Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Intersex

Intersex einstaklingar fæðast með líkams-einkenni sem eru ekki bara eins og hjá körlum eða konu.

Sumir eru sambland af karli og konu.

Sumir eru hvorki karlar né konu.

Oft sést það um leið og barnið fæðist, en stundum þegar barnið verður kynþroska.

Intersex fólk er hinsegin fólk. 
Heimasíða Intersex á Íslandi.

Lesa meira
Kynsegin

Sumt fólk upplifir sig hvorki sem stráka og stelpur.
Þau upplifa sig utan kynja-kerfisins.

Sumt kynsegin fólk kýs að nota ekki „hann“ eða „hún“.
Þau vilja hlutlaus orð eins og „hán“ eða „héð“.

Það er persónulegt val alls fólks hvaða orð þau nota um sig.
Við verðum alltaf að virða það.

Ef fólk notar hlutlaus orð þá nota þau hvorugkyn.
Til dæmis segja þau: „Ég er svangt“
en ekki „Ég er svangur“ eða „Ég er svöng“.
Alveg eins og við segjum „Barnið er svangt“.

Fólk sem er kynsegin er hinsegin fólk.

Lesa meira
Herbergjasambýli

Herbergja-sambýli er þegar fatlað fólk býr ekki í eigin íbúð. 

Í herbergja-sambýli fær fatlað fólk bara herbergi til umráða.
Í herbergja-sambýli eru mörg herbergi
og margt fólk notar eldhús og aðstöðu saman.

Herbergja-sambýli eru úrelt.
Fatlað fólk á að búa í betra húsnæði.

Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi þjónustuþarfir
stendur að það eigi að bjóða fólki
sem býr núna á herbergja-sambýli
að flytja í íbúðir.

Allt fólk hefur rétt á að búa eins og það vill.

Lesa meira
Skammtímadvöl

Skammtíma-dvöl er staður þar sem þú býrð í stuttan tíma
eða heimsækir í stuttan tíma.

Oftast fara börn og ungmenni í skammtíma-dvöl
en stundum fer fullorðið fólk líka.

Lesa meira