Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Valkvæður

Valkvæður þýðir að það er frjálst val.
Við getum sagt valkvæður, valkvæð og valkvætt.
Það þýðir allt það sama.

Þegar eitthvað er valkvætt mátt þú ráða
hvort þú gerir það eða ekki.

Til dæmis:
Ef við lesum að þátttaka er valkvæð
þá ráðum við hvort við tökum þátt.

Lesa meira
Þjálfun

Þjálfun er þegar okkur er kennt eitthvað nýtt.

Þjálfun er líka þegar við æfum okkur
til að verða betri í einhverju.
Þjálfun er líka svo kunnum áfram það sem við kunnum.

Lesa meira
Samfélagsmiðlar

Samfélags-miðlar eru vefsíður eða símaforrit
þar sem þú getur deilt þínu efni og talað við annað fólk.
Líka lesið það sem annað fólk skrifar
og horft á myndbönd og tónlist frá þeim.

Samfélags-miðlar eru til dæmis:

  • Facebook
  • Instagram
  • Snapchat
  • Twitter
  • TikTok

Þar getur þú sett inn myndirnar þínar eða hugleiðingar.

Lesa meira
Þörf / þarfir

Þörf er eitthvað sem er okkur nauðsynlegt.

Dæmi: „Allt fólk hefur þörf fyrir vatn og mat.“

Lesa meira