Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Oddviti

Oddviti er orð sem við notum um manneskju sem er í 1. sæti á framboðs-lista hjá stjórnmála-flokki.

Lesa meira
Tekjuáætlun

Þegar við sækjum um að fá greiðslur
þurfum við að senda allskonar upplýsingar um okkur.
Til dæmis sendum við upplýsingar
um laun og greiðslur sem við fáum.

Við köllum þessar upplýsingar tekju-áætlun.

Tekju-áætlun okkar er notuð
til að reikna hversu miklar greiðslur við höfum rétt á.
Til dæmis notar Trygginga-stofnun
tekju-áætlun okkar til að reikna út
hvað við fáum mikið í örorku-greiðslur.

Lesa meira
Einkalíf

Einka-líf er okkar persónulega líf
sem við fáum að hafa í friði fyrir öðrum. 

Við segjum að við eigum rétt til einkalífs.
Einkalífið okkar er heimilið okkar,
fjölskylda og vinnustaður.

Lesa meira
Einangraður

Að vera einangruð þýðir að við séum oft ein og hittum fáa.

Lesa meira