-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Kóróna-veiran er veira (vírus) sem getur gert fólk veikt.
Stundum er talað um COVID-19 eða bara COVID.
Þá er líka verið að tala um kóróna-veiruna
Einkenni kóróna-veirunnar eru:
- Hósti
- Hiti
- Beinverkir
- Að finna minni lykt og minna bragð
Í her eru margir hópar af her-mönnum.
Her-maður er manneskja sem er þjálfuð í að berjast í stríði.
Hermaður hefur lært að nota vopn.
Til dæmis byssur og sprengjur.
Og hermaður hefur lært að nota tæki.
Til dæmis flugvél og skriðdreka.
Hermaður er hluti af hópi með öðrum hermönnum.
Oft eru margir hópar
og í hverjum hópi eru margir hermenn.
Saman mynda allir þessir hermenn
það sem við köllum her.
Þegar manneskja er neydd til að gera eitthvað
sem hún vill ekki, er það kallað nauðung.
Í lögum stendur að það er bannað
að beita nauðung í samskiptum við fatlað fólk
nema það hafi verið gefið sérstakt leyfi
vegna þess að það er neyðar-tilvik.
Neyðar-tilvik er til dæmis ef fólk ætlar að meiða sig
eða aðra.
Veður er það hvernig breytingar verða í loft-hjúpi á jörðinni.

Lofthjúpur er það sem er allt í kringum jörðina.
Lofthjúpurinn er ástæðan fyrir að við getum búið á jörðinni.
Lofthjúpurinn passar okkur frá geislum sem koma frá sólinni og geimnum.
Lofthjúpurinn lætur vera jafnt hitastig á jörðinni.
Ef það væri enginn lofthjúpur gætum við ekki lifað á jörðinni.
Veður er allt sem gerist inni í þessum lofthjúpi.
Veður eru hlutir eins og vindur, eldingar, rigning, snjór, og haglél.
Veður er líka hiti og kuldi.
Við vitum hvernig veðrið er eftir árstíðum í heiminum.
Árstíðirnar eru vetur, vor, sumar og haust.
Veður hefur áhrif á það hvernig okkur líður.
Veður hefur áhrif á það í hvaða föt við förum.
Veður hefur líka áhrif á hvaða mat við borðum, því það er hægt að borða ólíkan mat eftir árstíðum.
Vísindamenn geta skoðað kort og séð hvernig veðrið verður næstu daga og vikur.
Þessir vísindamenn heita veður-fræðingar.