi er til dæmis:

  • lyftur og rampar fyrir fólk sem á erfitt með að labba eða notar hjólastól
  • punkta-letur fyrir blinda og sjónskerta
  • upplýsingar á auðlesnu máli
  • táknmálstúlkun
  • að geta hlustað á upptöku af fyrirlestri eða kennslustund
Lesa meira
Oddviti

Oddviti er orð sem við notum um manneskju sem er í 1. sæti á framboðs-lista hjá stjórnmála-flokki.

Lesa meira
Persónulegur talsmaður

Ef þú átt erfitt með að segja hvað þú vilt
og hvað þér finnst
getur þú fengið persónulegan talsmann.

Persónulegur talsmaður þekkir þig
og skilur hvað þú þarft og hvað þú vilt.

Þú hefur áhrif á allar ákvarðanir
og ræður hvort þú samþykkir eða ekki.
Persónulegur talsmaður þinn á að gera allt í samráði við þig.

Lesa meira