-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Þegar fólk sér um barn hefur fólkið rétt á að fá pening frá ríkinu.
Þessi peningur er kallaður barnabætur.
Barnabætur eru fyrir foreldra barna og líka fyrir fólk sem sér um barn.
Þegar börnin eru orðin 18 ára hættir ríkið að borga þessar barnabætur.
Fóstur er þegar barn getur ekki búið á heimilinu sínu
vegna þess að það er ekki öruggt.
Fóstur-foreldrar eru foreldar sem taka að sér barn
sem hefur ekki búið við öryggi og nógu góðar aðstæður.
Barna- og fjölskyldustofa sér um allt
sem tengist barna-vernd og fóstur-fjölskyldum á Íslandi.
Það eru líka barna-verndar-nefndir í öllum bæjum og borgum.
Hvað er tímabundið fóstur?
Tímabundið þýðir að barnið verður ekki alltaf hjá þessum fóstur-foreldrum.
Tímabundið fóstur getur verið 1 ár en má vera í mesta lagi 2 ár.
Þá er markmiðið að barnið fari aftur til foreldra sinna eftir 1 eða 2 ár.
Börnin hitta foreldra sína oft á meðan þau eru í fóstri.
Hvað er varanlegt fóstur?
Þá er barnið hjá fóstur-foreldrum alveg þar til það verður 18 ára.
Það mun líklega ekki fara aftur til foreldra sinna.
Barnið hittir foreldra sína ekki eins oft, eins og það myndi gera ef það væri í tímabundnu fóstri.
Hvað er styrkt fóstur?
Ef barnið þarf sérstaka aðstoð á fóstur-heimili sínu í styttri tíma heitir það styrkt fóstur.
Það er aldrei lengra en 2 ár.
Þetta er fyrir börn sem eiga erfitt með tilfinningar sínar og eru með hegðunar-vanda.
Þá er annað fóstur-foreldri eins og það sé í vinnu við að hugsa um barnið og hjálpa því.
Samráð er þegar við tökum ákvörðun saman
og hlustum á skoðanir hvers annars.
Samráð getur til dæmis verið:
þegar stjórnvöld tala við fatlað fólk
til að fá að heyra skoðanir þeirra
og um þeirra lífsreynslu til að taka góðar ákvarðanir.
Stjórnvöld eiga að hafa samráð við fatlað fólk.