Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Lögfesting

Lög-festing er þegar búin eru til lög um hluti.
Alþingi setur lög.
Lög eru reglurnar sem eru í landinu og allt fólk verður að fylgja.

Til dæmis er búið að lög-festa
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Það þýðir að Alþingi hefur ákveðið
að það sem stendur í Barnasáttmálanum eigi að vera lög á Íslandi,
alveg eins og önnur lög sem Alþingi hefur sett.

Fólk sem berst fyrir réttindum fatlaðs fólks
vill láta lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks.

Lesa meira
Kynvitund

Kyn-vitund er hvernig fólk upplifir kyn sitt.

Kyn-vitund snýst ekki um hvernig kynfæri við erum með
eða hvernig við lítum út.
Kyn-vitund snýst um hvernig okkur líður sjálfum.

Við höfum öll kynvitund því við upplifum öll kyn okkar á einhvern hátt:

  • stelpa
  • strákur
  • kynsegin
  • eða eitthvað þar á milli

Kynvitund er orð sem við notum oft
þegar við tölum um hinsegin fólk.

Lesa meira
Einkastaðir

Einka-staðir okkar eru á líkamanum.
Einka-staðir eru rass, typpi, píka, brjóst.
Til dæmis ná sund-fötin okkar yfir einka-staðina.

Við eigum okkar líkama sjálf.
Við eigum einka-staðina og við eigum allt hitt á líkama okkar.
Við eigum hárið, axlir, hné, tær, nef, bak, munninn, tennurnar, tunguna.
Við eigum alla húðina, andlitið, hendur og fætur.
Við eigum líkamann okkar.

Við ráðum hvort einhver snerti okkur.
Við ráðum hvar einhver snertir okkur.
Við ráðum hvort einhver megi byrja að snerta okkur
og við ráðum hvenær einhver á að hætta því.

Allt fólk ræður því sjálft hvort einhver snerti það.
Það þýðir að við megum ekki snerta annað fólk nema það leyfi okkur það fyrst.

Lesa meira
Sanngirnisbætur

Sanngirnis-bætur eru peningar sem fólk fær borgað frá ríkinu
því það var komið illa fram við þau eða brotið á þeim.

Til dæmis ef fötluð börn bjuggu á stofnun eða vistheimili
og einhver meiddi þau eða var vondur við þau.

Sanngirni þýðir eitthvað sem er réttlátt eða rétt.
Bætur þýðir peningur sem fólk fær til að bæta upp fyrir það vonda sem fólk hefur upplifað.

Ef þér líður eins og einhver hafi brotið á þér
skaltu tala við Réttindagæslu fatlaðs fólks.

Smelltu hér til að fara á vefsíðu réttindagæslunnar

Lesa meira