-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Vald-efling er þegar manneskja fær stjórn yfir lífi sínu og aðstæðum.
Mannréttindi okkar er að við getum tekið eigin ákvarðanir.
Til dæmis um nám, vinnu og einkalíf.
Líka um þjónustu sem við nýtum okkur.
Valdefling eykur sjálfstæði okkar og hjálpar okkur að læra um réttindi okkar.
Þannig er valdefling mikilvæg fyrir sterka sjálfs-virðingu og sjálfs-mynd.
Veður er það hvernig breytingar verða í loft-hjúpi á jörðinni.

Lofthjúpur er það sem er allt í kringum jörðina.
Lofthjúpurinn er ástæðan fyrir að við getum búið á jörðinni.
Lofthjúpurinn passar okkur frá geislum sem koma frá sólinni og geimnum.
Lofthjúpurinn lætur vera jafnt hitastig á jörðinni.
Ef það væri enginn lofthjúpur gætum við ekki lifað á jörðinni.
Veður er allt sem gerist inni í þessum lofthjúpi.
Veður eru hlutir eins og vindur, eldingar, rigning, snjór, og haglél.
Veður er líka hiti og kuldi.
Við vitum hvernig veðrið er eftir árstíðum í heiminum.
Árstíðirnar eru vetur, vor, sumar og haust.
Veður hefur áhrif á það hvernig okkur líður.
Veður hefur áhrif á það í hvaða föt við förum.
Veður hefur líka áhrif á hvaða mat við borðum, því það er hægt að borða ólíkan mat eftir árstíðum.
Vísindamenn geta skoðað kort og séð hvernig veðrið verður næstu daga og vikur.
Þessir vísindamenn heita veður-fræðingar.
Kyn-vitund er hvernig fólk upplifir kyn sitt.
Kyn-vitund snýst ekki um hvernig kynfæri við erum með
eða hvernig við lítum út.
Kyn-vitund snýst um hvernig okkur líður sjálfum.
Við höfum öll kynvitund því við upplifum öll kyn okkar á einhvern hátt:
- stelpa
- strákur
- kynsegin
- eða eitthvað þar á milli
Kynvitund er orð sem við notum oft
þegar við tölum um hinsegin fólk.