Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Barnavernd

Barna- og fjölskyldustofa er stofnun hjá ríkinu.
Þau hugsa um velferð barna og það sem er best fyrir börn.
Þau vinna eftir barnaverndar-lögum sem Alþingi setur. 

Stundum á fólk í erfiðleikum með að hugsa um börnin sín.
Þá fær fólkið leiðbeiningar og hjálp frá barnavernd.

Stundum þurfa börn að fara af heimili sínu og búa hjá fóstur-fjölskyldu.
Stundum er það í stuttan tíma á meðan foreldarnir fá hjálp og reyna að bæta sig.
Stundum eru börn í langan tíma hjá fóstur-fjölskyldu.

Í öllum bæjum og borgum er barnaverndar-nefnd.
Allt fólk þarf að láta vita ef þau halda að barn sé ekki öruggt
eða einhver sé vondur við barnið.

Smelltu hér til að skoða heimasíðu Barna- og fjölskyldustofu

Lesa meira
Herbergjasambýli

Herbergja-sambýli er þegar fatlað fólk býr ekki í eigin íbúð. 

Í herbergja-sambýli fær fatlað fólk bara herbergi til umráða.
Í herbergja-sambýli eru mörg herbergi
og margt fólk notar eldhús og aðstöðu saman.

Herbergja-sambýli eru úrelt.
Fatlað fólk á að búa í betra húsnæði.

Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi þjónustuþarfir
stendur að það eigi að bjóða fólki
sem býr núna á herbergja-sambýli
að flytja í íbúðir.

Allt fólk hefur rétt á að búa eins og það vill.

Lesa meira
Barnasáttmálinn

Mikilvægur samningur um öll börn og mann-réttindi þeirra.
Samningurinn er gerður af öllum löndum í Sameinuðu þjóðunum.

Barnasáttmálinn útskýrir hvað það er að vera barn
og öll réttindi barna.

Enginn getur tekið þessi réttindi af börnum.
Barnasáttmálinn er líka reglur um hvernig fullorðið fólk
á að hugsa um börn.
Börn hafa rétt á að líða vel og vera örugg í lífi sínu.

Öll löndin sem gerðu samninginn
lofa að tryggja börnum þessi réttindi.

Ísland er búið að lögfesta Barnasáttmálann.
Það þýðir að allt sem er í Barnasáttmálanum
á líka að vera í íslenskum lögum og reglum.

Lesa meira
Félagsþjónusta

Félags-þjónusta sveitarfélaga á að tryggja
að íbúar hafi fjárhagslegt öryggi og félagslegt öryggi.

Þessi þjónusta á að stuðla að velferð íbúa.
Velferð þýðir að öllum á að líða vel.

Félags-þjónustan er fjöl-breytt þjónusta
fyrir einstaklinga og fjölskyldur.

Þjónustan á að skoða sérstaklega tækifæri fyrir:

  • börn
  • ungt fólk
  • fatlað fólk
  • aldrað fólk


Sveitarfélag á að veita stuðning og ráðgjöf.

Lesa meira