-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Réttindagæsla fyrir fatlað fólk er stundum kölluð réttindagæslan.
Á þessari skrifstofu vinnur fólk
sem kallast réttindagæslu-menn.
Réttindagæslu-maður á að
hjálpa fötluðu fólki að fá réttindi sín
og gefa fötluðu fólki góð ráð og hjálpa þeim.
Fatlað fólk getur leitað til réttindagæslu-manns
með allt sem varðar réttindi sín.
Líka fjár-mál og persónuleg mál.
Réttindagæslu-maður á að veita fötluðu fólki stuðning og aðstoð.
Réttindagæslu-maður á líka að fylgjast með því
að fatlað fólk sem býr til dæmis á stofnun
hafi það gott.
Vefsíða réttindagæslunnar er:
https://island.is/s/rettindagaesla-fatlads-folks
Einka-staðir okkar eru á líkamanum.
Einka-staðir eru rass, typpi, píka, brjóst.
Til dæmis ná sund-fötin okkar yfir einka-staðina.
Við eigum okkar líkama sjálf.
Við eigum einka-staðina og við eigum allt hitt á líkama okkar.
Við eigum hárið, axlir, hné, tær, nef, bak, munninn, tennurnar, tunguna.
Við eigum alla húðina, andlitið, hendur og fætur.
Við eigum líkamann okkar.
Við ráðum hvort einhver snerti okkur.
Við ráðum hvar einhver snertir okkur.
Við ráðum hvort einhver megi byrja að snerta okkur
og við ráðum hvenær einhver á að hætta því.
Allt fólk ræður því sjálft hvort einhver snerti það.
Það þýðir að við megum ekki snerta annað fólk nema það leyfi okkur það fyrst.
Þegar við sækjum um að fá greiðslur
þurfum við að senda allskonar upplýsingar um okkur.
Til dæmis sendum við upplýsingar
um laun og greiðslur sem við fáum.
Við köllum þessar upplýsingar tekju-áætlun.
Tekju-áætlun okkar er notuð
til að reikna hversu miklar greiðslur við höfum rétt á.
Til dæmis notar Trygginga-stofnun
tekju-áætlun okkar til að reikna út
hvað við fáum mikið í örorku-greiðslur.
Veður er það hvernig breytingar verða í loft-hjúpi á jörðinni.

Lofthjúpur er það sem er allt í kringum jörðina.
Lofthjúpurinn er ástæðan fyrir að við getum búið á jörðinni.
Lofthjúpurinn passar okkur frá geislum sem koma frá sólinni og geimnum.
Lofthjúpurinn lætur vera jafnt hitastig á jörðinni.
Ef það væri enginn lofthjúpur gætum við ekki lifað á jörðinni.
Veður er allt sem gerist inni í þessum lofthjúpi.
Veður eru hlutir eins og vindur, eldingar, rigning, snjór, og haglél.
Veður er líka hiti og kuldi.
Við vitum hvernig veðrið er eftir árstíðum í heiminum.
Árstíðirnar eru vetur, vor, sumar og haust.
Veður hefur áhrif á það hvernig okkur líður.
Veður hefur áhrif á það í hvaða föt við förum.
Veður hefur líka áhrif á hvaða mat við borðum, því það er hægt að borða ólíkan mat eftir árstíðum.
Vísindamenn geta skoðað kort og séð hvernig veðrið verður næstu daga og vikur.
Þessir vísindamenn heita veður-fræðingar.