-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Skilaboð þýðir eitthvað sem fólk vill segja við eina aðra manneskju eða margar. Skilaboð eru oftast notuð þegar fólk er ekki á sama stað.
Fólk getur skrifað skilaboð á blað eða sent tölvupóst. Fólk sendir líka skilaboð í SMS og á samskipta-miðlum. Það geta líka verið hljóð-skilaboð eða myndband.
Og stundum réttir manneskja okkur skilaboð frá einhverjum öðrum.
Skilaboð geta verið venjuleg og þau geta verið mjög mikilvæg. Þau geta verið auðskilin eða flókin.
Og skilaboð geta bæði verið falleg og ljót, þau geta gert okkur glöð og þau geta sært okkur.
Sum skilaboð er hægt að sýna öðrum. Það þýðir að margar manneskjur geta séð og lesið skilaboð sem eiga kannski að vera leyndarmál.
Stundum notum við orðið skilaboð um eitthvað sem fólk segir ekki með orðum.
Til dæmis getur manneskja horft á aðra með einhvern svip. Þó manneskjan noti engin orð er hægt að segja að þessi svipur sendi skilaboð.
Fyrirtæki og byggingar eru oft ekki með gott aðgengi fyrir fólk sem á erfitt með að labba eða notar hjólastól. Og snjó er mokað af götunum og settur ofan á gangstéttir svo ekkert fólk getur notað þær.
Þetta eru skilaboð um að fatlað fólk þurfi ekki að komast um.
Lög-heimili er staðurinn þar sem þú hefur fasta búsetu,
sem þýðir hvar þú býrð.
Lög-heimili er staðurinn þar sem þú ert með heimilið þitt,
þar sem þú sefur og sinnir tómstundum.
Lög-heimili er ekki þar sem þú ert í stuttan tíma
til dæmis ef þú ert í námi, eða í fríi,
eða þegar þú ert annars staðar
vegna veikinda eða af öðrum ástæðum.
Þjálfun og önnur aðstoð sem við fáum
eftir veikindi, slys eða eitthvað áfall í lífinu.
Endurhæfing á að hjálpa okkur
að taka þátt í samfélaginu.
Tvíkynhneigð manneskja er hrifin af fólki af mörgum kynjum.
Þá er manneskjan ekki bara hrifin af körlum eða konum
heldur bæði.
Það þýðir ekki að manneskjan sé hrifin af öllu fólki,
en manneskjan er bæði hrifin af konum og körlum.
Fólk sem er tvíkynhneigt er hinsegin fólk.