Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Lög

Þegar við tölum um lög
erum við oftast að tala um reglur sem eru settar á Alþingi
og forseti Íslands hefur staðfest.

Til að setja lög þarf fólkið sem er á Alþingi
að leggja fram skjal sem er kallað frum-varp.
Það eru reglur um frum-varp:
Frum-varp er skjal með tillögur að breytingum
á öllum lögunum.
Þetta frumvarp þarf fólkið á Alþingi
að lesa á sérstöku þingi.

Frumvarp getur verið um að breyta einu orði í lögunum.
Frumvarp getur verið um að breyta heilum kafla í lögunum.
Líka að bæta við nýjum kafla.

Stundum er frumvarp um að setja ný lög.

Lesa meira
Virðing

Að bera virðingu fyrir öðrum þýðir að við erum kurteis við manneskjuna.
Við tölum fallega við fólk sem við berum virðingu fyrir.

Ef við ruglumst og erum ruddaleg eða dónaleg
er hægt að segja að séum ekki að bera virðingu.
Þá er líka hægt að segja að það sé virðingar-leysi.

Þegar við berum virðingu fyrir öðru fólki
tökum við því eins og þau eru.
Þó þau séu ólík okkur
og þó við séum kannski ekki sammála þeim.

Lesa meira
MeToo

#MeToo er baráttu-hreyfing kvenna um allan heim.

Þar standa konur (og líka trans konur) saman og segja frá ofbeldi og áreiti sem þær hafa orðið fyrir.

Þessi baráttu-hreyfing er óformleg, þetta er ekki félag eða skipulögð starfsemi.

Hún byrjaði þegar konur fóru að segja frá ofbeldinu og áreitinu sem þær höfðu orðið fyrir.

Me too þýðir ég líka og fékk baráttan það nafn vegna þess hve margar konur hafa lent í ofbeldi og áreitni.

Baráttan átti sér stað á netinu að miklu leyti og þess vegna er svona # merki fyrir framan me too. Þetta er hashtag eins og það heitir á ensku, eða myllumerki á íslensku. Það er til þess að allir geti merkt sögurnar sínar fyrir aðra til að lesa.

Á Íslandi byrjaði #metoo hreyfingin þegar konur í stjórnmálum sögðu frá ofbeldinu og áreitinu sem þær höfðu upplifað. Sumar gerðu það nafnlaust, það þýðir að enginn vissi hver átti söguna.

#Metoo hreyfingin hefur haft mikil áhrif á samfélög í heiminum.

Smelltu hér ef þú vilt lesa meira um ofbeldi gagnvart fötluðu fólki, ef þú hefur orðið fyrir ofbeldi og þarft að fá aðstoð.

Lesa meira
Aðgengi

Aðgengi getur þýtt möguleiki til að komast á stað eða farið um án vandræða.

Aðgengi getur líka átt við um hvort við skiljum til dæmis texta eða gögn.

Aðgengi er til dæmis:
lyftur og rampar fyrir fólk sem á erfitt með að labba eða notar hjólastól,
blindra-letur fyrir blinda og sjónskerta,
upplýsingar á auðlesnu máli,
táknmálstúlkun.

Lesa meira