-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Leyfi er þegar við megum gera eitthvað
því annað fólk sagði það
eða því það stendur á blaði
að við megum gera það.
Til dæmis þurfum við leyfi
til að keyra bíl.
Það heitir öku-leyfi.
Og við þurfum leyfi
til að selja mat á veitinga-húsi.
Það heitir veitinga-leyfi.
Leyfi er líka notað fyrir frí úr vinnu eða skóla.
Til dæmis sumar-leyfi úr vinnunni
eða vetrar-leyfi úr skólanum.
Leyfi er líka notað þegar fólk getur ekki komið í vinnuna
vegna þess að þau eru veik
eða að jafna sig eftir veikindi eða sjúkdóm.
Líka þegar fólk er á spítala.
Það er kallað veikinda-leyfi.
Fóstur er þegar barn getur ekki búið á heimilinu sínu
vegna þess að það er ekki öruggt.
Fóstur-foreldrar eru foreldar sem taka að sér barn
sem hefur ekki búið við öryggi og nógu góðar aðstæður.
Barna- og fjölskyldustofa sér um allt
sem tengist barna-vernd og fóstur-fjölskyldum á Íslandi.
Það eru líka barna-verndar-nefndir í öllum bæjum og borgum.
Hvað er tímabundið fóstur?
Tímabundið þýðir að barnið verður ekki alltaf hjá þessum fóstur-foreldrum.
Tímabundið fóstur getur verið 1 ár en má vera í mesta lagi 2 ár.
Þá er markmiðið að barnið fari aftur til foreldra sinna eftir 1 eða 2 ár.
Börnin hitta foreldra sína oft á meðan þau eru í fóstri.
Hvað er varanlegt fóstur?
Þá er barnið hjá fóstur-foreldrum alveg þar til það verður 18 ára.
Það mun líklega ekki fara aftur til foreldra sinna.
Barnið hittir foreldra sína ekki eins oft, eins og það myndi gera ef það væri í tímabundnu fóstri.
Hvað er styrkt fóstur?
Ef barnið þarf sérstaka aðstoð á fóstur-heimili sínu í styttri tíma heitir það styrkt fóstur.
Það er aldrei lengra en 2 ár.
Þetta er fyrir börn sem eiga erfitt með tilfinningar sínar og eru með hegðunar-vanda.
Þá er annað fóstur-foreldri eins og það sé í vinnu við að hugsa um barnið og hjálpa því.
Í lífinu heyrum við oft að sumt er konu-legt og annað karla-legt.
Þessi skilaboð eru ekki um líkamlegt kyn eða líf-fræði.
Skilaboðin eru það sem samfélagið segir að passi við konur,
og það sem passi við karla.
Til dæmis að sum störf séu bara fyrir konur
og önnur störf séu bara fyrir karla.
Það eru líka áhugamál og föt
sem við heyrum að séu bara fyrir annað kynið
og ekki fyrir hitt.
Til dæmis bara fyrir konur og ekki fyrir karla.
Við getum heyrt svona frá fólki
eða lesið þessi skilaboð á vefsíðu.
Þessi skilaboð geta líka verið í bíómyndum
og í tölvuleikjum.
Þá getur konum og körlum liðið eins og
þau megi bara gera suma hluti
og megi ekki gera aðra hluti.
Við köllum þetta kyn-gervi.
Kyngervi er það sem konur og karlar gera
af því að þau heyra að þannig geri konur
og þannig geri karlar.
Tvíkynhneigð manneskja er hrifin af fólki af mörgum kynjum.
Þá er manneskjan ekki bara hrifin af körlum eða konum
heldur bæði.
Það þýðir ekki að manneskjan sé hrifin af öllu fólki,
en manneskjan er bæði hrifin af konum og körlum.
Fólk sem er tvíkynhneigt er hinsegin fólk.