-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Sem er hægt að treysta, er traust og er til staðar fyrir okkur.
Að vera örugg getur líka þýtt að við erum ekki hrædd og okkur líður vel.
Mann-réttindi eru réttindi alls fólks í heiminum.
Þetta eru réttindi sem þú átt að hafa alltaf og alls staðar.
Sama hver þú ert og sama hvernig þú ert.
- Sama þó þú þurfir aðstoð
- Sama þó þú getir ekki lesið eða skrifað
- Sama þó þú hafir annan húðlit
Þú átt sömu réttindi og allt annað fólk.
- Sama þó þú elskir manneskju af sama kyni
- Sama þú þú sért fötluð
- Sama þó þú talir annað tungumál en íslensku
Sveitarfélag er yfirleitt ein borg eða bær.
Það getur líka verið stærra svæði
með mörgum þorpum eða sveitum.
Sveitarfélag hefur sveitarstjórn
sem er valin í sveitar-stjórnar-kosningum.
Dæmi um sveitarfélag er Reykjavíkurborg.
Snæfellsbær og Fjarðarbyggð eru líka sveitarfélög.
Sveitarfélag sér um grunn-þjónustu við íbúana.
Það býður upp á skóla og leikskóla.
Það tekur ruslið okkar.
Það sér um sundlaug og bókasafn
og sér um þjónustu við fatlað fólk.
Aðgengi getur þýtt möguleiki til að komast á stað eða farið um án vandræða.
Aðgengi getur líka átt við um hvort við skiljum til dæmis texta eða gögn.
Aðgengi er til dæmis:
lyftur og rampar fyrir fólk sem á erfitt með að labba eða notar hjólastól,
blindra-letur fyrir blinda og sjónskerta,
upplýsingar á auðlesnu máli,
táknmálstúlkun.