Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Hinsegin

Orðið hinsegin er sagt um fólk
sem finnst það ekki passa
við það sem sam-félagið segir
um kyn, kynvitund eða kynhneigð.

Hér eru dæmi um hvenær við notum orðið hinsegin:

  • Þegar karl elskar annan karl.
    Það heitir að vera hommi eða samkynhneigður.
  • Þegar kona elskar aðra konu.
    Það heitir að vera lesbía eða samkynhneigð.
  • Þegar manneskja elskar bæði konur og karla.
    Þá er manneskjunni sama um kyn þeirra sem hún elskar.
    Það heitir að vera tví-kynhneigð eða pan-kynhneigð.

Orðið hinsegin er líka notað um trans fólk.
Trans er notað um fólk sem upplifir sig ekki af því kyni
sem fólkið var sagt vera þegar það fæddist.
Þegar við fæðumst segir fólk:
„Hér er fæddur lítill drengur“ eða „hér er fædd lítil stúlka“.

Trans fólk upplifir að kynið sem þau voru sögð vera er ekki rétt.

Að vera trans er kallað að vera kynsegin.


Samtökin 78 eru félag hinsegin fólks á Íslandi.

Regnboginn er tákn fyrir hinsegin samfélagið.
Fólk setur oft upp regnboga-fánar til að styðja hinsegin fólk.

Lesa meira
Markmið

Markmið er það sem þú hefur ákveðið að þú viljir. Markmið er líka ástæða og tilgangur þess sem við erum að gera.

Þegar við setjum okkur markmið erum við að hugsa um af hverju við erum að gera þetta. Stundum er markmið að gera verkefni skemmtilegt. Stundum er markmið að læra eitthvað nýtt.

Til dæmis klárar þú verkefni og lærðir það sem þú vildir. Þá er sagt að þú hafir náð markmiðinu.

Markmið getur verið að læra nýtt tungumál, að gera 10 armbeygjur, útskrifast úr menntaskóla eða hitta vini sína oftar. 

Lesa meira
Þörf / þarfir

Þörf er eitthvað sem er okkur nauðsynlegt.

Dæmi: „Allt fólk hefur þörf fyrir vatn og mat.“

Lesa meira
Þjóðaratkvæðagreiðsla

Þjóðar-atkvæða-greiðsla er þegar fólk í landinu
fær að kjósa um eitthvað málefni.

Atkvæða-greiðsla er eins og aðrar kosningar.
Þá má allt fólk sem er með kosninga-rétt
fara á kjör-stað og og skila inn sínu atkvæði.

Fólk ræður alltaf sjálft hvað það kýs.

Oftast kjósum við um stjórnmála-flokka eða forseta-frambjóðendur.
Þjóðar-atkvæða-greiðslur eru þegar þjóðin þarf saman
að ákveða eitthvað mikilvægt.

Lesa meira