Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

COVID-19

Kóróna-veiran er veira (vírus) sem getur gert fólk veikt.

Stundum er talað um COVID-19 eða bara COVID.
Þá er líka verið að tala um kóróna-veiruna

Einkenni kóróna-veirunnar eru:

  • Hósti
  • Hiti
  • Beinverkir
  • Að finna minni lykt og minna bragð
Lesa meira
Rafræn skilríki

Með rafrænum skilríkjum
færðu aðgang að þjónustu og upplýsingum
sem eru bara fyrir þig og enga aðra.

Þú getur til dæmis notað rafræn skilríki
þegar þú sækir um þjónustu
hjá Reykjavíkurborg,
banka eða lækni.


En hvað eru skilríki?

Á skilríkjunum þínum eru upplýsingar um þig
sem sanna hver þú ert.

Þar er til dæmis mynd af þér,
nafnið þitt og afmælis-dagurinn þinn.

Líka aðrar upplýsingar um þig
sem segja öðru fólki
að þú ert í alvöru þú.


Þú getur fengið skilríki
sem þú notar í símanum þínum.

Við köllum þau rafræn skilríki.

Rafræn skilríki eru eins og lykill
sem opnar fyrir þér aðgang
að alls kyns þjónustu og upplýsingum
sem eru bara fyrir þig
og enga aðra.


Þú getur notað rafrænu skilríkin þín
til að gera svo margt.

Til dæmis getur þú sótt um fjárhags-aðstoð
og aksturs-þjónustu.

Þú getur sótt um þjónustu hjá Trygginga-stofnun ríkisins (TR).

Þú getur líka talað við lækninn þinn
og margt fleira.


Þú færð rafræn skilríki
hjá síma-fyrirtæki eða í banka.
Þú getur líka farið í fyrirtæki sem heitir Auðkenni.

Rafræn skilríki virka í næstum öllum snjall-símum
og líka í takka-símum.

Lesa meira
MND sjúkdómur

MND er sjúkdómur sem hefur áhrif á vöðvana í líkamanum okkar.
Í líkamanum okkar sér heilinn um
að senda skilaboð til vöðvanna.

Heilinn sendir skilaboðin í gegnum taugar
sem eru inni í líkamanum okkar.

 

MND sjúkdómurinn ruglar þessi skilaboð.
Þegar heilinn getur ekki sent réttu skilaboðin til vöðvanna
þá hættir fólk að geta notað vöðvana sína rétt.

Sjúkdómurinn ruglar skilaboðin svo mikið
að fólk með MND verður máttlaust í öllum líkamanum.

 

Afhverju er MND alvarlegur sjúkdómur?
Það er ekki til lækning við MND.
Fólk með MND sjúkdóminn er fyrst lítið veikt.
En það verður meira og meira veikt.
Fólk með MND sjúkdóminn verður svo veikt að það deyr.

 

MND teymið
Á Landspítalanum vinnur hópur af fólki
við að hjálpa þeim sem eru með MND sjúkdóminn.

Þessi hópur er kallaður MND teymið.

 

Hvað gerir MND teymið?
Þau styðja fólk með MND sjúkdóminn og fjölskyldur þeirra.
Þau skipuleggja þjónustu og læknis-aðstoð sem fólk þarf.
Þau gefa góð ráð um svefn, hreyfingu, mat og fleira.

Þau þekkja MND sjúkdóminn og vita hvernig á að hugsa um
fólk sem fær þennan sjúkdóm.

Þau vita mikið um líkamann, til dæmis um vöðva og taugar.
Þau vita að MND sjúkdómurinn er alvarlegur og breytir lífi fólks mikið.
MND teymið vill að fólk með MND sjúkdóminn eigi betra líf.
Þau hjálpa fólki og fjölskyldum þeirra.

 

Smelltu hér til að skoða heimasíðu MND samtakanna.

Þessi texti var gerður fyrir MND samtökin í júní 2022.

Lesa meira
Leiðbeiningar

Leið-beiningar eru upplýsingar sem hjálpa okkur
að leysa verkefni eða nota eitthvað.

Við getum fengið leiðbeiningar á blaði og í tölvu.
Leiðbeiningar geta verið texti og myndir og teikningar.
Við getum fengið leiðbeiningar í tölvu.
Til dæmis myndband og upplestur og tónlist.
Líka vefsíða sem við smellum á.

Við getum líka fengið leiðbeiningar frá öðru fólki.
Þau geta talað við okkur og útskýrt hvað við eigum að gera.
Stundum gefur annað fólk okkur leiðbeiningar í gegnum síma.

Dæmi um leiðbeiningar:
Þegar við kaupum borð í IKEA
þurfum við sjálf að setja borðið-saman.
Við fáum borðið í stórum kassa
og í kassanum er líka blað með myndum.
Þetta blað sýnir hvernig við getum sett hilluna saman.
Þetta blað er dæmi um leiðbeiningar.

Lesa meira