Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Samráð

Samráð er þegar við tökum ákvörðun saman
og hlustum á skoðanir hvers annars.

Samráð getur til dæmis verið:
þegar stjórnvöld tala við fatlað fólk
til að fá að heyra skoðanir þeirra
og um þeirra lífsreynslu til að taka góðar ákvarðanir.

Stjórnvöld eiga að hafa samráð við fatlað fólk.

Lesa meira
Einkalíf

Einka-líf er okkar persónulega líf
sem við fáum að hafa í friði fyrir öðrum. 

Við segjum að við eigum rétt til einkalífs.
Einkalífið okkar er heimilið okkar,
fjölskylda og vinnustaður.

Lesa meira
Frístund

Frístund er tími sem er frí frá skyldustörfum.
Til dæmis frí frá skóla eða vinnu.

Í frístund gerum við oft það sem okkur þykir skemmtilegt.

Lesa meira
Örugg / öruggur / öruggt

Sem er hægt að treysta, er traust og er til staðar fyrir okkur.

Að vera örugg getur líka þýtt að við erum ekki hrædd og okkur líður vel.

Lesa meira