Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Rafræn skilríki

Með rafrænum skilríkjum
færðu aðgang að þjónustu og upplýsingum
sem eru bara fyrir þig og enga aðra.

Þú getur til dæmis notað rafræn skilríki
þegar þú sækir um þjónustu
hjá Reykjavíkurborg,
banka eða lækni.


En hvað eru skilríki?

Á skilríkjunum þínum eru upplýsingar um þig
sem sanna hver þú ert.

Þar er til dæmis mynd af þér,
nafnið þitt og afmælis-dagurinn þinn.

Líka aðrar upplýsingar um þig
sem segja öðru fólki
að þú ert í alvöru þú.


Þú getur fengið skilríki
sem þú notar í símanum þínum.

Við köllum þau rafræn skilríki.

Rafræn skilríki eru eins og lykill
sem opnar fyrir þér aðgang
að alls kyns þjónustu og upplýsingum
sem eru bara fyrir þig
og enga aðra.


Þú getur notað rafrænu skilríkin þín
til að gera svo margt.

Til dæmis getur þú sótt um fjárhags-aðstoð
og aksturs-þjónustu.

Þú getur sótt um þjónustu hjá Trygginga-stofnun ríkisins (TR).

Þú getur líka talað við lækninn þinn
og margt fleira.


Þú færð rafræn skilríki
hjá síma-fyrirtæki eða í banka.
Þú getur líka farið í fyrirtæki sem heitir Auðkenni.

Rafræn skilríki virka í næstum öllum snjall-símum
og líka í takka-símum.

Lesa meira
Kynleiðrétting

Kyn-leiðrétting er ferli sem sumt trans fólk fer í gegnum
til að leiðrétta kyn sitt.

Sem dæmi þá upplifir manneskja sig eins og karlmann
en þegar hann fæddist héldu allir að það væri stelpa.

Þá vill fólk oft laga líkama sinn
svo líkaminn passi betur við það hvernig fólkinu líður.

Kyn-leiðrétting getur til dæmis verið
að fólk taki lyf til að breyta röddinni, hárinu og svoleiðis.
Sumt fólk fer í skurðaðgerð til að laga líkama sinn.
Til dæmis að breyta píkunni í typpi, eða taka brjóstin af.

Það er ekki nauðsynlegt að fara í aðgerðir til að vera trans.

Trans fólk er hinsegin fólk.

Lesa meira
Notendasamráð

Notenda-samráð þýðir að sá sem fær þjónustuna, notandinn, tekur virkan þátt í að ákveða hvernig þjónustan á að vera.

Notandi ákveður hvernig þjónustan og stuðningurinn hans á að vera í samráði við forstöðumann og starfsmenn sem aðstoða hann.

Notendasamráð er mjög mikilvægt í þjónustu og er nátengt hugmyndum um lýðræði, mannréttindi, þátttöku og valdeflingu. Hægt er að hafa samráð við einstakling, en líka við hóp fólks, til dæmis fólk sem býr á sama stað.

Lesa meira
Tvíkynhneigður

Tvíkynhneigð manneskja er hrifin af fólki af mörgum kynjum.

Þá er manneskjan ekki bara hrifin af körlum eða konum
heldur bæði.

Það þýðir ekki að manneskjan sé hrifin af öllu fólki,
en manneskjan er bæði hrifin af konum og körlum.

Fólk sem er tvíkynhneigt er hinsegin fólk.

Lesa meira