Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Flóttafólk

Flótta-fólk þýðir það sama og flótta-maður.
Flóttamaður er manneskja sem flýr landið sitt og er komin í nýtt land.

Fólk flýr landið sitt vegna þess að það þarf að fara á öruggari stað.
Stundum er mikil fátækt og lítill matur í landinu.
Stundum er landið hættulegt.
Þar getur verið ofbeldi eða stríð.

Sumt flóttafólk kemur slasað eða mjög veikt.

Flóttafólk eru börn, unglingar, fullorðið fólk og gamalt fólk.
Líka fatlað fólk.

Lög og reglur segja að allt flóttafólk hafi mannréttindi.
Allt flóttafólk hefur rétt á að búa á öruggum stað.

Lesa meira
Barnasáttmálinn

Mikilvægur samningur um öll börn og mann-réttindi þeirra.
Samningurinn er gerður af öllum löndum í Sameinuðu þjóðunum.

Barnasáttmálinn útskýrir hvað það er að vera barn
og öll réttindi barna.

Enginn getur tekið þessi réttindi af börnum.
Barnasáttmálinn er líka reglur um hvernig fullorðið fólk
á að hugsa um börn.
Börn hafa rétt á að líða vel og vera örugg í lífi sínu.

Öll löndin sem gerðu samninginn
lofa að tryggja börnum þessi réttindi.

Ísland er búið að lögfesta Barnasáttmálann.
Það þýðir að allt sem er í Barnasáttmálanum
á líka að vera í íslenskum lögum og reglum.

Lesa meira
Örugg / öruggur / öruggt

Sem er hægt að treysta, er traust og er til staðar fyrir okkur.

Að vera örugg getur líka þýtt að við erum ekki hrædd og okkur líður vel.

Lesa meira
Lögfesting

Lög-festing er þegar búin eru til lög um hluti.
Alþingi setur lög.
Lög eru reglurnar sem eru í landinu og allt fólk verður að fylgja.

Til dæmis er búið að lög-festa
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Það þýðir að Alþingi hefur ákveðið
að það sem stendur í Barnasáttmálanum eigi að vera lög á Íslandi,
alveg eins og önnur lög sem Alþingi hefur sett.

Fólk sem berst fyrir réttindum fatlaðs fólks
vill láta lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks.

Lesa meira