-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Þegar við tölum um lög
erum við oftast að tala um reglur sem eru settar á Alþingi
og forseti Íslands hefur staðfest.
Til að setja lög þarf fólkið sem er á Alþingi
að leggja fram skjal sem er kallað frum-varp.
Það eru reglur um frum-varp:
Frum-varp er skjal með tillögur að breytingum
á öllum lögunum.
Þetta frumvarp þarf fólkið á Alþingi
að lesa á sérstöku þingi.
Frumvarp getur verið um að breyta einu orði í lögunum.
Frumvarp getur verið um að breyta heilum kafla í lögunum.
Líka að bæta við nýjum kafla.
Stundum er frumvarp um að setja ný lög.
Sem er hægt að treysta, er traust og er til staðar fyrir okkur.
Að vera örugg getur líka þýtt að við erum ekki hrædd og okkur líður vel.
Trans er notað um fólk sem upplifir sig ekki af því kyni
sem fólkið var sagt vera þegar það fæddist.
Þegar við fæðumst segir fólk:
„Hér er fæddur lítill drengur“
eða „hér er fædd lítil stúlka“.
Trans fólk upplifir að kynið sem þau voru sögð vera er ekki rétt.
Trans kona:
er kona sem var sögð vera strákur þegar hún fæddist.
Trans karl:
er karlmaður sem var sagður vera stúlka þegar hann fæddist.
Trans fólk er hinsegin fólk.
Þetta er fáni trans samfélagsins:

Á Íslandi kjósum við í Alþingis-kosningum.
Þá erum við að kjósa stjórnmálaflokka.
Eftir kosningarnar ákveða sumir þessir stjórnmála-flokkar
að vinna saman á Alþingi.
Þá búa þeir til hóp sem er kallaður ríkis-stjórn.
Til að búa til ríkis-stjórn þurfa stjórnmála-flokkarnir
að hafa meira en helming þing-manna.
Flokkarnir þurfa þetta til að hafa fleiri atkvæði á Alþingi.
Ef stjórnmála-flokkar eru ekki í ríkisstjórn
er sagt að þeir séu í minnihluta
eða í stjórnar-andstöðu.
Í ríkisstjórn sitja ráðherrar sem stjórna í ákveðnum málefnum.
Til dæmis umhverfis- og auðlinda-ráðherra
sem ber ábyrgð á öllum málum um
umhverfi, loftslags-mál og auðlindir.