Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Lögfesting

Lög-festing er þegar búin eru til lög um hluti.
Alþingi setur lög.
Lög eru reglurnar sem eru í landinu og allt fólk verður að fylgja.

Til dæmis er búið að lög-festa
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Það þýðir að Alþingi hefur ákveðið
að það sem stendur í Barnasáttmálanum eigi að vera lög á Íslandi,
alveg eins og önnur lög sem Alþingi hefur sett.

Fólk sem berst fyrir réttindum fatlaðs fólks
vill láta lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks.

Lesa meira
Trans fólk

Trans er notað um fólk sem upplifir sig ekki af því kyni
sem fólkið var sagt vera þegar það fæddist.

Þegar við fæðumst segir fólk:
„Hér er fæddur lítill drengur“
eða „hér er fædd lítil stúlka“.

Trans fólk upplifir að kynið sem þau voru sögð vera er ekki rétt.

Trans kona:
er kona sem var sögð vera strákur þegar hún fæddist.

Trans karl:
er karlmaður sem var sagður vera stúlka þegar hann fæddist.

Trans fólk er hinsegin fólk.

Þetta er fáni trans samfélagsins:

Lesa meira
Sérfræðingur
Manneskja sem veit mjög mikið um eitthvað og hefur mikla reynslu.
Lesa meira
Frístund

Frístund er tími sem er frí frá skyldustörfum.
Til dæmis frí frá skóla eða vinnu.

Í frístund gerum við oft það sem okkur þykir skemmtilegt.

Lesa meira