Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Stuðningsfjölskylda

Stuðnings-fjölskylda er þegar fjölskylda eða manneskja
tekur til sín barn eða hittir það reglulega.

Þetta er gert til að aðstoða fötluð börn og ungt fatlað fólk.
Til dæmis til að gera eitthvað skemmtilegt
eða til að foreldrar sem eiga fötluð börn geti hvílt sig.

Lesa meira
Afkomandi

Allt sem er lifandi er afkomandi einhvers.
Afkomendur geta fæðst eða vaxið.

Barn sem fæðist er afkomandi foreldra sinna.
Foreldar barnsins eru afkomendur sinna foreldra,
sem eru ömmur og afar.
Ömmur og afar eru afkomendur sinna foreldra,
sem eru lang-ömmur og lang-afar.

Lang-ömmur og lang-afar eru líka afkomendur,
og svona heldur það áfram
því allt fólk er afkomandi einhvers.

Og barnið er þá afkomandi alls þessa fólks, lengst aftur í tímann.

 

Við notum orðið afkvæmi þegar við tölum um dýr og plöntur.
Afkvæmi þýðir það sama og afkomandi.
Kettlingar eru afkvæmi, líka uglu-ungar
og hvala-kálfar.
Þegar lítil planta vex út frá stórri plöntu
er litla plantan afkvæmi.

Við tökum fræ úr jarðarberi og setjum það í mold.
Plantan sem vex upp úr moldinni er afkvæmi þessa jarðarbers.
Ef það vaxa fleiri plöntur frá nýju plöntunni
eru þær allar afkvæmi sama gamla jarðar-bersins.
Og það jarðar-ber er líka afkvæmi
því einu sinni var það pínu-lítið á annarri plöntu.

Lesa meira
Rafræn skilríki

Með rafrænum skilríkjum
færðu aðgang að þjónustu og upplýsingum
sem eru bara fyrir þig og enga aðra.

Þú getur til dæmis notað rafræn skilríki
þegar þú sækir um þjónustu
hjá Reykjavíkurborg,
banka eða lækni.


En hvað eru skilríki?

Á skilríkjunum þínum eru upplýsingar um þig
sem sanna hver þú ert.

Þar er til dæmis mynd af þér,
nafnið þitt og afmælis-dagurinn þinn.

Líka aðrar upplýsingar um þig
sem segja öðru fólki
að þú ert í alvöru þú.


Þú getur fengið skilríki
sem þú notar í símanum þínum.

Við köllum þau rafræn skilríki.

Rafræn skilríki eru eins og lykill
sem opnar fyrir þér aðgang
að alls kyns þjónustu og upplýsingum
sem eru bara fyrir þig
og enga aðra.


Þú getur notað rafrænu skilríkin þín
til að gera svo margt.

Til dæmis getur þú sótt um fjárhags-aðstoð
og aksturs-þjónustu.

Þú getur sótt um þjónustu hjá Trygginga-stofnun ríkisins (TR).

Þú getur líka talað við lækninn þinn
og margt fleira.


Þú færð rafræn skilríki
hjá síma-fyrirtæki eða í banka.
Þú getur líka farið í fyrirtæki sem heitir Auðkenni.

Rafræn skilríki virka í næstum öllum snjall-símum
og líka í takka-símum.

Lesa meira
Markmið

Markmið er það sem þú hefur ákveðið að þú viljir. Markmið er líka ástæða og tilgangur þess sem við erum að gera.

Þegar við setjum okkur markmið erum við að hugsa um af hverju við erum að gera þetta. Stundum er markmið að gera verkefni skemmtilegt. Stundum er markmið að læra eitthvað nýtt.

Til dæmis klárar þú verkefni og lærðir það sem þú vildir. Þá er sagt að þú hafir náð markmiðinu.

Markmið getur verið að læra nýtt tungumál, að gera 10 armbeygjur, útskrifast úr menntaskóla eða hitta vini sína oftar. 

Lesa meira