Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Samkynhneigð
Manneskja sem er hrifin af fólki sem er af sama kyni og hún sjálf.
Hommi er karlmaður sem er hrifinn af karlmönnum.
Lesbía er kona sem er hrifin af konum.
Samkynhneigt fólk er hinsegin fólk.
Höfuðborgarsvæðið
Höfuðborgar-svæðið er orð sem við notum
þegar við tölum um Reykjavík
og alla bæina sem eru í kringum Reykjavík.
Höfuðborgarsvæðið er:
- Reykjavík
- Kópavogur
- Hafnarfjörður
- Garðabær
- Mosfellsbær
- Seltjarnarnes
- Kjós
Intersex
Intersex einstaklingar fæðast með líkams-einkenni sem eru ekki bara eins og hjá körlum eða konu.
Sumir eru sambland af karli og konu.
Sumir eru hvorki karlar né konu.
Oft sést það um leið og barnið fæðist, en stundum þegar barnið verður kynþroska.
Intersex fólk er hinsegin fólk.
Heimasíða Intersex á Íslandi.
Þörf / þarfir
Þörf er eitthvað sem er okkur nauðsynlegt.
Dæmi: „Allt fólk hefur þörf fyrir vatn og mat.“