Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Valkvæður

Valkvæður þýðir að það er frjálst val.
Við getum sagt valkvæður, valkvæð og valkvætt.
Það þýðir allt það sama.

Þegar eitthvað er valkvætt mátt þú ráða
hvort þú gerir það eða ekki.

Til dæmis:
Ef við lesum að þátttaka er valkvæð
þá ráðum við hvort við tökum þátt.

Lesa meira
Höfuðborgarsvæðið

Höfuðborgar-svæðið er orð sem við notum
þegar við tölum um Reykjavík
og alla bæina sem eru í kringum Reykjavík. 

Höfuðborgarsvæðið er:

  • Reykjavík
  • Kópavogur
  • Hafnarfjörður
  • Garðabær
  • Mosfellsbær
  • Seltjarnarnes
  • Kjós
Lesa meira
Verkþjálfun

Þjálfun sem við fáum
til að læra að vinna
eða leysa önnur verkefni hjá okkur.

Lesa meira
MeToo

#MeToo er baráttu-hreyfing kvenna um allan heim.

Þar standa konur (og líka trans konur) saman og segja frá ofbeldi og áreiti sem þær hafa orðið fyrir.

Þessi baráttu-hreyfing er óformleg, þetta er ekki félag eða skipulögð starfsemi.

Hún byrjaði þegar konur fóru að segja frá ofbeldinu og áreitinu sem þær höfðu orðið fyrir.

Me too þýðir ég líka og fékk baráttan það nafn vegna þess hve margar konur hafa lent í ofbeldi og áreitni.

Baráttan átti sér stað á netinu að miklu leyti og þess vegna er svona # merki fyrir framan me too. Þetta er hashtag eins og það heitir á ensku, eða myllumerki á íslensku. Það er til þess að allir geti merkt sögurnar sínar fyrir aðra til að lesa.

Á Íslandi byrjaði #metoo hreyfingin þegar konur í stjórnmálum sögðu frá ofbeldinu og áreitinu sem þær höfðu upplifað. Sumar gerðu það nafnlaust, það þýðir að enginn vissi hver átti söguna.

#Metoo hreyfingin hefur haft mikil áhrif á samfélög í heiminum.

Smelltu hér ef þú vilt lesa meira um ofbeldi gagnvart fötluðu fólki, ef þú hefur orðið fyrir ofbeldi og þarft að fá aðstoð.

Lesa meira