Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Sameinuðu þjóðirnar

Sameinuðu þjóðirnar eru samtök
þar sem þjóðir í heiminum hittast til að ræða saman
og komast að samkomulagi um mikilvæg mál sem varða okkur öll.

Næstum öll lönd í heiminum eru í þessum samtökum.

Öll lönd í samtökunum hafa eitt atkvæði.
Það þýðir að öll lönd mega kjósa um það
sem samtökin vilja ákveða saman.
Lönd mega kjósa hvort sem löndin eru lítil eða stór,
fátæk eða rík.

Sameinuðu þjóðirnar vilja frið og öryggi á milli landa.
Þau vilja að vandamál séu leyst í sameiningu.
Þau vilja líka frelsi og jafnrétti fyrir alla.
Sameinuðu þjóðirnar gerðu samning um réttindi fatlaðs fólks.

Lesa meira
Fóstur

Fóstur er þegar barn getur ekki búið á heimilinu sínu
vegna þess að það er ekki öruggt.
Fóstur-foreldrar eru foreldar sem taka að sér barn
sem hefur ekki búið við öryggi og nógu góðar aðstæður.

Barna- og fjölskyldustofa sér um allt
sem tengist barna-vernd og fóstur-fjölskyldum á Íslandi.
Það eru líka barna-verndar-nefndir í öllum bæjum og borgum.

Hvað er tímabundið fóstur? 
Tímabundið þýðir að barnið verður ekki alltaf hjá þessum fóstur-foreldrum.
Tímabundið fóstur getur verið 1 ár en má vera í mesta lagi 2 ár.
Þá er markmiðið að barnið fari aftur til foreldra sinna eftir 1 eða 2 ár.
Börnin hitta foreldra sína oft á meðan þau eru í fóstri.

Hvað er varanlegt fóstur?
Þá er barnið hjá fóstur-foreldrum alveg þar til það verður 18 ára.
Það mun líklega ekki fara aftur til foreldra sinna.
Barnið hittir foreldra sína ekki eins oft, eins og það myndi gera ef það væri í tímabundnu fóstri.

Hvað er styrkt fóstur?
Ef barnið þarf sérstaka aðstoð á fóstur-heimili sínu í styttri tíma heitir það styrkt fóstur.
Það er aldrei lengra en 2 ár.
Þetta er fyrir börn sem eiga erfitt með tilfinningar sínar og eru með hegðunar-vanda.
Þá er annað fóstur-foreldri eins og það sé í vinnu við að hugsa um barnið og hjálpa því.

Þessar upplýsingar eru af vef Barna- og fjölskyldustofu.

Lesa meira
NPA (notendastýrð persónuleg aðstoð)

Notenda-stýrð persónuleg aðstoð
er þjónusta sem hjálpar fólki að eiga sjálfstætt líf.

Þú stjórnar þjónustunni.

Þjónustan leyfir þér að ráða hvar þú býrð
og með hverjum þú býrð.
Þú stjórnar líka hver aðstoðar þig
og við hvað þú færð aðstoð.

Lesa meira
Samkynhneigð

Manneskja sem er hrifin af fólki sem er af sama kyni og hún sjálf.

Hommi er karlmaður sem er hrifinn af karlmönnum.

Lesbía er kona sem er hrifin af konum.

Samkynhneigt fólk er hinsegin fólk.

Lesa meira