-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Hreyfi-hömlun er orð sem er notað um fatlað fólk
sem á erfitt með að komast um
nema þau noti hjálpartæki.
Hjálpartækin eru til dæmis
hjólastóll eða göngugrind.
Hömlun þýðir það sama og hindrun,
eða að það sé erfitt að gera eitthvað.
Á Íslandi kjósum við í Alþingis-kosningum.
Þá erum við að kjósa stjórnmálaflokka.
Eftir kosningarnar ákveða sumir þessir stjórnmála-flokkar
að vinna saman á Alþingi.
Þá búa þeir til hóp sem er kallaður ríkis-stjórn.
Til að búa til ríkis-stjórn þurfa stjórnmála-flokkarnir
að hafa meira en helming þing-manna.
Flokkarnir þurfa þetta til að hafa fleiri atkvæði á Alþingi.
Ef stjórnmála-flokkar eru ekki í ríkisstjórn
er sagt að þeir séu í minnihluta
eða í stjórnar-andstöðu.
Í ríkisstjórn sitja ráðherrar sem stjórna í ákveðnum málefnum.
Til dæmis umhverfis- og auðlinda-ráðherra
sem ber ábyrgð á öllum málum um
umhverfi, loftslags-mál og auðlindir.
Allt sem er lifandi er afkomandi einhvers.
Afkomendur geta fæðst eða vaxið.
Barn sem fæðist er afkomandi foreldra sinna.
Foreldar barnsins eru afkomendur sinna foreldra,
sem eru ömmur og afar.
Ömmur og afar eru afkomendur sinna foreldra,
sem eru lang-ömmur og lang-afar.
Lang-ömmur og lang-afar eru líka afkomendur,
og svona heldur það áfram
því allt fólk er afkomandi einhvers.
Og barnið er þá afkomandi alls þessa fólks, lengst aftur í tímann.
Við notum orðið afkvæmi þegar við tölum um dýr og plöntur.
Afkvæmi þýðir það sama og afkomandi.
Kettlingar eru afkvæmi, líka uglu-ungar
og hvala-kálfar.
Þegar lítil planta vex út frá stórri plöntu
er litla plantan afkvæmi.
Við tökum fræ úr jarðarberi og setjum það í mold.
Plantan sem vex upp úr moldinni er afkvæmi þessa jarðarbers.
Ef það vaxa fleiri plöntur frá nýju plöntunni
eru þær allar afkvæmi sama gamla jarðar-bersins.
Og það jarðar-ber er líka afkvæmi
því einu sinni var það pínu-lítið á annarri plöntu.
Notenda-samráð þýðir að sá sem fær þjónustuna, notandinn, tekur virkan þátt í að ákveða hvernig þjónustan á að vera.
Notandi ákveður hvernig þjónustan og stuðningurinn hans á að vera í samráði við forstöðumann og starfsmenn sem aðstoða hann.
Notendasamráð er mjög mikilvægt í þjónustu og er nátengt hugmyndum um lýðræði, mannréttindi, þátttöku og valdeflingu. Hægt er að hafa samráð við einstakling, en líka við hóp fólks, til dæmis fólk sem býr á sama stað.