-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Stuðningsfjölskylda
Stuðnings-fjölskylda er þegar fjölskylda eða manneskja
tekur til sín barn eða hittir það reglulega.
Þetta er gert til að aðstoða fötluð börn og ungt fatlað fólk.
Til dæmis til að gera eitthvað skemmtilegt
eða til að foreldrar sem eiga fötluð börn geti hvílt sig.
Samkynhneigð
Manneskja sem er hrifin af fólki sem er af sama kyni og hún sjálf.
Hommi er karlmaður sem er hrifinn af karlmönnum.
Lesbía er kona sem er hrifin af konum.
Samkynhneigt fólk er hinsegin fólk.
Samráð
Samráð er þegar við tökum ákvörðun saman
og hlustum á skoðanir hvers annars.
Samráð getur til dæmis verið:
þegar stjórnvöld tala við fatlað fólk
til að fá að heyra skoðanir þeirra
og um þeirra lífsreynslu til að taka góðar ákvarðanir.
Stjórnvöld eiga að hafa samráð við fatlað fólk.