Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Endurhæfing

Þjálfun og önnur aðstoð sem við fáum
eftir veikindi, slys eða eitthvað áfall í lífinu.

Endurhæfing á að hjálpa okkur
að taka þátt í samfélaginu.

Lesa meira
Intersex

Intersex einstaklingar fæðast með líkams-einkenni sem eru ekki bara eins og hjá körlum eða konu.

Sumir eru sambland af karli og konu.

Sumir eru hvorki karlar né konu.

Oft sést það um leið og barnið fæðist, en stundum þegar barnið verður kynþroska.

Intersex fólk er hinsegin fólk. 
Heimasíða Intersex á Íslandi.

Lesa meira
Leiðbeiningar

Leið-beiningar eru upplýsingar sem hjálpa okkur
að leysa verkefni eða nota eitthvað.

Við getum fengið leiðbeiningar á blaði og í tölvu.
Leiðbeiningar geta verið texti og myndir og teikningar.
Við getum fengið leiðbeiningar í tölvu.
Til dæmis myndband og upplestur og tónlist.
Líka vefsíða sem við smellum á.

Við getum líka fengið leiðbeiningar frá öðru fólki.
Þau geta talað við okkur og útskýrt hvað við eigum að gera.
Stundum gefur annað fólk okkur leiðbeiningar í gegnum síma.

Dæmi um leiðbeiningar:
Þegar við kaupum borð í IKEA
þurfum við sjálf að setja borðið-saman.
Við fáum borðið í stórum kassa
og í kassanum er líka blað með myndum.
Þetta blað sýnir hvernig við getum sett hilluna saman.
Þetta blað er dæmi um leiðbeiningar.

Lesa meira
Tekjuáætlun

Þegar við sækjum um að fá greiðslur
þurfum við að senda allskonar upplýsingar um okkur.
Til dæmis sendum við upplýsingar
um laun og greiðslur sem við fáum.

Við köllum þessar upplýsingar tekju-áætlun.

Tekju-áætlun okkar er notuð
til að reikna hversu miklar greiðslur við höfum rétt á.
Til dæmis notar Trygginga-stofnun
tekju-áætlun okkar til að reikna út
hvað við fáum mikið í örorku-greiðslur.

Lesa meira