Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Skammtímadvöl

Skammtíma-dvöl er staður þar sem þú býrð í stuttan tíma
eða heimsækir í stuttan tíma.

Oftast fara börn og ungmenni í skammtíma-dvöl
en stundum fer fullorðið fólk líka.

Lesa meira
Hreyfihömlun

Hreyfi-hömlun er orð sem er notað um fatlað fólk
sem á erfitt með að komast um
nema þau noti hjálpartæki.
Hjálpartækin eru til dæmis
hjólastóll eða göngugrind.

Hömlun þýðir það sama og hindrun,
eða að það sé erfitt að gera eitthvað.

Lesa meira
Sjálfsákvörðunarréttur

Sjálfs-ákvörðunar-réttur þýðir
að við eigum að fá að ráða sjálf. 

Við eigum að hafa okkar sjálfs-ákvörðunar-rétt
þó að öðru fólki finnist við taka rangar ákvarðanir.

Fatlað fólk má taka slæmar ákvarðanir
alveg eins og ófatlað fólk má gera það.

Fatlað fólk á að fá stuðning til þess
að taka ákvarðanir ef fatlað fólk þarf og vill það.

Lesa meira
Mannréttindi

Mann-réttindi eru réttindi alls fólks í heiminum.

Þetta eru réttindi sem þú átt að hafa alltaf og alls staðar.
Sama hver þú ert og sama hvernig þú ert.

  • Sama þó þú þurfir aðstoð
  • Sama þó þú getir ekki lesið eða skrifað
  • Sama þó þú hafir annan húðlit

Þú átt sömu réttindi og allt annað fólk.

  • Sama þó þú elskir manneskju af sama kyni
  • Sama þú þú sért fötluð
  • Sama þó þú talir annað tungumál en íslensku
Lesa meira