Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Höfuðborgarsvæðið

Höfuðborgar-svæðið er orð sem við notum
þegar við tölum um Reykjavík
og alla bæina sem eru í kringum Reykjavík. 

Höfuðborgarsvæðið er:

  • Reykjavík
  • Kópavogur
  • Hafnarfjörður
  • Garðabær
  • Mosfellsbær
  • Seltjarnarnes
  • Kjós
Lesa meira
Barnasáttmálinn

Mikilvægur samningur um öll börn og mann-réttindi þeirra.
Samningurinn er gerður af öllum löndum í Sameinuðu þjóðunum.

Barnasáttmálinn útskýrir hvað það er að vera barn
og öll réttindi barna.

Enginn getur tekið þessi réttindi af börnum.
Barnasáttmálinn er líka reglur um hvernig fullorðið fólk
á að hugsa um börn.
Börn hafa rétt á að líða vel og vera örugg í lífi sínu.

Öll löndin sem gerðu samninginn
lofa að tryggja börnum þessi réttindi.

Ísland er búið að lögfesta Barnasáttmálann.
Það þýðir að allt sem er í Barnasáttmálanum
á líka að vera í íslenskum lögum og reglum.

Lesa meira
Ríkisstjórn

Á Íslandi kjósum við í Alþingis-kosningum.
Þá erum við að kjósa stjórnmálaflokka.

Eftir kosningarnar ákveða sumir þessir stjórnmála-flokkar
að vinna saman á Alþingi.
Þá búa þeir til hóp sem er kallaður ríkis-stjórn.

Til að búa til ríkis-stjórn þurfa stjórnmála-flokkarnir
að hafa meira en helming þing-manna.
Flokkarnir þurfa þetta til að hafa fleiri atkvæði á Alþingi.

Ef stjórnmála-flokkar eru ekki í ríkisstjórn
er sagt að þeir séu í minnihluta
eða í stjórnar-andstöðu.


Í ríkisstjórn sitja ráðherrar sem stjórna í ákveðnum málefnum.

Til dæmis umhverfis- og auðlinda-ráðherra
sem ber ábyrgð á öllum málum um
umhverfi, loftslags-mál og auðlindir.

Lesa meira
Kynleiðrétting

Kyn-leiðrétting er ferli sem sumt trans fólk fer í gegnum
til að leiðrétta kyn sitt.

Sem dæmi þá upplifir manneskja sig eins og karlmann
en þegar hann fæddist héldu allir að það væri stelpa.

Þá vill fólk oft laga líkama sinn
svo líkaminn passi betur við það hvernig fólkinu líður.

Kyn-leiðrétting getur til dæmis verið
að fólk taki lyf til að breyta röddinni, hárinu og svoleiðis.
Sumt fólk fer í skurðaðgerð til að laga líkama sinn.
Til dæmis að breyta píkunni í typpi, eða taka brjóstin af.

Það er ekki nauðsynlegt að fara í aðgerðir til að vera trans.

Trans fólk er hinsegin fólk.

Lesa meira