-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Tómstundir er tími þegar við þurfum ekki að sinna skyldu-verkum.
Tómstundir er eitthvað sem okkur finnst gaman að gera.
Þá getum við til dæmis stundað íþróttir eða skapað list.
Í lífinu heyrum við oft að sumt er konu-legt og annað karla-legt.
Þessi skilaboð eru ekki um líkamlegt kyn eða líf-fræði.
Skilaboðin eru það sem samfélagið segir að passi við konur,
og það sem passi við karla.
Til dæmis að sum störf séu bara fyrir konur
og önnur störf séu bara fyrir karla.
Það eru líka áhugamál og föt
sem við heyrum að séu bara fyrir annað kynið
og ekki fyrir hitt.
Til dæmis bara fyrir konur og ekki fyrir karla.
Við getum heyrt svona frá fólki
eða lesið þessi skilaboð á vefsíðu.
Þessi skilaboð geta líka verið í bíómyndum
og í tölvuleikjum.
Þá getur konum og körlum liðið eins og
þau megi bara gera suma hluti
og megi ekki gera aðra hluti.
Við köllum þetta kyn-gervi.
Kyngervi er það sem konur og karlar gera
af því að þau heyra að þannig geri konur
og þannig geri karlar.
Þegar fólk sér um barn hefur fólkið rétt á að fá pening frá ríkinu.
Þessi peningur er kallaður barnabætur.
Barnabætur eru fyrir foreldra barna og líka fyrir fólk sem sér um barn.
Þegar börnin eru orðin 18 ára hættir ríkið að borga þessar barnabætur.
Þegar það eru kosningar á Íslandi
er listi sem sýnir hvaða fólk má kjósa
og hvar þetta fólk fer að kjósa.
Þessi listi er kallaður kjör-skrá.
Þú ert á kjör-skrá þar sem þú átt lög-heimili 5 vikum fyrir kjör-dag.
Til dæmis:
Ef þú átt heima í Hafnarfirði ferð þú að kjósa í Suðvestur-kjördæmi.
Þú getur fundið upplýsingar á netinu
til að sjá hvar þú ert á kjör-skrá.