-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Þegar þú hefur heyrt um eitthvað eða skilur það, er sagt að þú hafir þekkingu á því. Þekking getur verið um fólk og upplýsingar og hvaða aðferðir við notum. Þekking er líka um hluti og tækni.
Við fáum meiri þekkingu með því að lesa og æfa okkur og gera rannsóknir. Og þegar við stundum nám eða vinnu.
Sanngirnis-bætur eru peningar sem fólk fær borgað frá ríkinu
því það var komið illa fram við þau eða brotið á þeim.
Til dæmis ef fötluð börn bjuggu á stofnun eða vistheimili
og einhver meiddi þau eða var vondur við þau.
Sanngirni þýðir eitthvað sem er réttlátt eða rétt.
Bætur þýðir peningur sem fólk fær til að bæta upp fyrir það vonda sem fólk hefur upplifað.
Ef þér líður eins og einhver hafi brotið á þér
skaltu tala við Réttindagæslu fatlaðs fólks.
Þegar við spilum fótbolta
getum við líka sagt að við spilum knattspyrnu.

Knöttur þýðir bolti.
Spyrna þýðir að sparka.
Orðið knattspyrna þýðir því boltaspark.
Lög-heimili er staðurinn þar sem þú hefur fasta búsetu,
sem þýðir hvar þú býrð.
Lög-heimili er staðurinn þar sem þú ert með heimilið þitt,
þar sem þú sefur og sinnir tómstundum.
Lög-heimili er ekki þar sem þú ert í stuttan tíma
til dæmis ef þú ert í námi, eða í fríi,
eða þegar þú ert annars staðar
vegna veikinda eða af öðrum ástæðum.