Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Afkomandi

Allt sem er lifandi er afkomandi einhvers.
Afkomendur geta fæðst eða vaxið.

Barn sem fæðist er afkomandi foreldra sinna.
Foreldar barnsins eru afkomendur sinna foreldra,
sem eru ömmur og afar.
Ömmur og afar eru afkomendur sinna foreldra,
sem eru lang-ömmur og lang-afar.

Lang-ömmur og lang-afar eru líka afkomendur,
og svona heldur það áfram
því allt fólk er afkomandi einhvers.

Og barnið er þá afkomandi alls þessa fólks, lengst aftur í tímann.

 

Við notum orðið afkvæmi þegar við tölum um dýr og plöntur.
Afkvæmi þýðir það sama og afkomandi.
Kettlingar eru afkvæmi, líka uglu-ungar
og hvala-kálfar.
Þegar lítil planta vex út frá stórri plöntu
er litla plantan afkvæmi.

Við tökum fræ úr jarðarberi og setjum það í mold.
Plantan sem vex upp úr moldinni er afkvæmi þessa jarðarbers.
Ef það vaxa fleiri plöntur frá nýju plöntunni
eru þær allar afkvæmi sama gamla jarðar-bersins.
Og það jarðar-ber er líka afkvæmi
því einu sinni var það pínu-lítið á annarri plöntu.

Lesa meira
Tölva

Tölva er vél sem getur geymt og unnið með allskyns upplýsingar.

Við segjum að tölva vinni með gögn.
Tölvur geta til dæmis:

  • geymt upplýsingar
  • reiknað
  • sýnt upplýsingar

Tölvur geta unnið með tölustafi og myndir
og texta og gert allskyns útreikninga.
Tölvur geta sýnt upplýsingar á skjá
og þær geta sent gögn í aðrar tölvur.


Tölvur eru litlar og stórar.
Það eru litlar tölvur inni í símum.
Þær sjá um öll verkefnin sem við gerum í símanum.
Þegar við skrifum tölustafi getur tölvan reiknað fyrir okkur.

Tölvan getur líka notað tölustafi til að hringja.
Þá notar tölvan tölustafina sem símanúmer.
Tölva í síma getur líka sýnt myndir og myndbönd
og stjórnað myndavélinni í símanum.
Tölvan getur líka spilað hljóð og tónlist
og leyft okkur að spila tölvuleiki.


Það eru líka tölvur í flugvélum.
Í flugvél er tölva notuð af fólkinu sem stjórnar flugvélinni.
Tölvan reiknar til dæmis hversu langt er eftir af flugtímanum
og sýnir veðrið.

Stýrið í flugvélinni er tengt við tölvu.
Þessi tölva:

  • geymir upplýsingar um hversu hratt flugvélin flýgur
  • sýnir hversu langt er þangað til flugvélin kemur á áfangastað
  • sýnir hvernig veður er
  • og allskyns fleira

Þegar farþegar nota skjá á sætinu fyrir framan sig
til dæmis til að horfa á bíómynd
þá eru farþegarnir líka að nota tölvu.


Þegar við förum í banka og tökum númer til að bíða
er skjár sem sýnir hvaða númer er núna verið að afgreiða.
Þegar það er komið að okkur kemur númerið okkar á skjáinn.

Það er tölva sem sér um þetta.
Hún prentar út númer fyrir okkur.
Þegar við tökum númerið veit tölvan að þetta númer er komið í biðröðina.
Starfsfólkið í bankanum ýtir á takka þegar þau eru tilbúin að fá næsta viðskiptavin
og þá sendast skilaboð til tölvunnar sem athugar hvaða númer er næst.


Hvað getur tölva geymt?

Tölva getur geymt upplýsingar og gögn.

Gögn eru til dæmis:

  • bókstafir
  • tölustafir
  • myndir
  • tákn

Tölvan notar þetta til að reikna eða sýna á skjá.


Úr hverju er tölva búin til?

Tölva er búin til úr mjög mörgum litlum hlutum sem eru tengdir saman.
Hver hlutur er með sitt hlutverk
og hjálpar til við að reikna eða sýna myndir.

Þegar tölvan vinnur sendir hún skilaboð til allra þessara hluta.
Sumir þessir hlutir líta út eins og litlir kubbar
og eru stundum kallaðir tölvu-kubbar.

Tölvan þarf rafmagn til að senda skilaboð til allra þessara tölvu-kubba.

Tölvan geymir allt í minninu sínu
sem við köllum tölvu-minni.
Í tölvu-minninu geymir tölvan allt sem hún kann að gera
og líka allt sem við viljum að tölvan geymi fyrir okkur.
Til dæmis ljósmyndir og myndbönd.

Lesa meira
Einkastaðir

Einka-staðir okkar eru á líkamanum.
Einka-staðir eru rass, typpi, píka, brjóst.
Til dæmis ná sund-fötin okkar yfir einka-staðina.

Við eigum okkar líkama sjálf.
Við eigum einka-staðina og við eigum allt hitt á líkama okkar.
Við eigum hárið, axlir, hné, tær, nef, bak, munninn, tennurnar, tunguna.
Við eigum alla húðina, andlitið, hendur og fætur.
Við eigum líkamann okkar.

Við ráðum hvort einhver snerti okkur.
Við ráðum hvar einhver snertir okkur.
Við ráðum hvort einhver megi byrja að snerta okkur
og við ráðum hvenær einhver á að hætta því.

Allt fólk ræður því sjálft hvort einhver snerti það.
Það þýðir að við megum ekki snerta annað fólk nema það leyfi okkur það fyrst.

Lesa meira
Fóstur

Fóstur er þegar barn getur ekki búið á heimilinu sínu
vegna þess að það er ekki öruggt.
Fóstur-foreldrar eru foreldar sem taka að sér barn
sem hefur ekki búið við öryggi og nógu góðar aðstæður.

Barna- og fjölskyldustofa sér um allt
sem tengist barna-vernd og fóstur-fjölskyldum á Íslandi.
Það eru líka barna-verndar-nefndir í öllum bæjum og borgum.

Hvað er tímabundið fóstur? 
Tímabundið þýðir að barnið verður ekki alltaf hjá þessum fóstur-foreldrum.
Tímabundið fóstur getur verið 1 ár en má vera í mesta lagi 2 ár.
Þá er markmiðið að barnið fari aftur til foreldra sinna eftir 1 eða 2 ár.
Börnin hitta foreldra sína oft á meðan þau eru í fóstri.

Hvað er varanlegt fóstur?
Þá er barnið hjá fóstur-foreldrum alveg þar til það verður 18 ára.
Það mun líklega ekki fara aftur til foreldra sinna.
Barnið hittir foreldra sína ekki eins oft, eins og það myndi gera ef það væri í tímabundnu fóstri.

Hvað er styrkt fóstur?
Ef barnið þarf sérstaka aðstoð á fóstur-heimili sínu í styttri tíma heitir það styrkt fóstur.
Það er aldrei lengra en 2 ár.
Þetta er fyrir börn sem eiga erfitt með tilfinningar sínar og eru með hegðunar-vanda.
Þá er annað fóstur-foreldri eins og það sé í vinnu við að hugsa um barnið og hjálpa því.

Þessar upplýsingar eru af vef Barna- og fjölskyldustofu.

Lesa meira