-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Áhugamál er eitthvað sem þú gerir þér til skemmtunar og ánægju.
Til dæmis að fara í fjall-göngu eða hlusta á teknó-tónlist.
Eða baka rjóma-tertu eða skapa listaverk.
Áhugamál er líka málefni sem þér finnst mikilvægt.
Barna- og fjölskyldustofa er stofnun hjá ríkinu.
Þau hugsa um velferð barna og það sem er best fyrir börn.
Þau vinna eftir barnaverndar-lögum sem Alþingi setur.
Stundum á fólk í erfiðleikum með að hugsa um börnin sín.
Þá fær fólkið leiðbeiningar og hjálp frá barnavernd.
Stundum þurfa börn að fara af heimili sínu og búa hjá fóstur-fjölskyldu.
Stundum er það í stuttan tíma á meðan foreldarnir fá hjálp og reyna að bæta sig.
Stundum eru börn í langan tíma hjá fóstur-fjölskyldu.
Í öllum bæjum og borgum er barnaverndar-nefnd.
Allt fólk þarf að láta vita ef þau halda að barn sé ekki öruggt
eða einhver sé vondur við barnið.
Smelltu hér til að skoða heimasíðu Barna- og fjölskyldustofu