-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Höfuðborgar-svæðið er orð sem við notum
þegar við tölum um Reykjavík
og alla bæina sem eru í kringum Reykjavík.
Höfuðborgarsvæðið er:
- Reykjavík
- Kópavogur
- Hafnarfjörður
- Garðabær
- Mosfellsbær
- Seltjarnarnes
- Kjós
Lög-heimili er staðurinn þar sem þú hefur fasta búsetu,
sem þýðir hvar þú býrð.
Lög-heimili er staðurinn þar sem þú ert með heimilið þitt,
þar sem þú sefur og sinnir tómstundum.
Lög-heimili er ekki þar sem þú ert í stuttan tíma
til dæmis ef þú ert í námi, eða í fríi,
eða þegar þú ert annars staðar
vegna veikinda eða af öðrum ástæðum.
Samfélags-miðlar eru vefsíður eða símaforrit
þar sem þú getur deilt þínu efni og talað við annað fólk.
Líka lesið það sem annað fólk skrifar
og horft á myndbönd og tónlist frá þeim.
Samfélags-miðlar eru til dæmis:
- Snapchat
- TikTok
Þar getur þú sett inn myndirnar þínar eða hugleiðingar.
Virkni þýðir að við erum virk og tökum þátt.
Að vera í virkni þýðir að við gerum hluti á daginn.
Til dæmis að vinna eða taka þátt í tómstundum.