-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Trans er notað um fólk sem upplifir sig ekki af því kyni
sem fólkið var sagt vera þegar það fæddist.
Þegar við fæðumst segir fólk:
„Hér er fæddur lítill drengur“
eða „hér er fædd lítil stúlka“.
Trans fólk upplifir að kynið sem þau voru sögð vera er ekki rétt.
Trans kona:
er kona sem var sögð vera strákur þegar hún fæddist.
Trans karl:
er karlmaður sem var sagður vera stúlka þegar hann fæddist.
Trans fólk er hinsegin fólk.
Þetta er fáni trans samfélagsins:

Sjálfs-ákvörðunar-réttur þýðir
að við eigum að fá að ráða sjálf.
Við eigum að hafa okkar sjálfs-ákvörðunar-rétt
þó að öðru fólki finnist við taka rangar ákvarðanir.
Fatlað fólk má taka slæmar ákvarðanir
alveg eins og ófatlað fólk má gera það.
Fatlað fólk á að fá stuðning til þess
að taka ákvarðanir ef fatlað fólk þarf og vill það.
Mann-réttindi eru réttindi alls fólks í heiminum.
Þetta eru réttindi sem þú átt að hafa alltaf og alls staðar.
Sama hver þú ert og sama hvernig þú ert.
- Sama þó þú þurfir aðstoð
- Sama þó þú getir ekki lesið eða skrifað
- Sama þó þú hafir annan húðlit
Þú átt sömu réttindi og allt annað fólk.
- Sama þó þú elskir manneskju af sama kyni
- Sama þú þú sért fötluð
- Sama þó þú talir annað tungumál en íslensku
Virkni þýðir að við erum virk og tökum þátt.
Að vera í virkni þýðir að við gerum hluti á daginn.
Til dæmis að vinna eða taka þátt í tómstundum.