Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

NPA (notendastýrð persónuleg aðstoð)

Notenda-stýrð persónuleg aðstoð
er þjónusta sem hjálpar fólki að eiga sjálfstætt líf.

Þú stjórnar þjónustunni.

Þjónustan leyfir þér að ráða hvar þú býrð
og með hverjum þú býrð.
Þú stjórnar líka hver aðstoðar þig
og við hvað þú færð aðstoð.

Lesa meira
Þekking

Þegar þú hefur heyrt um eitthvað eða skilur það, er sagt að þú hafir þekkingu á því. Þekking getur verið um fólk og upplýsingar og hvaða aðferðir við notum. Þekking er líka um hluti og tækni.

Við fáum meiri þekkingu með því að lesa og æfa okkur og gera rannsóknir. Og þegar við stundum nám eða vinnu.

Lesa meira
Hreyfihömlun

Hreyfi-hömlun er orð sem er notað um fatlað fólk
sem á erfitt með að komast um
nema þau noti hjálpartæki.
Hjálpartækin eru til dæmis
hjólastóll eða göngugrind.

Hömlun þýðir það sama og hindrun,
eða að það sé erfitt að gera eitthvað.

Lesa meira
Aðgengi

Aðgengi getur þýtt möguleiki til að komast á stað eða farið um án vandræða.

Aðgengi getur líka átt við um hvort við skiljum til dæmis texta eða gögn.

Aðgengi er til dæmis:
lyftur og rampar fyrir fólk sem á erfitt með að labba eða notar hjólastól,
blindra-letur fyrir blinda og sjónskerta,
upplýsingar á auðlesnu máli,
táknmálstúlkun.

Lesa meira