Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Fjárræði

Fjár-ræði þýðir að við ráðum sjálf fjár-málum okkar.

Þá er stundum sagt að við séum að „fara með peningana okkar“.

Lesa meira
Hreyfihömlun

Hreyfi-hömlun er orð sem er notað um fatlað fólk
sem á erfitt með að komast um
nema þau noti hjálpartæki.
Hjálpartækin eru til dæmis
hjólastóll eða göngugrind.

Hömlun þýðir það sama og hindrun,
eða að það sé erfitt að gera eitthvað.

Lesa meira
Leiðbeiningar

Leið-beiningar eru upplýsingar sem hjálpa okkur
að leysa verkefni eða nota eitthvað.

Við getum fengið leiðbeiningar á blaði og í tölvu.
Leiðbeiningar geta verið texti og myndir og teikningar.
Við getum fengið leiðbeiningar í tölvu.
Til dæmis myndband og upplestur og tónlist.
Líka vefsíða sem við smellum á.

Við getum líka fengið leiðbeiningar frá öðru fólki.
Þau geta talað við okkur og útskýrt hvað við eigum að gera.
Stundum gefur annað fólk okkur leiðbeiningar í gegnum síma.

Dæmi um leiðbeiningar:
Þegar við kaupum borð í IKEA
þurfum við sjálf að setja borðið-saman.
Við fáum borðið í stórum kassa
og í kassanum er líka blað með myndum.
Þetta blað sýnir hvernig við getum sett hilluna saman.
Þetta blað er dæmi um leiðbeiningar.

Lesa meira
Valkvæður

Valkvæður þýðir að það er frjálst val.
Við getum sagt valkvæður, valkvæð og valkvætt.
Það þýðir allt það sama.

Þegar eitthvað er valkvætt mátt þú ráða
hvort þú gerir það eða ekki.

Til dæmis:
Ef við lesum að þátttaka er valkvæð
þá ráðum við hvort við tökum þátt.

Lesa meira