-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Flótta-fólk þýðir það sama og flótta-maður.
Flóttamaður er manneskja sem flýr landið sitt og er komin í nýtt land.
Fólk flýr landið sitt vegna þess að það þarf að fara á öruggari stað.
Stundum er mikil fátækt og lítill matur í landinu.
Stundum er landið hættulegt.
Þar getur verið ofbeldi eða stríð.
Sumt flóttafólk kemur slasað eða mjög veikt.
Flóttafólk eru börn, unglingar, fullorðið fólk og gamalt fólk.
Líka fatlað fólk.
Lög og reglur segja að allt flóttafólk hafi mannréttindi.
Allt flóttafólk hefur rétt á að búa á öruggum stað.
Samfélags-miðlar eru vefsíður eða símaforrit
þar sem þú getur deilt þínu efni og talað við annað fólk.
Líka lesið það sem annað fólk skrifar
og horft á myndbönd og tónlist frá þeim.
Samfélags-miðlar eru til dæmis:
- Snapchat
- TikTok
Þar getur þú sett inn myndirnar þínar eða hugleiðingar.
#MeToo er baráttu-hreyfing kvenna um allan heim.
Þar standa konur (og líka trans konur) saman og segja frá ofbeldi og áreiti sem þær hafa orðið fyrir.
Þessi baráttu-hreyfing er óformleg, þetta er ekki félag eða skipulögð starfsemi.
Hún byrjaði þegar konur fóru að segja frá ofbeldinu og áreitinu sem þær höfðu orðið fyrir.
Me too þýðir ég líka og fékk baráttan það nafn vegna þess hve margar konur hafa lent í ofbeldi og áreitni.
Baráttan átti sér stað á netinu að miklu leyti og þess vegna er svona # merki fyrir framan me too. Þetta er hashtag eins og það heitir á ensku, eða myllumerki á íslensku. Það er til þess að allir geti merkt sögurnar sínar fyrir aðra til að lesa.
Á Íslandi byrjaði #metoo hreyfingin þegar konur í stjórnmálum sögðu frá ofbeldinu og áreitinu sem þær höfðu upplifað. Sumar gerðu það nafnlaust, það þýðir að enginn vissi hver átti söguna.
#Metoo hreyfingin hefur haft mikil áhrif á samfélög í heiminum.
Á Íslandi kjósum við í Alþingis-kosningum.
Þá erum við að kjósa stjórnmálaflokka.
Eftir kosningarnar ákveða sumir þessir stjórnmála-flokkar
að vinna saman á Alþingi.
Þá búa þeir til hóp sem er kallaður ríkis-stjórn.
Til að búa til ríkis-stjórn þurfa stjórnmála-flokkarnir
að hafa meira en helming þing-manna.
Flokkarnir þurfa þetta til að hafa fleiri atkvæði á Alþingi.
Ef stjórnmála-flokkar eru ekki í ríkisstjórn
er sagt að þeir séu í minnihluta
eða í stjórnar-andstöðu.
Í ríkisstjórn sitja ráðherrar sem stjórna í ákveðnum málefnum.
Til dæmis umhverfis- og auðlinda-ráðherra
sem ber ábyrgð á öllum málum um
umhverfi, loftslags-mál og auðlindir.