-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Þegar við segjum að eitthvað sé vel gert
eða ekki vel gert
erum við að tala um gæði.

Lífið er betra þegar gæði eru mikil.
Mikil gæði þýðir að eitthvað er mjög vel gert.
Lítil gæði þýðir að eitthvað er ekki vel gert.
Ef við vitum að eitthvað er í litlum gæðum
viljum við kannski ekki velja það
heldur eitthvað betra.
Til dæmis getum við valið okkur uppáhalds kaffihús.

Þetta er cappuccino kaffidrykkur.
- Kannski er kaffið það besta sem við höfum smakkað. Mikil gæði á kaffinu.
- Eða starfsfólkið svo skemmtilegt og man alltaf pöntunina okkar. Mikil gæði á þjónustunni.
- Eða það er alltaf þægilegt að panta og finna gott borð. Mikil gæði í aðgengis-málum.
Hér getum við sagt:
Á þessu kaffihúsi eru mikil gæði.
Stundum eru verðlaun fyrir mikil gæði.
Til dæmis verðlaun fyrir þjónustu eða mat
eða fyrir bækur og bíómyndir.
Það getur hjálpað okkur að velja það sem hentar okkur best.
Flótta-fólk þýðir það sama og flótta-maður.
Flóttamaður er manneskja sem flýr landið sitt og er komin í nýtt land.
Fólk flýr landið sitt vegna þess að það þarf að fara á öruggari stað.
Stundum er mikil fátækt og lítill matur í landinu.
Stundum er landið hættulegt.
Þar getur verið ofbeldi eða stríð.
Sumt flóttafólk kemur slasað eða mjög veikt.
Flóttafólk eru börn, unglingar, fullorðið fólk og gamalt fólk.
Líka fatlað fólk.
Lög og reglur segja að allt flóttafólk hafi mannréttindi.
Allt flóttafólk hefur rétt á að búa á öruggum stað.
Þegar við tölum um lög
erum við oftast að tala um reglur sem eru settar á Alþingi
og forseti Íslands hefur staðfest.
Til að setja lög þarf fólkið sem er á Alþingi
að leggja fram skjal sem er kallað frum-varp.
Það eru reglur um frum-varp:
Frum-varp er skjal með tillögur að breytingum
á öllum lögunum.
Þetta frumvarp þarf fólkið á Alþingi
að lesa á sérstöku þingi.
Frumvarp getur verið um að breyta einu orði í lögunum.
Frumvarp getur verið um að breyta heilum kafla í lögunum.
Líka að bæta við nýjum kafla.
Stundum er frumvarp um að setja ný lög.
Fjár-ræði þýðir að við ráðum sjálf fjár-málum okkar.
Þá er stundum sagt að við séum að „fara með peningana okkar“.