Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Sérfræðingur
Manneskja sem veit mjög mikið um eitthvað og hefur mikla reynslu.
Lesa meira
Aðgengi

Aðgengi getur þýtt möguleiki okkar til að komast á einhvern stað.
Eða að við getum ferðast um án vandræða.

Aðgengi getur líka þýtt hvort við skiljum texta eða gögn.

Aðgengi er til dæmis:

  • lyftur og rampar fyrir fólk sem á erfitt með að labba eða notar hjólastól
  • punkta-letur fyrir blinda og sjónskerta
  • upplýsingar á auðlesnu máli
  • táknmálstúlkun
  • að geta hlustað á upptöku af fyrirlestri eða kennslustund
Lesa meira
Lögfesting

Lög-festing er þegar búin eru til lög um hluti.
Alþingi setur lög.
Lög eru reglurnar sem eru í landinu og allt fólk verður að fylgja.

Til dæmis er búið að lög-festa
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Það þýðir að Alþingi hefur ákveðið
að það sem stendur í Barnasáttmálanum eigi að vera lög á Íslandi,
alveg eins og önnur lög sem Alþingi hefur sett.

Fólk sem berst fyrir réttindum fatlaðs fólks
vill láta lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks.

Lesa meira
Vinningur

Vinningur er eins og verðlaun sem við fáum
fyrir að taka þátt í leik.

Við getum til dæmis fengið vinning
þegar við kaupum happdrættis-miða.
Þá eigum við sérstakt númer á happdrættis-miðanum
og ef okkar númer er dregið
þá fáum við vinning.

Vinningar geta verið alls konar.
Vinningar geta verið bækur og föt.
Líka matur á veitingastað eða miði á skemmtilega bíómynd.

Lesa meira