Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Samfélagsmiðlar
Samfélags-miðlar eru vefsíður eða símaforrit
þar sem þú getur deilt þínu efni og talað við annað fólk.
Líka lesið það sem annað fólk skrifar
og horft á myndbönd og tónlist frá þeim.
Samfélags-miðlar eru til dæmis:
- Snapchat
- TikTok
Þar getur þú sett inn myndirnar þínar eða hugleiðingar.
Þörf / þarfir
Þörf er eitthvað sem er okkur nauðsynlegt.
Dæmi: „Allt fólk hefur þörf fyrir vatn og mat.“
Frístund
Frístund er tími sem er frí frá skyldustörfum.
Til dæmis frí frá skóla eða vinnu.
Í frístund gerum við oft það sem okkur þykir skemmtilegt.
Hreyfihömlun
Hreyfi-hömlun er orð sem er notað um fatlað fólk
sem á erfitt með að komast um
nema þau noti hjálpartæki.
Hjálpartækin eru til dæmis
hjólastóll eða göngugrind.
Hömlun þýðir það sama og hindrun,
eða að það sé erfitt að gera eitthvað.