Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Oddviti

Oddviti er orð sem við notum um manneskju sem er í 1. sæti á framboðs-lista hjá stjórnmála-flokki.

Lesa meira
Leyfi

Leyfi er þegar við megum gera eitthvað
því annað fólk sagði það
eða því það stendur á blaði
að við megum gera það.

Til dæmis þurfum við leyfi
til að keyra bíl.
Það heitir öku-leyfi.

Og við þurfum leyfi
til að selja mat á veitinga-húsi.
Það heitir veitinga-leyfi.


Leyfi er líka notað fyrir frí úr vinnu eða skóla.
Til dæmis sumar-leyfi úr vinnunni
eða vetrar-leyfi úr skólanum.


Leyfi er líka notað þegar fólk getur ekki komið í vinnuna
vegna þess að þau eru veik
eða að jafna sig eftir veikindi eða sjúkdóm.
Líka þegar fólk er á spítala.

Það er kallað veikinda-leyfi.

Lesa meira
Valkvæður

Valkvæður þýðir að það er frjálst val.
Við getum sagt valkvæður, valkvæð og valkvætt.
Það þýðir allt það sama.

Þegar eitthvað er valkvætt mátt þú ráða
hvort þú gerir það eða ekki.

Til dæmis:
Ef við lesum að þátttaka er valkvæð
þá ráðum við hvort við tökum þátt.

Lesa meira
Persónulegur talsmaður

Ef þú átt erfitt með að segja hvað þú vilt
og hvað þér finnst
getur þú fengið persónulegan talsmann.

Persónulegur talsmaður þekkir þig
og skilur hvað þú þarft og hvað þú vilt.

Þú hefur áhrif á allar ákvarðanir
og ræður hvort þú samþykkir eða ekki.
Persónulegur talsmaður þinn á að gera allt í samráði við þig.

Lesa meira