Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Lögfesting

Lög-festing er þegar búin eru til lög um hluti.
Alþingi setur lög.
Lög eru reglurnar sem eru í landinu og allt fólk verður að fylgja.

Til dæmis er búið að lög-festa
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Það þýðir að Alþingi hefur ákveðið
að það sem stendur í Barnasáttmálanum eigi að vera lög á Íslandi,
alveg eins og önnur lög sem Alþingi hefur sett.

Fólk sem berst fyrir réttindum fatlaðs fólks
vill láta lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks.

Lesa meira
Félagsþjónusta

Félags-þjónusta sveitarfélaga á að tryggja
að íbúar hafi fjárhagslegt öryggi og félagslegt öryggi.

Þessi þjónusta á að stuðla að velferð íbúa.
Velferð þýðir að öllum á að líða vel.

Félags-þjónustan er fjöl-breytt þjónusta
fyrir einstaklinga og fjölskyldur.

Þjónustan á að skoða sérstaklega tækifæri fyrir:

  • börn
  • ungt fólk
  • fatlað fólk
  • aldrað fólk


Sveitarfélag á að veita stuðning og ráðgjöf.

Lesa meira
Samráð

Samráð er þegar við tökum ákvörðun saman
og hlustum á skoðanir hvers annars.

Samráð getur til dæmis verið:
þegar stjórnvöld tala við fatlað fólk
til að fá að heyra skoðanir þeirra
og um þeirra lífsreynslu til að taka góðar ákvarðanir.

Stjórnvöld eiga að hafa samráð við fatlað fólk.

Lesa meira
Hreyfihömlun

Hreyfi-hömlun er orð sem er notað um fatlað fólk
sem á erfitt með að komast um
nema þau noti hjálpartæki.
Hjálpartækin eru til dæmis
hjólastóll eða göngugrind.

Hömlun þýðir það sama og hindrun,
eða að það sé erfitt að gera eitthvað.

Lesa meira